Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 51

Skólablaðið - 01.04.1966, Side 51
- 199 - Algernon : I don't know that l'm much interested in your family life-Lane. Lane : No, sir; it is not a very interesting subject. I never think of it myself......" ) Einn er þó ókostur verksins, ef ókost skyldi kalla, að til þess að njóta anda- giftar Wildes til fullnustu er enskukunn- átta skilyrði. Orðaleikirnir eru oftlega rammskorðaðir við brezka staðhætti og sjálfan titil leiksins er aðeins unnt að þýða til hálfs. - Við lauslegan saman- burð textanna virðist þýðand inn, Bjarni Guðmunds s on, hafa komizt eins nálægt meiningunni og kostur er, en málið einí- att ólíkt ris- lægra 1 þýð- ingunni ; t. d. samræður fröken Prisms og sera Chasubles 1 öðrum þætti (:...... Miss Prism : ... I spoke horticulturally My metaphor was drawn from the fruits. ..." :". . . . Ég talaði 1 garðyrkjulí’kingum og tók samlíkingu af ávöxtum......." ; Chasuble : ... Dear Mr. Worthing, I trust this garb of woe doesn’t betoken some terrible calamity. . . ? "; ", . . Ég vona að þessi sorgarbúningur tákni ekki neinar voðafréttir, herra Worthing. . . ? " ). Hvað um það virtust leikhúsgestir á dögunum skemmta sór hið bezta og má af því” álykta, að flestir brandarar hafi komizt til skila. Pétur LÚðvigsson innti hlutverk sitt um það bil hnökralaust af hendi. Ég er bara hræddur um, að þar sé réttur maður á röngum stað. Sú hugmynd, sem fæst um útlit og innri mann Johns Worthings eftir lestur verksins, er 1 flestu mjög frábrugðin túlkun Peturs. Sama máli gegnir um Þórhall Sigurðs- son 1 gervi Algernons Moncrieffs. - Vera má, að fyrri hlutverk þeirra félaga sitji enn það fast í þeim, að erfiðleikum sé bundið að breyta til. Að minnsta kosti brauzt Henrik, þjónn- inn 1 leikriti Holbergs, hvarvetna fram í látbragði Algernons. X stað brezka séntilmannsins freistaðist Algy til að fetta sig og bretta, reka upp skræki og stökkva yfir hvað, sem fyrir varð, ef svo bar undir. Vissulega tóku áhorf- endur Þor- halli og Pétri vel, hvað þeir lúka áttu fyllilega skilið, en heldur hefði ég kosið, að þeir hefðu fylgt formúlunni um virðu- lega og stíifa aðalsmenn. Gervi þeirra voru allajafna góð, þó minnti Pétur mig helzt á skátaforingja í fyrsta þætti, en það er ekki hans sök. Kvenhlutverk voru öll vel túlkuð. Gunilla Skaptason i gervi Gwendolene samsvaraði fyrirframhugmyndum mín- um út í æsar. Hæfilega kaldlynd og snobbuð, utan við sig og elskuleg. - Halla Hauksdóttir sem Cecily enn- fremur mjög aðlaðandi. Þó var fram- sögn sums staðar nokkuð ábótavant hjá báðum. Lady Bracknell hefði tæplega getað fengið verðugri fulltrúa í Menntaskólan- um í Reykjavík en Ingudís Haraldsdótt- ur. Hlutverkið krefst mikils af leikar-

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.