Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 17
Margt bendir þó til að viðhald dráttarvéla fari batnandi til sveita, en einnig hafa framleiðendur komið meira á móts við notendur í sambandi við þægindi og öryggi dráttarvéla. Þegar keyptar eru nýjar vélar eða þeim er breytt er nauðsynlegt að hafa nokkur vinnufræðileg atriði í huga. - Við hvað er vinnuvélin notuð? - Á hverskonar undirlagi(landi) er hún notuð? - Hversu oft þarf stjórnandinn að fara upp í hana og af henni? - Hvert er hlutfall á milli þess vinnutíma sem ekið er áfram og afturábak ? - Hvert er hlutfallið á milli þess vinnutíma sem ekið er og þess tíma sem vélin er lestuð og losuð? - Er vinnurými stjórnandans nægilegt? - Er yfirsýn yfir vinnusvæðið góð? - Hvernig er veðurfar þar sem vélin er notuð? - Hvernig er lýsing á vinnusvæðinu? - Eiga hreyfihamlaðir að nota vinnuvélina? Óvarkárni og óöruggt umhverfi valda 90% slysa. Það má aldrei fjarlægja öryggishlífar meðan á notkun tækisins stendur. Þegar hávaði fer yfir 80 desibel verður að nota heyrnaskjól eða eitthvað annað sem deyfir hljóð. Ef hljóðkútur dráttarvélar er orðinn lélegur eða ónýtur á að skipta um hann sem fyrst. Ökumaður undir stýri dráttarvélar þarf að athuga, að þegar dráttarvél er keyrð í halla þarf hann að hafa í huga að á flestum dráttarvélum er framöxullinn festur með einum bolta á miðjum öxlinum. Þetta virkar þá eins og eitt hjól væri að framan, því skal ekki keyra dráttarvél í mjög miklum hliðarhalla. Einnig er gott að athuga að ef dráttarvél er keyrð með þungum aftanívagni sem er á tveimur öxlum þá er hætta á því að vagninn ýti á dráttarvélina svo hún velti. Aka þarf niður brekkur í lágum gír ef verið er með aftanívagn. Ef tittur er notaður til að tengja tengivagn aftan í dráttarvél skal vera splitti á tittinum svo öruggt sé að hann detti ekki úr. Þegar mikill þungi er settur aftan í dráttarvél á að setja þyngdarklossa á að framan, til þess að beygjunarhæfileikar dráttarvélarinnar minnki ekki. Þegar vinnuslys verða dregur það verulega úr framleiðsluhraða og gæði framleiðslunnar minnka, þegar minna þjálfað starfsfólk kemur í stað þess/ þeirra sem slasast. Allt veldur þetta auknum framleiðslukostnaði. Það er því augljóst að framleiðni og öryggi á vinnustað fara saman. Því er hægt að fækka vinnuslysum ef vel er gætt að öllum öryggisatriðum og þeim fylgt eftir. Öryggi á vinnustöðum er ómissandi, því slysin gera ekki boð á undan sér. Því er nauðsynlegt að gæta vel að öryggisatriðum og laga hluti strax eða taka þá úr umferð þegar þeir bila, en vera ekki að tefla í neina tvísýnu. HEIMILDIR: - Frumnámskeið frá Vinnueftirliti Ríkisins. - Kennslubók fyrir námskeið í öryggi á vinnustað gefið út af Vinnueftirliti Ríkisins. - Ársskýsla Vinnueftirlits Ríkisins frá árinu 1995. - Sunnlenska fréttablaðið. SET ehf. Eyravegur 41-45, 800 Selfoss, sími 482 2700 Plast vatnsrör Fullkomin tækni við framleiðslu á plaströrum Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.