Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 12
- 160 - konungs níunda 8. april 1867 var haldinn fyrsti dansleikur í sögu skolans. Var boðið til nálega öllum "heldri manna yngismeyjum" bæjarins og stóð dansleik- urinn til klukkan 8 að morgni næsta dags. Upp frá JdvÍ var svonefnd skólahátið mesta hatáð ársins, en hún var haldin á afmælisdegi konungs. Þá var efnt til veglegrar veizlu og danssamkomu í skól- anum. Skólasveinar hlökkuðu mjög til þessa dags og þá ekki siður yngismeyjar bæjarins, sem boðið var á dansleikinn, er haldinn var í hátáðasal skólans. Á Langalofti voru veitingar bornar fram og þar komu boðsgestir saman, kennar- ar, stiftsyfirvöld og aðrir embættis- menn báejarins, svo og þeir skólapiltar, sem ekki tóku þátt í dansinum. Var þar setið að sumbli og skeggrætt. Þetta var eini dagur ársins, sem leyfilegt var að fara með vín í skólanum og eigi vítt, þótt á piltum sæi. Þeir piltar, sem ekki tóku þátt í dansinum, en sátu aðeins veizluna, voru kallaðir "rallistar", en hinir "ballistar", er sóttu hvort tveggja. ÞÓttu dansleikir þessir svipmestu dans- leikir bæjarins fyrir aldamót. Eigi er unnt að fjalla um sögu skól- ans, án þess að geta að einhverju hins glæsilega þáttar hans í þróun íslenzkrar leiklistar. Sjónleikir höfðu verið sýndir i Hólavallaskólá fyrir aldamót 1800, en eftir að skólinn fluttist til Bessastaða 1805, var ekki um reglulegar leiksýning- ar að ræða í Reykjavík um árabil. Eftir að skólinn var aftur kominn til Reykjavíkur ásettu skólapiltar sér fljót- lega að efna til sjónleikahalds í skólan- um, og á jólum 1847 og aftur 1849 sýndu þeir á Langalofti boðsgestum sih- um tvo gleðileika Holbergs, sem áður hafði verið snúið á islenzku. Með þessum leiksýningum má telja, að leiklistin komist fyrst verulega á rek- spöl i Reykjavik, þvi að upp frá þessu er aldrei hörgull á ungum mönnum, sem tekið hafa ástfóstri við leiklistina eða tamið sér hana að nokkru i skóla. Áhugi á leikstarfsemi virðist þo nokkuð misjafn innan skólans allt til arsins 1922, en siðan hefur Menntaskólinn stað- ið að leiksýningu á hverju ári að tveim- ur árum undanteknum, 1926 og 1941. Árið 1886 fengu stúlkur jafnan rétt og piltar til þess að sækja skólann. En á árunum 1886-1904 voru aðeins 3 stúlkur i skólanum, og af þeim tók aðeins ein próf, en var þó utanskóla. Fyrsti islenzki kvenstúdentinn braut- skráðist úr skólanum vorið 1910. Var það Laufey Valdemarsdóttir. Þótti það að vonum mikil djörfung af ungri stúlku að setjast i skóla innan um eintóma karla. En Laufey leysti þetta erfiða hlutverk af hendi með hinni mestu prýði. Fjölgaði stúlkum brátt i skólanum, og vorið 1944 útskrifast fyrsti kvennabekk- ur skólans. Ný reglugerð var gefin út fyrir skól- ann 9. september 1904 með viðaukum og prófreglugerðum 1907, 1908 og 1910. Reglugerð þessi var samin af þeim Guð- mundi Finnbogasyni, siðar landsbóka- verði, og jóni Magnússyni, siðar ráð- herra. Reglugerðin var róttækasta reglugerð, sem skólanum hefur verið sett. Honum var nú skipt i tvær deildir, þriggja ara gagnfræðadeild og i fram- haldi hennar kom siðar þriggja ára lær- dómsdeild. Kennsla i grisku var með öllu afnumin, en minnkuð stórlega i latinu, sem nú var aðeins kennd i lær- dómsdeild. Aftur á móti var kennsla aukin mjög i nýju málunum, náttúruvis- indum og stærðfræði. Árið 1919 var stofnuð stærðfræðideild, hliðstæð mála- deild. Árið 1937 kom út reglugerð þar sem svo er kveðið á, að skólinn skuli vera fjögurra vetra menntaskóli og einn- ig skuli starfrækt við skólann tveggja ára gagnfræðadeild með óskiptum bekkj- um. Samkvæmt lögum frá 1945 er gagn- fræðadeild skilin frá skólanum. Inntöku- próf var afnumið, en ákveðin lágmarks- einkunn á svonefndu landsprófi varð inn- tökuskilyrði. Árið 1917 stofnuðu nemendur í gagn- fræðadeild málfundafélagið Fjölni. Starfaði það af miklum krafti samhliða malfundafélagi lærdómsdeildarinnar, Framtiðinni, en lognaðist eðlilega út af, er gagnfræðadeildin var skilin frá skól- anum. Haustið 1937 var hafizt handa um by§ÍÚngu skólasels og unnið að henni af kappi um veturinn, þannig að selið varð í'buðarhæft að vori. Frh. á bls. 165.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.