Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1966, Qupperneq 44

Skólablaðið - 01.04.1966, Qupperneq 44
- 192 - BLEKSLETTUR, frh. ÞAÐ vorar vel þessa dagana og vafa- líítið er kominn vorhugur í alla. Minn vorhugur er þannig, að ég vil helzt að prófunum sé lokið ( með sæmilegum arangri ). Ég held að flestir séu mér sammala, að vorveðráttan sé sízt lækn- andi fyrir hinn svonefnda námsleiða, sem hrjáir marga hér 1 skéla að meira eða minna leyti. Það er andlega niðurdrep- andi að vera t. d. að lesa fyrir prof 1 solskini og blíðskaparveðri, eins og er svo oft hér á vorin og í byrjun sumars. Gott vor og sumarveður hefur þau áhrif á mig, að ég vil helzt vera frjáls eins og fuglinn fljugandi og fá að ganga um í hinni fallegu íslenzku náttúru, skoð- andi landslagið. Mér finnst ekkert fall- egra heldur en fsland 1 góðviðri. En þott það vori nú vel á Tslandi og ef til vill einnig 1 hugum okkar, þá vor- ar illa hjá friðarvon mannkyns. Og meðal helztu vorhreta þar er strúðið 1 Vietnam. Blöðin bera okkur fréttir það- an og ekki er hægt að komast hjá að finna, að fréttaflutningur þeirra 1 þessu máli er mjög hlutdrægur. Það er aug- ljost, að þau vilja láta menn taka af- stöðu með öðrum hvorum styrjaldar- aðilanum. Þegar ég tek afstöðu til einhverra mála, þá hafa áður leitað á mig spurn- ingar, hvaða afstaða geti verið réttust. Blöðin stilla obeint upp fyrir okkur spurningu., . sem gæti verið eitthvað á þessa leið : Ertu hlynntur Bandarikja- mönnum 1 Vietnam eða kommúnistum? Og þau svara sjálf, t. d. vertu hlynnt- ur Bandarúkjamönnum x Vietnam, af þvú að þeir berjast gegn kommúnistum eða vertu hlynntur kommúnistum vegna þess að þeir eru þjóðin. Slikar spurningar og svör gera hins vegar einfalt mál flók- ið. Svar mitt við spurningunni, finnst þér strfð réttlætanlegt, verður : strúð er aldrei réttlætanlegt, að minnsta kosti ekki frá siðfræðilegu sjónarmiði. Þetta svar hefur þar af leiðandi losað mig undan að svara með hvorum styrjaldar- aðilanum ég haldi, vegna þess að það felur 1 sér, að ég er á móti striði og öllu, sem því viðkemur. Frá upphafi veraldar sögunnar hafa öll stórveldi, held ég ég megi fullyrða, orsakað styrjaldir. Og vegna þess, að ég hef andstyggð á styrjöldum, þá hef ég líka andstyggð á stórveldum, t. d.eins og Bandaríkjunum, Alþýðulýðveldinu Kína og Ráðstjórnarríkjunum og mörgum, mörgum fleirum, sem of langt mál væri að telja upp. Ef til vill er öllum ekki ljóst, hvers vegna strúð eru óæskileg. En það er vegna þess, að 1 þeim eru brotin öll helztu siðaboð siðmenntaðs mannfélags, svo sem sést af þvú, að manndráp ( morð ) eru stunduð 1 þeim 1 stórum stfl, ennfremur verður eignaeyðilegging of gífurleg og ýmiss önnur ósvinna. Strúð leiða þess vegna af sér viður- styggilegt siðleysi. Það yrði of langt mál að lýsa þessu styrjaldarsiðleysi hér, enda vona ég, að þetta geri mönnum ljóst, hvað styrjaldir eru, ef þeim hefur ekki verið það ljóst áður. Úr þvi ég er farinn að ræða um það, sem viðkemur styrjöldum, þá væri ekki úr vegi að minnast örlítið á bandariska hermannasjónvarpið hér á landi, 1 hverju margir háskalegir hlutir og at- burðir eru sýndir. Ég er einn þeirra lánsömu, að áliti sjónvarpsunnenda, af þvi að ég hef horft dálítið á sjónvarpið, en það sýnir vikulega nokkrar striðs- myndir ásamt öðrum morðþáttum. Sérstaklega þótti mér athyglisvert, að strí’ðsmyndirnar eða öllu heldur ætti að kalla þær strfðsæsingamyndir, innihéldu áróður, sem réttlætti og dásamaði styrj- aldir og þá vitaskuld siðleysi þeirra. Slíkur áróður er viðbjóðslegur 1 augm allra friðelskandi manna. Auk þess sem 1 þessu sjónvarpi úir og grúir af þátt- um með lélegum bandarúskum humor. Það eru ekki aðrir en börn og andlega sljóir fullorðnir menn, sem ekki fá á skömmum tíma leið á dátasjónvarpinu. Bágt eigum við fslendingar, að yfir tíú þúsund andlega sljó manntetur skuli vera í Reykjavík og nágrenni. Að lokum vildi ég láta í ljósi þá ósk, að hið væntanlega íslenzka sjónvarp verði miklu betra en dátasjónvarpið og fslenzkri menningu til framdráttar. JÓn Stefán Rafnsson.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.