Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 16
Vinnuslys Höfundur: Bergur Guðmundsson. / þessavi ritgerð œtla ég aðfjalla um vinnuslys. Eg œtla að takmarka efnið við dráttarvélar í landbúnaði ogfjalla um öryggisatriði og hvernig máfœkka slysum í landbúnaði. VINNUSLYS Afleiðingar vinnuslysa eru margar, þær geta verið allt frá því að fá skurð á líkamann og upp í það að deyja. Þegar fólk verður óvinnufært eða lamað vegna vinnuslysa, er það oft óhæft til vinnu nema í hlutastörf. Fólkið fær þá oft bætur úr almannatryggingum eftir örorkumat lækna. Stundum eru fólki líka dæmdar slysabætur vegna áverka sem það hefur hlotið í vinnuslysum. Nýfallinn er dómur í máli Málfríðar Þorleifsdóttur, sem slasaðist alvarlega þegar hún festist í drifskafti dráttarvélar í Gnúpverjahreppi fyrir 9 árum. Hún hlaut af því slysi 80% varanlega örorku og fékk nú dæmdar 8 milljónir króna í slysabætur. Ákvæði um tilkynningaskyldu vinnuslysa er að finna í reglugerð nr. 612/1989. Þar er skilgreint hvaða slys teljast alvarleg og þau skal tilkynna strax til Vinnueftirlits ríkisins og lögreglu svo vettvangsathugun geti farið fram. Þar eru einnig ákvæði um að vinnuslys, sem valda fjarvist í a.m.k. í einn dag, auk slysadagsins, skuli tilkynnt Vinnueftirlitinu á þartil gerðum eyðublöðum. VINNUSLYS Á ' LANDBÚNAÐARTÆKJUM Vinnuslys geta orðið vegna bilunar í vélarrúmi vinnuvéla eða vegna lélegra varúðarráðstafana á vinnustað. Sannað er að alvarlegustu vinnuslysin verða í landbúnaðar- og byggingarstörfum. Flest dráttarvélaslysin verða þegar vél veltur og stjórnandinn lendir undir henni. Afleiðingarnar verða enn alvarlegri þegar vélin er án húss eða öryggisgrindar. Einnig eru óvarin drifsköft dráttarvéla stórhættuleg, svo sem mál Málfríðar sannar. í ársskýslu Vinnueftirlits ríkisins frá árinu 1994 sést að af þeim dauðaslysum sem urðu á árunum1961- 1994 urðu 35% þeirra í landbúnaði og þar var langhæsta dánartíðnin, en því næst kom byggingariðnaðurinn með 17% dauðsföll. Frumnámskeiðsskýrsla Vinnueftirlits ríkisins frá árinu 1991 segir að á árunum 1970-1985 hafi orðið 42 dauðaslys við landbúnaðarstörf. Þar af urðu 21 þeirra við dráttarvélar og drifbúnað þeirra og 10 þeirra sem létust voru undir 16 ára aldri. Þessar tölur sýna að ekki er næg aðgæsla höfð í umgengni við landbúnaðartæki. AÐBÚNAÐUR OG ÖRYGGI Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum segja í 14. grein um skyldur atvinnurekanda: „Atvinnurekandi skal gera starfsmönnum sínum Ijósa slysa- og sjúkdómshættu sem kann að vera bundin við starf þeirra. Atvinnurekandi skal þar að auki sjá um að starfsmenn fái nauðsynlega kennslu og þjálfun í að framkvæma störf sín á þann hátt að ekki stafi hætta af“ í reglugerð um dráttarvélar og hlífðarbúnað þeirra segir m.a. að dráttarvélar sem vega yfir 500 kg eigi að vera með öryggisgrind af viðurkenndri gerð til varnar ökumanni ef dráttarvélin veltur. Á öryggisbúrinu eigi að vera a.m.k. þrjár undankomuleiðirtil þess að öruggt sé að hægt verði að komast út ef vélin veltur. Öryggisbúrin eiga að vera prófuð af viðurkenndum aðila og samþykkt af Vinnueftirliti ríkisins. Verði öryggisbúr eða öryggisgrind fyrir hnjaski sem hefur áhrif á styrkleika þess, er notkun dráttarvélarinnar óheimil þar til viðgerð hefur farið fram. Þar segir líka að aflúttak dráttarvélar eigi að vera varið með öryggishlíf. Drifsköft eigi að vera með hólkhlíf utan um sig. Hólkhlífin á að vera viðurkennd sem nothæf hlíf og má ekki snúast með drifskaftinu heldur vera fest með keðju í þar til gerðar festingar á vélinni. Hjólahlífar eiga að vera á dráttarvélum og þær eiga að ná svo langt út, að engin hætta verði á því að fótur ökumanns festist í hjólinu. Þá eiga einnig að vera hlífar utan um reimar og reimhjól dráttarvélarinnar. ER HÆGT AÐ FÆKKA VINNUSLY SUM? Vinnueftirlit ríkisins skoðar reglubundið landbúnaðartæki. Þar hefur oftast verið fundið að eftirfarandi búnaði út frá öryggissjónarmiðum : - Hlíf um aflúttak - stýrisbúnaður - hemlar. Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.