Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Að þessu sinni verða sagðar helstu fréttir úr sveitinni frá vordögum til vetrarbyrjunar. Júní var fremur kaldur og þyrrkingslegur. Því var grasspretta á túnum yfirleitt lítil í byrjun júlí. Þá var góð heyskapartíð, en hún hélst fram yfir 20. júlí og náðist töluvert af góðum heyjum. Ur því var lítill þurrkur. Hey munu vera mikil en gæði misjöfn. Mestur hluti heyjanna er í rúllum. Heilsufar fólks hefur verið allgott nema einhver ódöngun í sumum á haustdögum. Af mennigarviðburðum má nefna að Karlakórinn Heimir í Skagafirði hélt söngskemmtun í Aratungu í júní og fengu færri aðgang en vildu. Þjóðhátíð var haldin 17. júní. Hún hófst með messu á Torfastöðum, félagar í Loga riðu þaðan í skrúðfylkingu í Reykholt, hátíðardagskrá var í Aratungu, skemmtun við sundlaugina og fleira. Um kvöldið var svo unglingadansleikur í Aratungu. Síðasta laugardag í júlí var fólki boðið að skoða skógræktina í Haukadal og kynnt aðstaða ferðafólks, sem þar er fyrir hendi. Sumartónleikar voru í Skálholti um helgar á miðju sumri með svipuðu sniði og undanfarin ár. I nóvember hélt kór Langholtskirkju tónleika í Aratungu. Jón Stefánsson stjómaði þar song bæði kórs og gesta. Helstu framkvæmdir eru bygging heilsugæslu- stöðvar í Laugarási. Hún á að verða fokheld fyrir áramót. Endurbygging Skálholtsvegar stendur yfir. Sprengt hefur verið fyrir vegi í gegnum Fótarholt norðan við Helgastaði og um 100 þúsund rúmmetrar af sandi verða teknir úr Hvítá við Þengilseyri til að byggja veginn úr. Verkinu á að ljúka næsta sumar. Ljósleiðari hefur verið lagður frá Laugarvatni í Ætli Hábrún sé kenncl við H-listann? jfíj- ‘^jAsakoti. Lc * úÍ.'Arnarholti, i Reykholt. Verið er að leggja kaldavatnsveitu að Holtakotum og Hjarðarlandi og í Eystri- Tungu upp að Kjarnholtum. Ibúðarhús eru í byggingu á Hábrún í Reykholtshverfi Efri Reykjum og í Lokið er byggingu fjárhúss í gróðurhúss í Hveratúni og skipasmíðastöð (vélageymslu) er verið að byggja á Miðhúsum. Grenjaskyttur unnu 6 tófugreni vor. Tvö vom í Úthlíðarhrauni, í Nátthaga á Haukadalsheiði, rútakletti í Hólahögum, í Hrossatungum á Tunguheiði og í ýgjarhólkotsfjalli var eitt á hverjum stað. Alls felldu skytturnar 8 fullorðin dýr og 24 yrðlinga. / Tungnaréttum haustið 1995. Margir ferðamenn hafa komið í sveitina í sumar. Ættarmót og fleiri slíkar samkomur hafa verið nokkrar í Aratungu, og gistir þá fólk gjaman á tjaldstæðinu í Reykholti og einnig í farfuglaheimilinu í Reykholtsskóla. Þessi starfsemi ásamt Reykholtslaug er rekin í einu lagi á vegum hreppsins. Bátasiglingar á Hvítá er vaxandi starfsemi og Hlíðalaug og Réttin í Úthlíð njóta vinsælda. Flestir gestir koma þó að Geysi, og er veitingastarfsemi þar umfangsmikil. Umfangsminni ferðamannaþjónusta er á nokkrum öðrum stöðum, svo sem á Galtalæk, í Kjarnholtum, í Brattholti, á Kjóastöðum 2, í Gistiheimilinu við Geysi, í Skálholtsskóla og á tjaldstæðinu við Laugartorg. Fjárleitir fóru fram með hefðbundnum hætti. Fyrsta leit stóð frá 6. til 12. september. Veður var gott alla dagana og einnig á Tungnaréttadag, 13. sept. Þar var mikið fjölmenni og gleði að vanda. Smalað var við Hlíðar 23. sept. Veður var óhagstætt til smölunar þennan dag, og kom fátt fé í Hlíðarétt. Eftirsafn var 23. og 24. sept. Þó tilkvaddir leitarmenn væru aðeins 6 var leitað inn í Þjófadali og Blánípuver, og byggðist svo víðtæk leit á að sjálfboðaliðar voru jafnmargir hinum og stundum fleiri. Veður var gott nema síðari hluta fyrri dagsins, en þá var dálítil snjókoma og slydda. Alls fundust 32 kindur, þar af 5 fyrir innan Hvítá. Þriðja leit fór fram 7. til 13. október. Veður var gott og fundust einar 19 kindur. Þar af voru 2 fyrir innan Hvítá og 5 vestan við Far. Rjúpnaskyttur fundu lamb frá Torfastöðum við Þjófafell undir lok október. Það var sótt á Hveravelli viku síðar. Jón í Gýgjarhólskoti og Valur á Gýgjahóli fengu nú í vetrarbyrjun viðurkenningu hjá Landgræðslu ríkisins fyrir uppgræðslu og gróðurvernd á jörðum sínum. Jón Sæmundur Kristinsson frá Brautarhóli, sem er nú til heimilis að Arvegi 8 Selfossi, bauð gestum til fagnaðar í Aratungu um miðjan nóvember í tilefni af fimmtugsafmæli sínu. Þar var fjölmenni og fögnuður. Hulda Guðjónsdóttir, fyrrum bóndi á Eiríksbakka, andaðist á Kumbaravogi í október. Hún var jörðuð í Skálholti. A. K. Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.