Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 12

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 12
- 160 - konungs níunda 8. april 1867 var haldinn fyrsti dansleikur í sögu skolans. Var boðið til nálega öllum "heldri manna yngismeyjum" bæjarins og stóð dansleik- urinn til klukkan 8 að morgni næsta dags. Upp frá JdvÍ var svonefnd skólahátið mesta hatáð ársins, en hún var haldin á afmælisdegi konungs. Þá var efnt til veglegrar veizlu og danssamkomu í skól- anum. Skólasveinar hlökkuðu mjög til þessa dags og þá ekki siður yngismeyjar bæjarins, sem boðið var á dansleikinn, er haldinn var í hátáðasal skólans. Á Langalofti voru veitingar bornar fram og þar komu boðsgestir saman, kennar- ar, stiftsyfirvöld og aðrir embættis- menn báejarins, svo og þeir skólapiltar, sem ekki tóku þátt í dansinum. Var þar setið að sumbli og skeggrætt. Þetta var eini dagur ársins, sem leyfilegt var að fara með vín í skólanum og eigi vítt, þótt á piltum sæi. Þeir piltar, sem ekki tóku þátt í dansinum, en sátu aðeins veizluna, voru kallaðir "rallistar", en hinir "ballistar", er sóttu hvort tveggja. ÞÓttu dansleikir þessir svipmestu dans- leikir bæjarins fyrir aldamót. Eigi er unnt að fjalla um sögu skól- ans, án þess að geta að einhverju hins glæsilega þáttar hans í þróun íslenzkrar leiklistar. Sjónleikir höfðu verið sýndir i Hólavallaskólá fyrir aldamót 1800, en eftir að skólinn fluttist til Bessastaða 1805, var ekki um reglulegar leiksýning- ar að ræða í Reykjavík um árabil. Eftir að skólinn var aftur kominn til Reykjavíkur ásettu skólapiltar sér fljót- lega að efna til sjónleikahalds í skólan- um, og á jólum 1847 og aftur 1849 sýndu þeir á Langalofti boðsgestum sih- um tvo gleðileika Holbergs, sem áður hafði verið snúið á islenzku. Með þessum leiksýningum má telja, að leiklistin komist fyrst verulega á rek- spöl i Reykjavik, þvi að upp frá þessu er aldrei hörgull á ungum mönnum, sem tekið hafa ástfóstri við leiklistina eða tamið sér hana að nokkru i skóla. Áhugi á leikstarfsemi virðist þo nokkuð misjafn innan skólans allt til arsins 1922, en siðan hefur Menntaskólinn stað- ið að leiksýningu á hverju ári að tveim- ur árum undanteknum, 1926 og 1941. Árið 1886 fengu stúlkur jafnan rétt og piltar til þess að sækja skólann. En á árunum 1886-1904 voru aðeins 3 stúlkur i skólanum, og af þeim tók aðeins ein próf, en var þó utanskóla. Fyrsti islenzki kvenstúdentinn braut- skráðist úr skólanum vorið 1910. Var það Laufey Valdemarsdóttir. Þótti það að vonum mikil djörfung af ungri stúlku að setjast i skóla innan um eintóma karla. En Laufey leysti þetta erfiða hlutverk af hendi með hinni mestu prýði. Fjölgaði stúlkum brátt i skólanum, og vorið 1944 útskrifast fyrsti kvennabekk- ur skólans. Ný reglugerð var gefin út fyrir skól- ann 9. september 1904 með viðaukum og prófreglugerðum 1907, 1908 og 1910. Reglugerð þessi var samin af þeim Guð- mundi Finnbogasyni, siðar landsbóka- verði, og jóni Magnússyni, siðar ráð- herra. Reglugerðin var róttækasta reglugerð, sem skólanum hefur verið sett. Honum var nú skipt i tvær deildir, þriggja ara gagnfræðadeild og i fram- haldi hennar kom siðar þriggja ára lær- dómsdeild. Kennsla i grisku var með öllu afnumin, en minnkuð stórlega i latinu, sem nú var aðeins kennd i lær- dómsdeild. Aftur á móti var kennsla aukin mjög i nýju málunum, náttúruvis- indum og stærðfræði. Árið 1919 var stofnuð stærðfræðideild, hliðstæð mála- deild. Árið 1937 kom út reglugerð þar sem svo er kveðið á, að skólinn skuli vera fjögurra vetra menntaskóli og einn- ig skuli starfrækt við skólann tveggja ára gagnfræðadeild með óskiptum bekkj- um. Samkvæmt lögum frá 1945 er gagn- fræðadeild skilin frá skólanum. Inntöku- próf var afnumið, en ákveðin lágmarks- einkunn á svonefndu landsprófi varð inn- tökuskilyrði. Árið 1917 stofnuðu nemendur í gagn- fræðadeild málfundafélagið Fjölni. Starfaði það af miklum krafti samhliða malfundafélagi lærdómsdeildarinnar, Framtiðinni, en lognaðist eðlilega út af, er gagnfræðadeildin var skilin frá skól- anum. Haustið 1937 var hafizt handa um by§ÍÚngu skólasels og unnið að henni af kappi um veturinn, þannig að selið varð í'buðarhæft að vori. Frh. á bls. 165.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.