Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1966, Page 18

Skólablaðið - 01.04.1966, Page 18
- 166 - Skóiaflnþir HÉR verður rætt nokkuð um skóla- fundi, fyrirkomulag þeirra og undirbún- ing. Fyrst ber að nefna, að skólafundir eru auglýstir á algjörlega ófullnægjandi hátt. Er það gert með vélrituðum snepli, sem settur er í glerkassa Skóla- felagsins ásamt erlendum sendibréfum, tapað-fundið tilkynningum og öðru glingri. Þarf þvi að grýna 1 kassann hátt og lágt á hverjum degi til þess að hafa spurnir af væntanlegum skólafundum. Ég held, að forráðamenn Skólafélagsins gætu margt lært af auglýsingaaðferðum Fram- tíðarinnar, en þær eru til fyrirmyndar. Sem kunnugt er, eru skólafundir haldnir a Sal, 1 húsakynnum, sem taka með sæmilegu móti 1/4 hluta nemenda. Auk þess er lögun salarins fremur ó- þægileg til slúkra fundahalda. Skólafund- ir eru haldnir fyrir hádegi, á tíma, sem haganlegastur er fyrir eldribekkinga. Telja verður mjög erfitt fyrir 3. bekk og 4. bekk stærðfræðideildar að sækja skólafundi á umræddum tíma, nema lær- dómur fari mjög í handaskolum. Er 3. bekkin^ar setjast hér í skóla á haustin, öllum okunnugir og utan gátta, þá hlýtur það að vera æskilegt, að þeir kynnist þegar skóla og skóla - lííi, til þess að þeir geti sem fyrst tek- ið þátt í félagsstörfum innan skólans. Skólafundir hafa æðsta úrskurðarvald í öllum málum nemenda. Það er þvf æskilegt, að 3. bekkingar kynnist skóla- fundum sem fyrst. En nú er það svo, sem fyrr er sagt, að skólafundir eru haldnir á morgnana, þegar 3. bekkingar eru að læra. Menn, sem fara í 4. bekk stæ. úr 3. bekk, geta staðið eins og dá- leiddar hænur, þegar komið er í 5. bekk, og sagt sem svo, þegar gefið er frú vegna skólafundar - "Skólafundur, hvað er nú það ? Ætlar rektor að tala? 11 - Og það er annar ókostur við að hafa skólafundi á morgnana. Þeir geta aldrei staðið lengur en 45-50 mínútur, þar eð þeir eru háðir tímatakmörkunum rektors. Og svo eru menn að tala um að vera sem minnst háðir rektor og kennurum! Yfirleitt er það svo, að menn þurfa ákveðinn aðlögunartíma til þess að komast í hið: rétta fundarskap. Án þessarrar stemningar verða fundir sundurlausir og leiðinlegir, lítið um fjörugar umræður. Þessari stemningu er yfirleitt ekki náð fyrr en 1 lok skóla- funda, en þá má ekki halda áfram, skyldan kallar. Einnig er það svo, að menn, sem langar til að leggja orð í belg, verða að hafa einhvern umhugs- unartíma, áður en þeir fara upp í pontu að ausa af sínumvizkubrunni. Þessi þrjú kortér eru þvf algjörlega ófullnægj- andi. Þeir, sem hefðu ef til vill komið upp og talað, ef fundurinn hefði verið aðeins lengri, gera það ekki, og menn minnast þess eins eftir fundinn, að hann var hundleiðinlegur. Afleiðinga þessa þrönga stakks, sem skólafundum er skorinn, er ekki langt að leita. Aðsóknarlágmark nemenda að skólafund- um, svo löglegir séu, er lækkað niður í aðeins 10%, og samt dugir það ekki til. Nemendur sækja ekki skólafundi og þeir verða ólöglegir. Heyrzt hafa raddir manna, er segja sem svo, að þetta sé allt í lagi, þar eð áhugi sé mjög líítill meðal nemenda á skólafundum, og einkum eigi þetta við siðdegisbekki. Við þessa menn vildi ég segja þetta: Meðan skólafundir eru ekki auglýstir á viðunandi hátt ; meðan skólafundir eru haldnir á loftlausum og þröngum Sal; meðan skólafundum eru skammtaðar 45-50 mín. eins og skítur úr hnefa; meðan skólafundir eru haldn- ir um og fyrir hádegi, á aðalheima- námstima helmings nemenda; meðan Frh. á bls. 193.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.