Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1966, Qupperneq 9

Skólablaðið - 01.04.1966, Qupperneq 9
Baldur Guðlaugsson : STUTT ÁGRIP AF SÖGU SKÓLANS Á hausti komanda, eða nánar tiltekið 1. október næstkomandi, eru liðin 120 ár síðan Sveinbjörn Egilsson setti Hinn lærða skóla T Reykjavik T fyrsta skipti. STðan hefur skólinn verið eitt helzta stolt Tslenzkrar þjóðar. Starfsemi hans nær yfir tTmabil, sem hefur algjöra sér- stöðu T sögu þjóðarinnar, enda mesti byltingatTmi á sviði tækni og vTsinda, sem landsmenn hafa lifað. Á þessum umrótatTmum hefur skólan- um fallið það ábyrgðarmikla og vanda- sama verkefni T skaut að ala upp andleg- an aðal þjóðarinnar, mennta hann og þroska. Þetta starf hefur hann leyst af hendi með hinni mestu prýði. Úr . röðum nemenda hans hafa fjölmargir forystu- menn þjóðarinnar komið sfðustu hundrað ýrin. Sjálf skólaveran hefur vakið nem- endur til umhugsunar um ýmis þjóðmál, andleg sem veraldleg. Hun vakti t. d. þjóðerniskenndina T brjósti ýmissa for- vfgismanna okkar T sjálfstæðisbaráttunni, og tendraði með þeim það bál þjóðar- elsku og baráttuvilja, sem náði hámarki við stofnun lýðveldisins 1944. Á sfðari árum hafa að vfsu risið af grunni hérlendis tveir aðrir menntaskól- ar, háskóli og ýmsir sérskólar, svo að M. R. er nú eigi lengur einn T sviðs- ljósinu. Engu að sfður hefur skólinn enn um margt nokkra sérstöðu meðal skóla landsins vegna glæstrar fortTðar sinnar og "traditiona". Hann var um langa hrfð æðsta menntastofnun landsins, og þvf mátti það teljast eðlilegt, að um stofnunina, kennara og nemendur léki jafnan nokkur ljómi. Vormenn fslands hópuðust suður til ReykjavTkur til náms T skólanum, þar sem þeir jukust að atgervi, andlegu sem lfkamlegu. Að loknu námi dreifðust þessir nemendur út um byggðir landsins, flestir sem forystumenn á ymsum svið- um. Skólaveran varð þeim öllum ómet- anlegur styrkur T baráttunni við kotungs- hátt landsmanna og stuðlaði mjög að lausn ýmissa vandamála, sem sköpuðust við tilkomu nýrra þjóðfélagshátta. Þáttur skólans T sköpun og viðhaldi rfkjandi menningar og þjóðerniskenndar fslendinga verður sennilega seint full metinn. Eftirfarandi greinarkorn er aðeins fátækleg viðleitni til þess að draga fram í dagsljósið ýmsa merka þætti úr sö^u skólans T tilefni afmælis hans, sem aður er getið. Þótt furðulegt megi teljast, er saga skólans hvergi til á prenti, og háði það mjög við öflun heimilda. Við ritun greinarinnar hefur þvT verið stuðzt við sundurlausa þætti úr sögu skólans, og einnig hafa gömul Skólablöð verið höfð til hliðsjónar. Menntaskólinn eða Lærði skólinn T ReykjavTk er T rauninni arftaki skólanna á Hólum og T Skálholti, sem stofnaðir voru 1552. Báðir voru skólar þessir lagðir niður um aldamótin 1800, Skal- holtsskóli 1785 og Hólaskóli 1801, en T staðinn stofnaður skóli T ReykjavTk 1787, Hólavallaskóli. Árið 1804 var kennsla lögð niður T Hólavallaskóla, enda var skólahúsið þá svo hrörlegt, að eigi þótti fært að kenna T þvT. Veturinn 1804-1805 var hvergi rek- inn opinber skóli á fslandi. Með kon- ungsbréfi frá 14. september 1804 var stiftamtmanni og biskupi falið að finna

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.