Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 27
Ættartala Jóns Gissurarsonar á Vatnsleysu Föðurættin er frá Noregsjörlum og mektarmönnum til Haukdælinga og þeirra afkomenda fram á vora daga. 1. Burr eða Börkur er konungur nefndur á Serklandi annó 3850 árum eftir heimsins sköpun. Hans son 2. Asa Oðinn konungur í Svíþjóð var fæddur rúmum 70 árum fyrir Krists burð, dó annó 3937. Hans son 3. Semingur Oðinsson. Hans son 4. Goðhjalli. Hans son 5. Sverðhjalli. H. son 6. Hoddbroddi. H son 7. Himinbikur. H. son 8. Veðurhjalli. H. son 9. Hávar. H. son 10. Goðgestur. H. son 11. Himingestur. H.son 12. Goðlaugur. H. son 13. Giltungur. H. son 14. Meindill. H. son 15. Brandur. H. son 16. Hersir. H. son 17. Goðgestur. H. son 18. Brinjúlfr. H. son. 19. Barður. H. son 20. Hergils. H. son 21. Hávar. H. son 22. Haraldur Kristb. H. son 23. Þrándur hlaðajarl, dó annó 750. H. son 24. Haraldur hlaðajarl. dó ánnó 780. H. son 25. Herlingur, dó 810. H. son 26. Herlaugur hlaðajarl, dó 840. H. son 27. Grjótgarður hlaðajarl, dó 870, 60 ára. H. son 28. Hákon gamli hlaðajarl, dó 916. H. son 29. Æsa, átti Ketil jarl í Naumudal í Noregi. Þeirra son 30. Ketilbjöm hinn gamli landnámsmaður á Mosfelli í Grímsnesi átti Helgu Þórðardóttur Hrappssonar Bjamasonar bunu Grímssonar hersis úr Sogni Hjaldurssonar. Þ. son 31. Teitur Ketilbjarnarson, byggði fyrstur Skálholtsstað eftir því sem fundist hefur í gömlum bókum, átti Olöfu Böðvarsdóttur. Þ. son 32. Gissur hvíti á Mosfelli átti Halldóru Runólfsdóttur. Þ. son 33. Isleifur hinn fyrsti biskup í Skálholti, dó 1080, átti Döllu Þorvarðsdóttur Ásgeirssonar frá Hálsi í Fnjóskadal. Þeirra son herra Gissur ísleifsson. Bróðir Gissurar var 34. Teitur Isleifsson prestur í Haukadal, er dó annó 1110 var lærður maður sem þeir Haukdælir, átti Jórunni Einarsdóttur þ. son 35. Hallur í Haukadal, dó 1150. Hann var merkur maður og samtíða Ara presti fróða átti Þuríði Þorgrímsdóttur. Þ. son 36. Gissur í Haukadal lögmaður 1182 átti Álfheiði Þorvarðsdóttur. Þ. börn 37. Magnús biskup í Skálholti 1216- 1236. Hansbróðir 38. Síra Þorvaldur í Hrana, prestur 1182 til 1225 dó 1235 átti Jóru Klængsdóttur, biskups Þorsteinssonar á Hólum. Þ. böm 39. Teitur í Hruna bróðir Gissurar jarls 1256-1268. H. son 40. Klængur Teitsson átti Þóru Þorláksd. frá Svínafelli, systur Árna biskups í Skálholti 1267-1299. Þ. dóttir 41. Ásta Klængsdóttir átti Ivar Hólm, hirðstjóra 1354-1273 Vigfússonar, þ. son 42. Vigfús Hólm kom frá Færeyjum með hirðstjóra 1390 átti Þuríði Ingimundardóttur. Þ. dóttir 43. Margrét giftist 1433 Þorvaldi ríka á Möðruvöllum Loftssonar riddara á Möðmvöllum Guttormssonar. Þ. dóttir 44. Guðríður átti 1460 Erlind Erlindsson sýslumann í Rangárþingi af Kolbeinsstaðaætt. Þ. dóttir 45. Hólmfríður átti Jón sýslumann í Þverárþingi Hallssonar Magnússonar. Þ. son 46. Erlindur á Stórólfshvoli eftir aldamót 1500-1540 átti Emrisjönu Þorleifsdóttur. Þ. dóttir 47. Hólfríður átti Ásmund Þorleifsson á Hólum í Landeyjum 1580. Þ. son 48. Þorleifur á Hólum eftir 1600 átti Kristínu Vigfúsdóttur. Þ. son 49. Ásmundur átti Arnbjörgu Pálsdóttur 1650. Þ. son 50. Þorsteinn deiði 1670 hafði átt Sigríði Einarsdóttur úr Biskupstungum. Þ. son 51. Einar á Gýgjarhóli til Stórubólu 1707. H. son 52. Gissur bryti í Skálholti í tíð Jóns biskups Árnasonar 1720 til 1740. H. son 53. Jón Gissurarson á Gýgjarhóli og Hjálmsholti um 1750-1770 átti Ragnheiði Stephánsdóttur. Þ. son 54. Gissur á Felli og Stórafljóti, var þar bóndi fram yfir aldamótin 1800, átti Guðnýju Sveinsdóttur Jónssonar frá Haukadal. Þ. dóttir 55. Þómý Gissurardóttir átti Gunnar Sæmundsson Ingimundarsonar 1810- 1828. Þ. son 56. Gissur í Byggðarhorni í Flóa átti Guðbjörgu Loftsdóttur. Þeirra son 57. Jón Gissurarson á Vatnsleysu. Bergþór hlýtur að vera O Kforfaðir Jóns Gissurasonar. Mynd: Bergþór í Bláfelli heimsótti Tungnamenn 17.júnís.l. en þá rífjaði Jón Sigurbjörnsson upp sögu hans. Litli - Bergþór 27

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.