Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 6
Hreppsnefndarfréttir Hreppsráðsfundur 20. ágúst 1996. Fundinn sátu Gísli Einarsson, Guðmundur Ingólfsson og Páll M. Skúlason. Fundargerð skólanefndar. Skólastjóri kom á fundinn og skýrði ákv. þætti hennar. Ákveðið að oddviti ræði við skólabílstjóra um tilhögun aksturs. Erindi Njarðar Jónssonar um samþykki teikninga og beiðni um byggingarleyfi fyrir söluskála við Gullfoss. Erindinu vísað til bygginganefndar. Bréf Samb. ísl. sveitarfélaga 9. ágúst um tryggingar grunnskólakennara. Ákveðið að oddviti kynni sér málið nánar og kaupi nauðsynlegar tryggingar. Erindi „Heimilis og skóla“ dags. 28. júní um bækling fyrir skólanefndir og foreldraráð. Ákveðið að panta 6 eintök fyrir skólanefnd og foreldraráð. Bréf Skipulags ríkisins dags. 25. júlí. Stækkun Hagavatns, mat á umhverfisáhrifum, frumathugun. Niðurstöður frumathugunar og úrskurður skipulagsstjóra ríkisins liggja frammi á hreppsskrifstofu. Erindi umhverfisráðuneytis dags. 18. júlí um bæklinga ráðuneytisins um „heimajarðgerð". Vísað til umhverfisnefndar. Erindi SASS dags. 14. ágúst 1996. Rekstrarsamningur sveitarfélaga við Skólaskrifstofu Suðurlands vegna áranna 1997-1999. Vísað til skólanefndar og leikskólanefndar. Erindi Félagsmálaráðuneytis 19. júlí um jöfnunarsjóðsframlög við yfirfærslu alls grunnskólakostnaðar frá ríki til sveitarfélaga. Lagt fram ásamt reglugerð. Bréf Jöfnunarsjóðs 21. júlí varðandi hámarksstærð á íþróttahúsi sem skólamannvirki fyrir Biskupstungnahrepp m.t.t. kostnaðarþátttöku Jöfnunarsjóðs. Oddviti gerði í stórum dráttum grein fyrir afkomu ferðaþjónustustofnana. Farfuglaheimilið virðist koma vel út. Aukning er í veitingum í Aratungu en aðsókn í sundlaugina hefur minnkað allmikið. Unglingavinna hefur gegnið vel. Viðgerð á réttunum stendur yfir. Lokun skurðar í Reykholti stendur fyrir dyrum. Vandamál eru með vatnsþrýsting í sumarbústaðahverfi í Hrísholti. Oddvita falið að finna bestu og hagkvæmustu leið til að leysa þann vanda sem þarna er uppi. Hreppsráðsfundur 10. sept. 1996. Bréf oddvita til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu um samstarf í ferðamálum ásamt fylgigögnum og fundargerð frá 11. júlí kynnt. Utskrift úr fundargerð hreppsnefndar Gnúpverja, svohljóðandi: Sameiningarmál. Varðandi erindi frá oddvita Biskupstungnahrepps um hugsanlega sameiningu í uppsveitum Árnessýslu, þá tekur hreppsnefnd jákvætt undir það mál og telur að stefna beri að fundi í október, sem búið verði að undirbúa á þann hátt að afla góðra upplýsinga um kosti og galla sameiningar og setja niður á blað sundurliðaðar upplýsingarfyrir hverja sveit um skuldir og tekjur pr. íbúa, kostnað við yfirstjórn í hverju sveitarfélagi og annað það sem máli skiptir við hugsanlega sameiningu. Samstarf í ferðamálum: Bréf frá oddvita Biskupstungnahrepps þar sem hann vill kanna áhuga sveitarstjórnarmanna á samstarfi í ferðamálum í uppsveitunum. Leggur hann fram þá hugmynd að ráða sameiginlegan ferðamálafulltrúa frá næstu áramótum. Hreppsnefnd tekur jákvætt í þetta mál, en frestar afgreiðslu á því að sinni. Útskriftir úr fundargerð Laugardalshrepps. Svohljóðandi: Bókun hreppsnefndar Laugardalshrepps frá 3.júlí 1996. „Samþykkt að taka jákvætt í tillögu hreppsnefndar Biskupstungnahrepps frá 11. júní 1996 um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýsiu." Bókun hreppsnefndar Laugardalshrepps frá 25. júlí 1996 . „Bréf dags.11. júlí 1996 frá oddvita Biskupstungnahrepps um áhuga sveitarstjórnarmanna á nánara samstarfi í ferðamálum með ráðningu ferðamálafulltrúa. Hreppsnefnd Laugardalshrepps fagnar þessari hugmynd og mun taka þátt í skoðun á samstarfi." Erindi oddvita Þingvallahrepps 26. júlí. Vill taka þátt í samstarfi. I Samþ. hreppsnefndar Grafningshrepps, svohljóðandi: Á fundi hreppsnefndar Grafningshrepps dags. 12. ágúst 1996 vartekið fyrir erindi yðar dags. 11. júlí 1996 um áhuga sveitarstjórnarmanna fyrir nánara samstarfi í ferðamálum. „Hreppsnefnd Grafningshrepps samþykkti að taka þátt í að ráða sameiginlega ferðamálafulltrúa fyrir uppsveitir Árnessýslu á grundvelli þeirra draga er með erindinu fylgdi og með eftirtöldum skilyrðum. a) Að víðtæk samstaða náist um verkefnið meðal uppsveitanna. b) Að kostnaðarhlutdeild taki mið af íbúafjölda viðkomandi sveitarfélaga. c) Að gert verði ráð fyrir samningi um verkefnið til eins árs í senn. “ Samþ. hreppsnefndar Grímsneshrepps, svohljóðandi: Áfundi hreppsnefndar Grímsneshrepps þann 13. ágústs.l. vartekið fyrir erindi Biskupstungnahrepps og eftirfarandi bókun gerð: „Bréf Biskupstungnahrepps dags. 11. júní 1996, þar sem óskað er eftir könnun meðal sveitarstjórnarmanna um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu. Hreppsnefnd lýsir sig reiðubúna til umræðna og tilnefnir Böðvar Pálsson og Kjartan Helgason í viðræðunefnd. “ „Bréf Biskupstungnahrepps: Bréf Biskupstungnahrepps um samstarf uppsveita að ferðamálum. Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið. Samþ. hreppsnefndar Hrunamanna 19. júní svohljóðandi: Á fundi hreppsnefndar Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.