Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 20
FOLK VIÐ FERJUSTAÐI frh... INGÓLFUR JÓHANNSSON Á IÐU. Loftur, f.1955. L-B: En þá eru það ferjustörfin Ingólfur, þau hafa bættst við önnur störf bóndans á Iðu? Ingólfur: Jú, á Iðu var lögferja og áttu ábúendur á Iðu I og Iðu II að skiptast á um að sinna henni. Það sést niður á ferjustaðinn frá Iðu I en ekki frá bænum á austurpartinum, svo oft lenti það á fólkinu á Iðu I að ferja. Það hafa verið sagnir um ferju á Hvítá við Iðu frá fyrstu tíð biskupa í Skálholti, enda heitir það Skálholtshamar að norðan verðu, þó sé í landi Laugaráss. Hérna megin heitir Iðuhamar þaðan sem ferjað er. Það var mikil umferð hér yfir þegar mest umsvifin voru í Skálholti. Skálholtskirkja átti þá allar jarðir hérna megin Hvítár að Ólafsvöllum og jarðir í kringum Vörðufell nema Birnustaði. Þessar jarðir áttu þá kirkjusókn í Skálholti. Og auðvitað átti stóllinn víðar jarðir. Til dæmis var Staðarhverfi, vestast í Grindavík, útróðrarstaður Skálholts, en þar var svo aðdjúpt, að hægt var að binda skipin við klettana. Síðar var mikil umferð í sambandi við verslunina á Eyrarbakka, en þar var lengi aðal verslunarstaðurinn austan Hellisheiðar. Eftir að læknir settist að í Laugarási árið 1923 jókst umferð mikið yfir ána, þegar fólk af Skeiðum og Hreppum þurfti að komast til læknis. Eins var mikið ferjað árið 1930 í sambandi við alþingishátíðina. Það varð mikil breyting þegar síminn var lagður úr Laugarási að Iðu. Það hefur verið milli 1930 og 1940. Áður vissi fólk aldrei hvort læknirinn var viðlátinn og var ferjumaðurinn oft látinn bíða á meðan fólk athugaði með lækninn. En mesti Gamli Iðu-bœrinn og hús Ingólfs íforgrunni, Iðubrú og Bjarnarfell fjær. Myndin er tekin 1963. léttirinn var auðvitað þegar Iðubrúin kom árið 1957. L-B: Var ferjan alltaf Iðu megin? Ingólfur: Já, ferjan hefur, eftir því sem ég best veit, alltaf tilheyrt jörðinni. Þó eru hústóftir Laugarásmegin við ferjuna og sögusagnir um ferjumann frá Skálholti, sem Teitur hét, kallaður Roða-Teitur. Kona hans var frá Höfða. Samkvæmt Einari Elíassyni á Selfossi (í Seti) var Teitur þessi forfaðir hans og fluttist seinna austur á firði. Viðurnefnið Roða- mun hann hafa fengið af rauðu Ferjustaðurinn, séð frá Iðuhamri yfir í Laugarás. Dœmigerðar ísalagnir á ánni. Oft máttiferja yfir vökina, þó skeggi sínu segir Einar. L-B: Þú hefur væntanlega snemma kynnst ferjunni Ingólfur? Ingólfur: Jú, ætli ég hafi ekki byrjað að ferja uppúr 1930, þegar ég var 10-11 ára. Þar sem þetta var lögferja þurfti alltaf einhver að vera tiltækur ef ferja þurfti yfir ána. Ferjustarfið var því mikil kvöð og tók oft mikinn tíma. Það gat komið sér illa, sérstaklega á sumrin, þegar tefja þurfti sig frá heyskap. Við byrjuðum því snemma að ferja krakkarnir og það kom einnig fyrir að móðir mín þurfti að ferja þegar engir aðrir voru heima við. Það gat því verið erfitt að stunda búskap með þessu. Engjar voru á bökkum Stóru-Laxár við Eiríksbakka og einhverju sinni var bóndinn á Iðu II sóttur úr heyskap til að ferja mann. Reyndist það þá vera flakkari, Hallgrímur að nafni, kallaður Kúa-Grímur. Sagði bóndi að það ætti nú að flengja svona menn. Skipti það þá engum togum að karl bauð honum endann! En karlinn var reyndar oft í sendiferðum fyrir fólk, svo kannski átti hann erindi. L-B: Var rukkaður ferjutollur? Ingólfur: Jú, þegar ég man fyrst var ferjutollurinn 1 króna á manninn. En ef maðurinn var að vitja læknis kostaði það aðeins 50 aura, og ef teymdur var hestur voru það 25 aurar í viðbót. Auk þess greiddi ríkið 250-300 kónur á ári og sýslan skaffaði einn bát. Það gengu miklar sögur um það hvað ferjustaðirnir græddu mikið, til dæmis var haft eftir Guðjóni Sigfússyni frá Óseyrarnesi, að Óseyrarferjan græddi jafn mikið og næmi öllum tekjum Árnessýslu af jörðum og verslunarrekstri. En við urðum lítið vör við þann gróða. Við krakkarnir vorum heldur engir harðsvíraðir rukkarar. Ég gerði það að gamni mínu eitt vorið, þegar ég Litli - Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.