Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1966, Page 3

Skólablaðið - 01.04.1966, Page 3
41.árg. 1966 .5. tbl. apríl Ritstjóri : jóhannes Björnsson Ritnefnd : Ólöf Eldjárn Baldur GuÖlaugsson Trausti Valsson óttarr Guðmundsson Vilmundur Gylfason Þorarinn Eldjárn Ábyrgðarmaður : ólöf Benediktsdóttir Forsíða : Óiafur H. Torfason Skreytingar : Björn Björnsson ólafur H. Torfason Trausti Valsson Ingólfur Margeirsson STUNDUM - þó einatt þegar fer að vora - vakna með ungum óróaseggjum ókristilegar hug- leiðingar um lífið, tilgang þess, tilorðning, vænt- anleg afdrif o. s. frv. Sýnist þá gjarnan sitt hverjum og skoðanir að jafnaði álíka margar og mennirnir, en eigi að síður eru vandamálin fylli- lega þess virði, að menn láti skoðanir smar 1 ljósi, þó svo að máttarvöldin gefi þeim ef til vill lítinn gaum. Mér hefur jafnan verið lítið um þá menn gefið, sem telja þennan heim lítilmótlegan stökk- pall til æðra tilverustigs. Þessa heims við- fangsefni virðast mér alveg nægileg hverjum venjulegum manni og enginn er ýfir þau hafinn. Meira að segja Jesús Kristur áleit sér jarð- neskt böl sfzt óviðkomandi og tillögur hans til úrbóta eru hinar þekkilegustu, sem fram hafa komið, þótt enn hafi ekki verið tekið til við framkvæmdir þeirra, þvf miður. Þess vegna skyldi engum leyfast að gefa skít i alheiminn og flótti frá vandamálunum 1 kjöltu æðri máttar- valda er hrein og bein uppgjöf. Með það 1 huga er ekki svo fjarstætt að ætla, að kristin kirkja eigi mesta sök allra á þvú, að hugsjónir Krists eru enn sern komið er falleg kenning 1 svartri bók, en finnst hvergi annars staðar. En þar eð eg ætlaði að gera vandamál mann- anna að umtalsefni, læt óg útrætt um kristna kirkju. Nítjánda öldin gat af sér marga dágóða heim- spekinga, þ. á m. Nietzsche, skálkinn Schopen- hauer, Marx o. fl. Þá var lífsviðhorf Bismarcks ( : "Það er ekkert til sem heitir náungakærleikur milli þjóða" ) mjög 1 heiðri haft og trúin á mik- ilmennið ríkjandi. Jafnvel Nietzsche hafði ætlað sér að verða hermaður, en datt af hestbaki á fyrstu æfingunni, rifbrotnaði og gerðist fí’lósóf 1 staðinn. Hann áleit m.a., að heiminum bæri að losa sig við hina duglitlu og minnimáttar, aðeins þannig yrði um verulegar framfarir að ræða.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.