Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 23
Frá íþróttadeild U.M.F.B. Agœtu sveitungar! Hér œtla ég að drepa á það helsta í starfsemi íþróttadeildarinnar. Sumarið fór vel afstað. Iþróttadeildin hélt uppi eftirfarandi starfsemi í sumar. Leikjanámskeið fyrir 6-14 ára hyrjaði í júníbyrjun og stóttu um 15 hörn námskeiðið. Það var ágœtis veður þann tíma sem börnin voru á námskeiðinu og líkað þeim mjög vel. Leiðheinandi á leikjanámskeiðinu var Sigrún Hreiðarsdóttir og þökkum við henni kœrlega fyrir sumarið. Þá var boðið upp á sundnámskeið fyrir 3ja ára og eldri og byrjaði það 18.júní og var til 8.júlí og eru þessi sundmámskeið alltafjafn vinsæl. Kennari var Magnús Tryggvason. Þá var það fjölmennasta íþróttin sem stunduð var yfir sumartímann, en það erfótbolti og byrjaði hann l.júní. Kennari var Stefán Logi Sigurþórsson. Kennt var á þriðjudags-og fimmtudagskvöldum og voru œfingarnar vel sóttar. Léku þeir nokkra vináttuleiki og gekk krökkunum mjög vel. Frjálsar íþróttir fórufrekar seint afstað, ekki fyrr en l.júlí og voru um 10 börn á œfingunum. Þá héldu Grímsnesingar Þriggjafélagamót Hvatar, Laugdœla og Bisk. Var það haldið á Laugarvatni 24.8. Þar stóð okkarfólk sig mjög vel og koma úrslit hér á eftir. Nú er vetrarstaifið byrjað með hefðbundnum hœtti, þ.e.a.s. körfuboltaœfingar á mánudags- og þriðjudagskvöldum, borðtennis á miðvikudögum ogfrjálsar á fimmtudögum. Mikil aðsókn er nú ífrjálsar íþróttir. Það eru um 25-30 börn á æfingum og erum við mjög ánœgð með það. Úthlutað var úr afreksmannasjóði H.S.K. í sumar. Þar fengufjórir Tungnamenn úthlutað 20 þúsund kr. hver. Þeir eru: Axel Sœland, Guðni Páll Sœland, Þorvaldur Skúli Pálsson og Ingimar Ari Jensson og vill stjórn Iþróttadeildarinnar óska þessum herramönnum innilega til hamingju með það að vera tiltlaðir afreksmenn. Að lokum vil ég þakka öllu íþróttafólki kærlega fyrir sumarið og góðan árangur á liðnu sumri. Eldri og yngri fiokkar eftir sigur á Hrunamönnum í knattspyrnu. F.h. stjórnar, Sigurjón Sæland. Íþróttahátíð H.S.K. haldin 13.-14. júlí 1996. Langstökk hnokka: 2. Jóhann Pétur Jensson 3,58 m 23. Andri Hilmarsson 2,74 m 40. Guðmundur Ameson 2.23 m. Langstökk hnátur: 2. Fríða Helgadóttir 3,61 m. 60m hlaup hnokkar: 2. Jóhann Pétur Jensson 9,1 sek. 26. Andri Hilmarsson 11.2 sek. 31. Guðmundur Arneson 12,1 sek. 60m hlaup hnátur: 2. Fríða Helgadóttir 9,5 sek. 100 m hlaup pilta: 14. Rúnar Bjarnason 16.2 sek. lOOm hlaup karla: 3. Róbert Einar Jensson 11.6 sek. Starfsíþróttir Stafsetning 14 ára og yngri: 2. Elín Ingibjörg Magnúsdóttir 5 v. 3. Guðbjört Gylfadóttir 7 v. Stafsetning 15 ára og eldri: 8.-9. Þórey Helgadóttir 17 v. 10. Ingimar Ari Jensson 20 v. Starfshlaup: 10. Rúnar Bjarnason Langstökk pilta: 5. Rúnar Bjamason 4,24 m. 800ni hlaup sveina: 2. Ingimar Ari Jensson 2.30.3 mín 5. Ketill Helgason 2.42.6 mfn, 110 m grindarhlaup karla: 3. Róbert Einar Jensson 16.3 sek. Langstökk sveina: 13. Ketill Helgason 3.90 m. Sameiginlegar frjálsíþróttaæfingar UMFI. í íþróttahúsi Umf: Fjölnis, Viðarhöfða 4 í Reykjavík á mánudögum kl. 19:10-20:10. Á Kópavogsvelli í Kópavogi miðvikudaga og föstudaga kl. 19:00 - 20:00. Allir ungmennafélagar búsettir á höfuðborgarsvæðinu og þó víðar væri leitað eru innlega velkomnir. Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.