Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1966, Page 47

Skólablaðið - 01.04.1966, Page 47
- 195 - eftir allt saman. Ef til vill er það ann- ar hlutur, engu að síður dýrslegur, sem rekur okkur út í byltingu. Það er hefnd- in. Okkur hefur verið kennt, að við eig- um ekki að hefna okkar, en það heitir ekki hefnd að verja sjálfsvirðingu síha, að berja frá sér, ef ráðist ér á mann. Sem sagt þú mátt, -- nei, þú átt að vera dýr ef hinir hafa sýnt dýrseðlið á undan. Það kvað líka vera fallegt að gera náunganum gott, en aðal atriðið er samt að bjarga sjálfum sér, eða þannig hef ég að minnsta kosti lært mína lexíú. Ég er ekki heigull, og ég vildi svo gjarnan standa við hlið ykkar 1 bardag- anum, en ég sé ekki að hvorki þið né ég hafi neinn rétt til þessarar byltingar. Foringi okkar, höfuð, stoð og stytta hefur verið drepinn af auðvaldinu, en þé auð- valdið sýni okkur dýrseðli sitt, þá sýn- um við ekki okkar dýrseðli. Við erum að reyna að vera menn og vitum, að jafnvel þo auðvaldið ætti það skilið að vera tortímt, þá erum við menn. Hvað hefði foringinn viljað annað en að við héldum áfram starfi hans, núna þegar við sjáum fyrst árangur, jafnvel þó hann sé neikvæður í bili. Kæru félagar, við hefjum enga bylt- ingu, við höldum áfram......." "Helvítis auðvaldstikurnar hafa gleypt hann, svo hann smiti ekki frá sér. " Skothvellur kveður við og undirfor- inginn hnígur hægt niður á gólfið. "Sýnum nú auðvaldshundunum, að þeir hafi engan rétt til að kúga okkur, sýnum þeim, að við virtum foringja okkar og við vitum hvað réttlæti er. Fylgið mér ! Byltingin er hafin! " Blóðþyrstur múgurinn streymir um göturnar. Allir þeir sem eitthvað eiga eru brenndir, lifandi eða dauðir í húsum sfn- um. Landherinn, óttasleginn og ráðvilltur, reynir að verja böðlana, sem drápu foringjann. Það er verið að nauðga dóttur borg- arstjórans á almenningskamrinum. Höfuð undirforingjans liggur 1 kjöltu ungrar stúlku. Undirforinginn hvíslar með skelfingu: "Dí’sa, þannig er þetta, nú fann ég, að ég gat ekki stjórnað þeim, ég er ekki nógu vitur, og ég get ekki unnið gegn samvizku minni, mér fannst hún ekki rétt, þetta var bezta leiðin, að segja þeim sannleikann, hann er beizkastur, meira get ég ekki gert. Ó -- Dúsa, allt gengur 1 hring og kemur aftur, ein- hverntíma , ó -- segðu þeim næstu sannleikann strax, svo að þeir finni réttu leiðina. ó, Dísa, ekki gráta, þú veizt að ég elskaði þig ekki nóg, annars hefði ég flúið. ó - Dxsa. . . " Höfuð hans féll máttlaust niður i kjöltu hennar. Ásmundur Þorbergsson.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.