Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 8
Hreppsnefndarfréttir Jaðars II í Hrunamannahreppi og Kjóastaða II í Biskupstungnahreppi. Hreppsráð gerir ekki athugasemdir við flutning nautgripa og heys. Vegna beiðni um leyfi til að hafa fáeinar kindur til heimilisnota gerir hreppsráð ekki athugasemdir en vísar til umsagnar dýralækna og sauðfjárveikivarna. Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi og markmiðum fyrsta fundar uppsveitahreppa um svæðaskipulag. Páli falið að vinna tillögu að fundarboði. í upphafi fundar skoðuðu hreppsráðsmenn nýju slökkvistöðina og mæla með því að steypt verði þar gólf í haust. Hreppsnefndarfundur 8.10.1996. Allir nefndarmenn mættir nema Guðmundur Ingólfsson en Ágústa Ólafsdóttir kom í hans stað. Fundargerð hreppsráðs f. október 1996. V/4. liðar, þar sem stendur Yleining á að vera Límtré. Límtré tæki geymsluna á leigu til eins árs f. kr. 480.000,- Lögð fram tillaga að fundarboði fyrir fyrsta fund fulltrúa uppsveitahreppa um sameiningarmál ásamt minnisblaði um fyrirkomulag og markmið fundarins. Samþykkt að senda út fundarboðið og minnisblaðið og stefnt að fundi 1. nóvember kl. 14.00. Bréf frá Bryndísi Malmo Bjarnadóttur, Kistuholti 14b. Bryndís fer fram á að kaup hennar á félagslegri eignaríbúð hennar gangi til baka. Samþykkt að auglýsa íbúðina til sölu. Hreppsráðsfundur 5. nóvember 1996. Bréf foreldrafélags leikskólans, þar sem farið er fram á að salerni verði sett á efstu hæð leikskólans og að sett verði vegrið eða steinar við bílaplan fyrirframan leikskólann. Fram kom að verið er að vinna í vegriðsmálinu. Um salernismálið vísast til fundargerðar hreppsráðs 10. sept. 1996. Bréf leikskólastjóra, þar sem þess er farið á leit að ráðinn verði tónmenntakennari að leikskólanum. Samþykkt að leggja til að veita leyfi til áramóta í tilraunaskyni. Bréf Ástvaldar Óskarssonar, þar sem óskað er samvinnu við hreppinn til að fá að endurbæta veg frá Bláfellshálsi að Langjökli. Hreppsráð leggurtil að samþykkt verði að lýsa áhuga Biskupstungnahrepps á því að umræddur vegur eða slóði verði lagður og að hreppurinn muni beita sér fyrir að leyfi fáist fyrir lagningu hans. Bréf Sveins Skúlasonar. Samþykkt er að leggja til að verða við beiðni um að sameining Bræðratungu og Lambhúskots fari fram. Samþykktir hreppsnefndar Skeiðahrepps svohljóðandi: a) Efni: Erindi Hreppsnefndar Biskupstungnahrepps um sameiningu sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu. Erindið var lagt fram til kynningar og umhugsunar fyrir hreppsnefnd Skeiðahrepps 26. júní s.l. 15. okt. s.l. var erindið síðan rætt í hreppsnefnd Skeiðahrepps og eftirfarandi var þá bókað: Erindi um sameiningarmál frá hreppsnefnd Biskupstungna. Hreppsnefnd telur eðlilegt að fylgjast með málinu en er alls ekki með því að gefa þá yfirlýsingu að allir meðlimir nefndarinnar líti á þetta sem hagkvæmasta sameiningarkostinn. b) Efni: Ferðamálafulltrúi. Erindi frá hreppsnefnd Biskupstungna um sameiginlegan ferðamálafulltrúa fyrir uppsveitirnar. Samþykkt að taka þátt í viðræðum um þetta mál. Bréf SASS um áætlaðan meðalkostnað vegna grunnskólanemanda sem er kr. 243.000,- á ári. Deiliskipulag í Þjófadölum, tillaga gerð að beiðni Ferðafélags íslands. Lagt til að tillagan verði send Skipulagsnefnd miðhálendis íslands til umfjöllunar. Hreppsnefndarfundur 12. nóv.1996. Fundargerð hreppsráðs 5. nóvember 1996. Rædd og samþykkt. Fundargerð Laugaráshéraðs 24. otkóber 1996. v/4. liðar. Yleiningarhúsið hefur verið leigt kennara við Reykholtsskóla fyrir kr. 15.000 á mánuði. Sveitarsjóður ber því mismuninn kr. 10.000 á mánuði. Uppgjör v/íbúðarinnar Kistuholt 3. Samþykkt að auglýsa íbúðina á ný þar sem enginn umsókn barst við auglýsingu í sumar. Samningur um Bókasafn Biskupstungna. Lagður var fram samningur um Bókasafn Biskupstungna og skólasafns Reykholtsskóla sem felur í sér sameiningu og samstarf safnanna. Hreppsnefnd samþykkir samninginn og veitir oddvita umboð til að undirrita hann. Kosnir voru í stjórn safnsins Bjarni Kristinsson og Pétur Skarphéðinsson. Varamenn; Ólafur Stefánsson og Geirþrúður Sighvatsdóttir. íslenskt dagsverk '97. Bréf dags. 1. nóv. '96, kynnt. Félag framhaldskóla, nemendur o.fl. námsmannasamtök bjóða fram til starfa námsmenn 13. mars 1997 fyrir kr. 1997 dagsverkið. Samþykkt að kaupa 3 dagsverk. Tilnefndir voru í viðræðunefnd um sameiningu sveitarfélaga. Af K- lista Svavar Sveinsson, vm. Kjartan Sveinsson. Af H-lista Páll M. Skúlason, vm. Sveinn A. Sæland. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 20. - 21. nóvember '96. Lögð fram dagskrá. Bréf U.M.F. Bisk. varðandi byggingu íþróttahúss. Vilja fá fréttir af málinu. Sáttamenn voru kjörnir Ólöf Fríða Gísladóttir og Arnór Karlsson. Ég heimta aðfá verðlaunamerki Biskupstungna áforsíðu áður en hreppurinn verður lagður niður. Þetta sem Palli Skúla teiknaði um árið. Litli - Bergþór 8 Tekið saman af D.K.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.