Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 46

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 46
- 194 - B9LTIMG GÖTUR borgarinnar voru auÖar. Andlegir og veraldlegir flækingar biðu í þögn eftir heropi frelsisins, drunum frá fangelsismúrunum. Þessar drunur mundu tákna að ríki auðsins hafi gert skyldu sína við uppreisnargjarnan for- ingja alþýðunnar. Hugsjóna- og listamenn biðu 1 þolin- mæði eftir lausn smælingjanna undan klafa auðsins og hugðust koma á jafn- róttinu langþráða. Ævintýramenn og tækifærissinnar biðu vongóðir eftir nýrri spennu, nýjum ævin- týrum að segja frá. Allt varð að hafa sinn gang. f sórhverri byltingu er einhver innsti kjarni, eitthvað, sem stjórnar. Salurinn gat varla tekið fleiri menn. Öll borð, allir stólar, gluggakistur, kassar og gólfið, allt var þóttsetið fólki, kúguðum múg, sem fannst það hafa sama rótt og hitt fólkið. Það hafði farið að heiman um kvöldið með búrhnífinn undir beltinu til að bylta hinni óróttlátu stjórn auðmanna, eða falla að öðrum kosti. Það sat hljótt og beið eftir fyrirmælum, þvú á þessum nýjustu og verstu tímum varð allt að vera skipulagt. Undirforinginn, hægri hönd þess dauða- dæmda, sat þungt hugsi yfir bjórglasinu. Þannig hafði hann setið allt kvöldið og horft á froðuna, eins og hún hefði eitt- hvað breytzt frá því* síðast. Óþreyju- fullir byltingasinnar gutu til hans horn- auga i von um að eitthvað færi að bóla á byltingarræðunni. Langkúgað almúga- fólkið lét huga sinn flytja samúðarkveðj- ur til deyjandi foringjans og syrgði að geta ekki dustað köngulóna af skó þessa púslarvottar frelsisins, þar sem hann lá einhvers staðar, lokaður djúpt í dýflissu auðsins. Horaður og útslitinn mannræfill var að opna gluggann þegar fyrsta drun- an kvað við. Óróagustur færðist, eins og bárur á lognvatn, yfir mannfjöldann. Einhver sagði : "Þá er sú von- in úti. " Annar sagði : "Þeir hafa drep- ið hann. " Kona 1 hópnum : "Guð veri sálu hans náðugur." Enn einn maður: "Helvítis böðlarnir, óg gæti. ..." Undirforinginn reis hægt á fætur. Allt varð hljótt. "Kæru fólagar, foringi okkar er fall- inn, og hér stend óg. Hinir hræddu auðmenn þessa lands hafa myrt hinn ást- sæla foringja okkar, og hans vegna bið ég ykkur að bífea andartak. Þegar eg kom hingað inn fann óg að bylting var í nánd, og óg ætlaði að leiða ykkur til sigurs gegn kúgurum okkar og koma á réttlæti, svo að allir gætu verið ánægðir. Og óg hugsaði, og hugsun mín beindist ósjálfrátt að spurningunni : hvernig ber að refsa glæpamönnum? Hafa auðkýfing- arnir minni rétt til að lifa en við hinir? Hugur minn gaf játandi svar, og eg spurði áfram: og af hverju? Er það vegna þess að þeir hafa haft það svo gott, að þeir eigi skilið að deyja? Er það vegna þess, að þeir hafa kúgað okk- ur hin, og kúgum við ekki hvert annað. Kæru fólagar, enginn okkar er fær um að stjórna eftir byltinguna, og þó svo réttlátur maður fyndist, þá er enginn okkar hinna fær um að hlýða honum. Bylting er nauðsynleg, það veit óg, en sú eina bylting, sem rótt er og heiðar- leg kemur innan frá. En er þá hægt að breyta manninum svo mikið ? Það veit enginn, en okkur ber öllum skylda til að reyna, þótt vegur vor sé bugðóttur, og við sjáum ekki nema fram á næstu beygju, megum við ekki snúa við. Hvar er vítið, sem varast ber? Við vitum öll, og köllum það ruddaskap, að það er dýrslegt að slást um matinn, en erum við ekki einmitt að slást um eins konar mat, þegar við setjum á stað byltingu, eða að minnsta kosti verður útkoman sú

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.