Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 17
Gluggað í ársskýrslu í byrjun nóvember var send út ársskýrsla Biskupstungnahrepps fyrir árið 1994. Rétt þykir að geta skýrslu þessarar hér og hafa um hana nokkur orð. I aðfararorðum oddvita segir svo: „Allt frá árinu 1990 hafa tekjur sveitarfélagsins farið lækkandi. Stærsti hluti útgjaldanna er lögbundinn eða samningsbundinn og þegar tekjurnar lækka verður minna fé til framkvæmda. Fjárhagur sveitarsjóðs er erfiður vegna mikilla framkvæmda á stuttum tíma. Á árinu var lokið við byggingu 4 félagslegra íbúða í Kistuholti 14 og 16 í Reykholti. Áfram var unnið að Vatnsveitunni og lagt að Arnarholti, Kjaranstöðum, Bóli og Heiði. Gert var átak í viðhaldi Aratungu, húsið sprungufyllt og málað að utan. Unnið var að byggingu Slökkvistöðvarinnar og tókst að koma bílunum þar inn fyrir áramót. Nokkrar framkæmdir voru við götur og holræsi í Reykholti og Laugarási. Hreppurinn neytti forkaupsréttar og keypti 4 ha. lands á Norðurbúnartúni á 2 millj. kr. Skatttekjur sveitarfélagsins eru mjög lágar eða um 49,1 millj. kr. en rekstur málaflokka, nettó er um 40,1 millj. kr. Skuldir sveitarsjóðs án félagslegra íbúða nema samtals um 71,2 millj. kr. í árslok 1994. Ljóst er að beita þarf auknu aðhaldi í rekstri og framkvæmdum ef vel á að fara í fjármálum sveitarfélagsins. Atvinnumál hafa verið mikið í umræðu hér sem annarsstaðar. Nokkuð tímabundið atvinnuleysi hefur verið viðvarandi á árinu. Rekstur Yleiningar hf. hefur gengið illa og var starfsmönnum þar fækkað vegna verkefnaskorts. Áfram hefur verið unnið í leit að nýjum atvinnutækifærum innan Þróunarverkefnis uppsveitanna, sem er samstarf hreppanna í atvinnumálum. Hugmyndin að Sambyggð aldraðra í Laugarási er afrakstur þessa starfs. Það mál er nú í biðstöðu af ýmsum ástæðum. Samdráttur í landbúnaði heldur áfram og er sérstakt áhyggjuefni hve mikill framleiðsluréttur í mjólk flyst burt úr sveitarfélaginu." Þegar flett er reikningum eru nokkur atriði sem gera má að umræðuefni, og er þá einkum athyglivert hvernig tölur breytast frá fjárhagsáætlun og yfir í rauntölur. Þannig kemur í Ijós að skatttekjur að frádregnum rekstri málaflokka voru áætlaðar 14,7 millj.kr. en urðu nær 9,6 milljónir. Þetta skýrist ekki af minnkuðum tekjum því þær standast nánast alveg á milli fjárhagsáætlunar og rauntekna, en hins vegar fara almenn rekstrargjöld um 3 millj. kr fram úr áætlun og tekjur málaflokka skila nánast 2 millj. kr. minna inn en reiknað er með. Af þessu leiðir að fé sem ráðstafað er umfram tekjur eftir greiðslu lána eru nær 3,6 millj. kr. og er það greiðsluhalli sveitarfélagsins á einu ári. Með fjárfestingum er ráðstöfun umfram tekjur ársins 17,8 millj. Nokkra athygli vekur að skatttekjur samkv. rauntölum og fjárhagsáætlun eru nær sömu, þó kemur í ljós þegar nánar er að gáð að útsvör eru 2 millj. kr hærri en áætlað er en Pétur gluggar og gluggar í skýrslur. fasteignaskattar 1 millj. kr. lægri. Þykirnokkuð undarlegt hvernig fasteignir hafa rýrnað í sveitarfélaginu frá því að áætlun var gerð og þar til tekjur voru innheimtar. Breytingar á gjöldum til málaflokka frá fjárhagsáætlun til rauntala eru nokkuð áberandi í yfirstjórn sveitarfélagsins. Skeikar þar 1 milljón. Til brunamála og almannavarna hefur verið varið 3,7 millj. kr. en áætlaðar voru 2.9. millj. kr. Nokkuð minna virðist skeika á milli annarra málaflokka. Gjöld vegna Aratungu fóru 2,5 millj. kr. fram úr áætlun. Heildarskuldir sveitarfélagsins með félagsíbúðardeild eru tæpar 112 millj. kr. og skuldir á hvern íbúa samkv. því 213 þús. Til samanburðar má geta að í Reykjavrk eru skuldir á íbúa 120 þús. I skýringum með reikningum kemur fram að niðurfærsla óheimtra krafna er upp á 2,3 millj. kr. þó ekki sé um endanlega afskrift að ræða þá mun töluvert af Fasteignir rýrna, skuldir vaxa. Ljótt ef satt er. því fé vera tapað. Einnig ljós að sveitarsjóður hefur í ábyrgð gagnvart, þriðja aðila vegn verðtryggðra lána senf um 15 millj. kr. í upphafi Það virðist því vera nokkucf hjá oddvita sem segir í inngangi að peningarleg staða sveitarsjóðs sé erfið og lítið fé verið til framkvæmda á þessu ári ef greiða á um 10 millj. kr. í afborganir af lánum en það er meira heldur en allt fé sem varið var til framkvæmda á árinu 1994. P.S. kemur í engið Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.