Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 42

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 42
190 - mínir, að menn eigi að rasa út, meðan þeir eru ungir og enginn tekur nokkuð mark a þvx’, sem þeir gera. Það á að nota þennan æskutíma til að skemmta ser og taka líifinu síban með ró á full- orðinsarum. Hugsið ykkur t. d. , að virðulegir menn, sem iðka bindindi á æskuárum sinum, komist svo allt 1 einu, sem virðulegir og ráðsettir borgarar, i kast við áfengið, og þá kemur i ljós, að þeir eru óðir með víni. já, piltar, það væri ömurlegt. - Hvað viltu nú segja okkur, sem gamall stjórnmálaskörungur i Mennta- skólanum um álit þitt á stjórnmálum á íslandi, t. d. hvað um Alþingi? - Það er margsannað mál, að á þeirri virðulegu samkundu eiga nú ekki aðrir sæti en ómerkilegir meðalmenn. Eitt sáðasta stórmennið á Alþingi var ólafur Thors, enda var hann frændi minn. Alþingi Islands nú er ekkert ann- að en eins konar saumaklúbbur, kjafta- samkunda, þar sem öll mál hafa verið til lykta leidd, áður en þau eru tekin til umræðu. Svo ræður flokkatogstreitan þar öllu; nefndasetur eru einungis bitl- ingaembætti, og er þvú varla við góðu að búast frá hendi nefndanna og þeim, sem þar sitja. - Kemst þá yfirleitt nokkur áfram, sem ekki hefur látið ánetjast einhverjum voldugum stjórnmálaflokki ? - Nei, eiginlega ekki, sá, sem ekki vill selja sál sína dýrt, á yfir ákaflega torfæran veg að sækja. Litlausir menn skrimta sæmilega af. Þeir fljóta áfram, litlausir smáborgarar, allt sitt líf. Ég er þvi algjörlega meðfylgjandi, að alls staðar verði tekin upp einmenningskjör- dæmi, þá myndu menn ekki geta flotið áfram i stjórnmálum út á einhverja flokksvel, sem malar fyrir þá. T. d. hór i Reykjavík - Reykvíkingar vilja ef til vill fá á þing efsta mann á listum flokk- anna, en ég efast stórlega um, að nokk- ur hafi áhuga á mörgum hinna, sem skipa önnur sæti listans. Þar eru mest hæfileikasnauðar lufsur, sem fæstum eru til gagns. - En hvað viltu þá segja um snobbið á Islandi? segjum við og horfum i átt til alnafnanna á móti okkur. - Yfir þann eldri hefur færzt ró og kyrrð, en i hin- um yngri ólgar ennþá glóð umbótamanns- ins, sem öllu vill bylta við. - Snobb er mjög gott. Það á að ýta undir snobb eins og unnt er, - snobb hefur orðið og er íslenzkri menningu til ómetanlegs gagns. Islenzkum málurun- um i dag, er t. d. haldið uppi af bíla- sölum og heildsölum. Og ef litið er aft- ur til sögunnar. Dróttkvæðaskáldunum var haldið uppi af snobbi Noregskonunga. Konungar 1 Noregi hafa ekkert frekar þá en nú haft hundsvit á skáldskap. Það á að ýta undir, að ríkt fólk sé snobbað. Það hefur yfirleitt lítið vit á listum, ja, það mætti skjóta þvl hér inn, að ég tel vafasamt að rikt fólk á Islandi hafi nokkuð vit, og á meðan það er snobbað, fer menningin varla á vonarvöl á Is- landi. Það snobb, sem ég er mótfall- inn, er snobb niður á við, bíítlar og káboj-della o. sl. - Lestu mikið Jón? - Eiginlega má segja, að ég sé alltaf sílesandi. - Uppáhaldshöfundar ? Jón lítur nú yfir þéttsetnar bókahill- ur sínar, og telur upp nokkur nöfn af handahófi. - Ja, annars þýðir þetta ekki neitt, þetta yrði bara upptalning, slepptu þessu alveg með uppáhaldshöfundana. Við rekum nú augun i litla mynd af Jesúbarninuijötunni - i ramma myndar- innar af Jóni Sívertsen, forseta. - Ertu trúaður? - Það er i sjálfu sér eitt, hvort Guð er til, og annað að trúa.á hann. Ég hef þetta eins og Egill. En ef Guð er til, vil ég hafa gott samband við hann. Ég er t. d. fermdur eins og allir kristilegir unglingar hér i landi. En það var ein- ungis vegna gjafanna. En aftur á móti er ég geysilega hjátrúarfullur, geng aldrei undir stiga eða þar sem ég sé svartan kött framundan. Svo er ég mjög berdreyminn. Mig dreymir yfir- leitt fyrir öllum óþægilegum atburðum og bý mig súðan undir að taka þvf, sem að höndum ber. - En hvað með drauga og huldar vættir ? - Mér þykir leitt, að það er verið að reyna að útrýma draugatrú. Hún er Frh. á bls. 203.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.