Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1966, Síða 37

Skólablaðið - 01.04.1966, Síða 37
185 - Hugleiðing Hvað er heimurinn? Heimur minn, heimur þinn. Serhver maður á sinn heim, sfna veröld. Rrkur maður, fátaek- ur vesalingur, kennari, nemandi. Öllum leiðist fánýtur, ómerkilegur hvers- dagsleikinn, lifsstritið og veraldarvafstr- ið. Allir eru ómerkilegir, enginn er sannur maður. Serhver hugsar aðeins um sjálfan sig, er sjálfum sér næstur. Náunginn. Hann lætur sér í léttu rúmi liggja örlög allra, nema sjálfs sín. Ef hann lifir góðu lifi, þjáist ekki af neinu, þá er allt eins og það á að vera. Þér er alveg sama, þótt hús nágrannans standi í ljésum logum, ef það sakar þitt ekki. Þér er sama, þótt sessunautur þinn gati, ef þú gatar ekki sjálfur. Þér er sama, þótt ósanngjarn kennari níðist að ófyrirsynju á bekkjarbróður þínum, ef hann aðeins lætur þig 1 friði. Öllum er sama um allt og alla nema sína eigin ómerkilegu persónu. Kröfur. Þú leyfir þér að gera kröfur til allra. Þú krefst. Ja, þetta gat ég, hvers vegna getur þú ekki? Ég krefst. Hvers krefst ég? Einskis. Þótt ég hafi lært lítið á mfnu stutta æviskeiði, þá hef ég þó lært það, að kröfur til annarra manna mega sín lítils, þegar ég uppfylli ekki þær kröfur, sem ég geri til sjálfs mín. Eina sanngjarna krafa náungans er sú, að honum sé sýnd kurteisi og virðing, og framar öllu öðru, að hann fái að vera 1 friði, fari hann með friði. Ævitíminn. Tíminn lúður hratt í þessum heimi. Ævi manna er misjafnlega löng, misjafnlega stutt. Þegar þú, sem ert kominn á efri ár, ef þér auðnast það, lítur yfir farinn veg, þá fyrst sérð þú, hversu þú hefur sóað og eytt þvf, sem menn kalla lff. En vinur, þá er orðið of seint að sjá og skilja. Þá eru allar hugsjónir dauðar, allur máttur til alls þrotinn. Þér var gefið líf til að láta gott af þér leiða hér á jörðu. ÞÚ áttir að standa fyrir stórfelldum breytingum, framkvæmdum og þjóðfé- lagsumbótum fyrir þjóð þina og um leið allt mannkyn. En hvað hefur þú verið? Ekkert. Bílstjóri, skrifstofumaður, kennari, verkamaður o. s.frv. Menn, sem gera ekkert, eru ekkert. Menn, sem aðeins sinna sfnu starfi, sinnulaus vinnulýður. Hver einasti dagur er sama sagan. Vakna, vinna, borða, vinna, sofa til að geta vaknað morguninn eftir til að vinna, borða, sofa. Menn, sem berast með fjöldanum, hafa ekki þrek til að stríða á móti straumnum. Menn, sem halda sér saman alla sfna tíð, og þegar 'þeir kveðja þessa dásamlegu veröld, þá er enginn neinu nær. Þeirra skarð er ekki stórt og nóg af viljalausum vinnu- dýrum til að fylla það. Dauðinn, T rauninni er það miklu frem- ur mannsæmandi að deyja eðlilegum dauðdaga ungur, þvf að þá hugsar lýður- inn. "Agalegt, þegar svona ungur mað- ur deyr. Hverju! hefði hann ekki áork- að með þessar lika gáfur og fram- kvæmdaþrek. " Berum saman einhvern karlfausk, sem lognast loks útaf eftir margra ára dauðadans. Þá segir lýður- inn: " Jæja, þá er hann nú loksins dauður, hann mátti nú fara að missa sig. " Hvað það er að deyja, vita engir, eða fáir. Og enginn hefur verið svo hugul- samur að senda til þessa rotna heims Frh. á bls. 204.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.