Litli Bergþór - 01.12.1996, Qupperneq 22

Litli Bergþór - 01.12.1996, Qupperneq 22
Þáttur af Jóni á Setbergi frh. harðlynd nokkuð og átti það til að vera dálítið snefsin í svörum. Hún var mikill forkur til allra verka. Hjálpsöm og greiðvikin við þá sem minna máttu sín. Sýndi stundum mikla höfðingslund og átti það til að vera stórgjöful. Þegar leið á búskaparferil Jóns fór að búa á Setbergi í félagi við hann Guðjón sonur hans. Þeir feðgar höfðu átt vel skap saman, enda báðir lundþjálir og samvaldir í fjármenskunni og öðrum bústörfum. Þeir áttu hvor sinn fénað bæði kindur og annan búsmala. Féð var allt í einni hjörð, og í þessum félagsbúskap var féð í sömu haust- og vetrargæslu og áður hafði verið meðan Jón bar einn ábyrgð á búrekstrinum. Jón á Setbergi var talinn maður vel vitiborinn, einnig verklaginn og afkastadrjúgur. Svo var einnig um marga hans nánustu afkomendur. Þegartil margra einstaklinga er litið í ætt þessari finnst mér allgreinilegt að konur hafi verið körlum fremri bæði að dugnaði og verklagni. Enginn má taka það svo að ég álíti t.d. að synir Jóns hafi verið einhverjir amlóðar, enda mun það fjarri veruleikanum. Hitt er margvitað að erfðir greinast á ýmsa lund. Mér kemur þess vegna í hug að þetta hafi greinst svona sérstætt frá foreldrum Jóns á Setbergi. Faðir hans Guðmundur Eiríksson var einstakur fjármaður, m.a. svo fjárglöggur að sá eiginleiki verður nærri að teljast til eindæma, og vissulega hefur þetta erfst frá honum í allríkum mæli. Þó Guðmundur þessi væri verkfús og fljótur til þá þótti hann hvorki bráðlaginn né burðarmikill. En Guðbjörg Jónsdóttir móðir Jóns þótti bæði mikilvirk, fjölhæf og mjög lagvirk. Einnig var Guðbjörg talin stálgreind en bóndi hennar bara í meðallagi á því sviði. Af því ég hefi mjög glöggar sagnir af þessum langafa mínum trúi ég að hann hafi í ríkum mæli erft bestu eiginleika frá báðum sínum foreldrum. í lokin ætla ég að skrá börn þau sem Jón eignaðist, þau voru ekki færri en 19 og 17 þeirra náðu fullorðinsaldri. Með fyrri konu sinni Guðrúnu Egilsdóttur átti hann 9 börn, sem hún ól á 11 árum. 1. Egill f. 21. júní 1846 í Haukadal, hann dó 14. nóv. sama ár. 2. Guðlaug f. 20. okt. 1847, áTortuí Biskupstungum hún dó á Setbergi 1869, þá 22ja ára gömul. Ógift og barnlaus. 3. Guðbjörg, eldri, f. 13, febrúar áTortul849. Hennar maður var Sveinn Einarsson frá Miðfelli. Bjuggu fyrst í Syðra-Langholti svo í Asum í Gnúpverjahreppi. Þau áttu 6 böm. 4. Guðrúnf. áTortu8. apríl 1850. Hennar maður var Ámi Árnason verkam. Hafnarfirði. Þau áttu 3 böm. 5. Guðbjörg, yngri, f. áTortu3. ágúst 1851. Hennar maður var Magnús Halldórsson frá Auðnum á Vatnsleysuströnd. Þau fóru til Ameriku. Þau áttu 3 dætur. 6. Guðjón f. áTortu29. nóv. 1852. Dó 1913. Hans kona var Stefanía Gísladóttir frá St. Lambhaga í Hraunum. Bjuggu fyrst á Setbergi svo í Suðurkoti í Krísuvík, síðast í Gerði í Hraunum. Þau áttu 2 syni. (Hraunbæir var syðsta byggð í Garðahreppi). 7. Eiríkurf. áTortu5. águst 1854. Dó 1918. Hans kona var Kristín Guðmundsdóttir, frá Kjarnholtum. Þau bjuggu á ýmsum stöðum í Biskupstungum og alltaf við mjög lítil efni. Þau áttu 7 böm. Eiríkur og Kristín vom móðurforeldrar mínir. 8. Egill f. áTortul3. des. 1855. Hans kona Guðrún Ólafsdóttir frá Elliðakoti. Þau bjuggu í Krísuvík. Þau vom bamlaus. 9. Ingveldur f. á Tortu 22. okt. 1857. Hún dó ungbam. Með seinni konu sinni Vilborgu Jónsdóttur átti hann 10 börn, sem hún ól á 14 ámm. 10. Guðrún f. íEinholtió. maí 1859. Hennarmaður var Sigurjón Jónsson frá Hraunprýði í Hafnarfirði. Þau fóru til Ameríku. Þau áttu 3 böm. 11. Sigríðurf. áTortu20. maí 1860. Hennarmaður var Helgi Sigurðsson verkamaður í Hafnarfirði. Þau áttu 7 böm. 12. Kristín f. á Tortu 12. maí 1861. Hennar maður Hans Linnet kaupmaður í Hafnarfirði. Þau áttu 3 böm. 13. Ingveldur f. í'Helludal 22. okt. 1862. hennar maður Þorkell Ámason frá Guðnabæ í Selvogi. Bjuggu fyrst í Litla-Lambhaga og seinna á Þorbjamarstöðum, sem eru Hraunbæir. Þau áttu 12 börn. 14. Vilborg f. á Bryggju 2. des. 1863. Dó21. apr. 1941. Hennar maður var Jón Guðmann Sigurðsson frá Haukadal. Þau bjuggu fyrst í Haukadal síðan á Tortu en lengst á Laug og við þann bæ var Vilborg jafnan kennd. Þau áttu 14 böm. 15. Sigurbjörg f. á Hvaleyri 26. febr. 1865. Hennar maður var Guðmundur Jónsson frá Urriðakoti, sem er næsti bær við Setberg. í Urriðakoti bjuggu þau langa búskapartíð. Þau áttu 12börn. 16. Elín f. á Hvaleyri 26. júní 1866. Hennar maður var Þorvarður Ólafsson frá Vötnum í Ölfusi. Þau bjuggu á Jófríðarstöðum. Þau áttu 10 böm. 17. Guðmundurf. áSetbergil. ágúst 1868. Hans kona var Guðrún Guðmundsdóttir frá Hlíð í Garðahreppi. Þau bjuggu fyrst á Setbergi fá ár, fluttust svo að Hlíð og þaðan til Hafnarfjarðar. Þau áttu 3 böm. 18. Jón f. á Setbergi 12. júlí 1870. Dó ógiftur og bamlaus 1926. Hafði ungur numið trésmíðar úti í Noregi. Dó frá miklum efnum en engum afkomendum. 19. Rannveig f. á Setbergi 8. júní 1873. Hennar maður var Kristinn Kristjánsson frá Hlíðarnesi á Álftamesi. Þau áttu 4 börn. Ekki er ofmælt að segja að Jón á Setbergi hafi verið sæmilega kynsæll. Af þeim 17 börnum hans sem upp komust áttu 14 þeirra afkomendur og barnabörn hans voru 89 talsins. Einhvern tíman nálægt aldamótum brugðu þau búi Jón og Vilborg og flytjast þá til Hafnarfjarðar. Langafi minn lifði fram á árið 1909 og hefir þá verið á 85. aldursári. Vilborg deyr árið 1917 og hefur líka verið á 85. aldursári því hún var átta árum yngri en hann. Hér lýkur að segja frá langafa mínum Jóni á Setbergi. Hinum léttstíga smala og lundprúða dreng. Jón í Skollagróf. Litli - Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.