Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 13
saman vopnlausir. Menn mega ekki safnast saman hvar sem er og verða því fyrst og fremst að hafa umráð þess staðar, salarkynna eða útivistarsvæðis þar sem samkomu á að halda. Samkomur innanhúss getur lögreglan hins vegar ekki bannað eða rofið en ef óeirðir hafa brotist út á samkomunni og þar er almenn óreiða upp kominn, þá væri lögreglu að sjálfsögðu heimilt að skerast í leikinn. Nýlegt dæmi um brot á fundafrelsisákvæðinu á íslandi: Ungir krakkar úr Fjölbrautaskólanum úr Breiðholti höfðu safnast saman til að skemmta sér í leigðum sal. Allt var með friði og spekt þegar lögreglan ruddist inn með táragas og tæmdi húsið með ofbeldi. Lögregla má aðeins leysa upp samkomur ef vopn eru við hönd, almenn óreiða kominn upp eða samkomugestir hafa ekki umráð yfir samkomustaðnum. Þar sem ekkert af þessu var tilfellið var innrás lögreglunnar algerlega óréttmæt. Því miður eru alvarlegri mannréttindabrot í gangi bæði hér á íslandi og úti í hinum stóra heimi. HVER ERU BROTIN? Mannréttindabrotin í heiminum eru mörg og við lestur dagblaða og fréttahlustun fréttum við um óteljandi mannréttindabrot. Eitt algengasta og þekktasta brotið er á upphafi mannréttinda sáttmála S.Þ. sem hljóðar „allir menn EIGA RÉTT TIL LÍFS, frelsis og mannhelgi". í öllum stríðum sem eru háð, öllum sprengjum sem eru sprengdar, öllum skotum sem er hleypt af er þetta ákvæði brotið. En mörg algeng og alvarleg brot heyrum við sem minnst um, t.d þykir ekki fréttamatur þótt þúsundir manna séu í fangelsum vegna skoðana sinna, eða að margir eru í haldi án dóms og laga. Pyntingar og aftökur eiga sér stað víða um heim. í mörgum löndum hafa menn, konur og börn „horfið" eftir að hafa verið tekin í vörslu yfirvalda. Enn aðrir hafa verið teknir af lífi umsvifalaust án þess að lagaheimildir séu hafðar að yfirskini, verið leitaðir uppi og drepnir af stjórnvöldum eða útsendurum þeirra. HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA? Þar sem yfirvöld standa oftast fyrir mannréttindabrotum er ekki hægt að setja málin í þarlendan dómsstól og fá þau dæmd. Því voru félög eins og S.Þ. stofnuð. S.Þ. voru stofnaðar rétt eftir seinni heimstyrjöldina og hafa þau tvö megin markmið að halda frið og koma í veg fyrir mannréttindabrot. Til eru mörg mannréttindafélög lík Sameinuðu Þjóðunum en eru algerlega óháð öllum yfirvöldum og ríkisstyrkjum. Dæmi um slík samtök er Amnesty International. Þessi félög hafa það eitt markmið að koma í veg fyrir manntétlindabiot, hjálpa þeim sem hafa orðið fyrir þeim og fjölskyldum þeirra. Það er því þessum félögum að þakka að umheimurinn veit um það fólk sem brotið er á og því hjálpað. EFTIRMÁLI Ég vona að eftir lestur þessarar ritgerðar sé lesandinn einhverju nær um þau mannréttindi sem gilda, hvernig þau komu til, hvernig þau eru brotin og hvað sé hægt að gera til að draga úr þeim. 207 ár eru liðin síðan fyrsti mannréttindasáttmálinn var samþykktur. Samt virðast margar þjóðir enn á byrjunarreit hvað mannréttindi varðar. Ég tel það því okkar að standa á varðbergi gagnvart því að þessum lögum sé framfylgt. Ég skora á alla að veita einhverju þekktu mannréttindafélagi fjárhagslegan stuðning því það munar um sérhvert framlag. Heimildir: Björn Þ. Guðmundsson: Lögbókin þín; Örn og Örlygur; 1989. Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir ritstjórar: íslenska alfræði orðabókin; Örn og Örlygur; 1990. Jón Guðnason: Mannkynssaga 1789 - 1848; Mál og Menning; 1960. Veist þií..? * að á hverju ári sendir Amnesty Intemational hátt í 90 rannsóknarnefndir til í um 80 landa. * að um 142 þjóðir eru að jafnaði á svörtum tista Amnesty vegna mannréttindabrota. * að Í26 löndum hefurfólk „horjið'1 sprolaust á seinustu árum. * að aftökur án dóms og laga eiga sér stað í 95 löndum. * að í mörgum löndum Suður-Ameriku eru heimitislaus börn frá 8 ára aldri í mörgum tilvikum pyntuð á hroðalegan hátt aflögreglu og hermönnum ogjafnvel myrtmeð köldu blóði. * að þá eru ótatin fjöldi landa sem fangelsa og pynta þegna sína fyrir friðsamar stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð, titarhátt og kynferði. Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.