Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 15
sveitirnar og eyðileggja bæi og land var fólk orðið alveg ráðþrota og byrjaði að flýja til vestari sveita. En þegar eldgosinu lauk árið 1784 þann 8. febrúar höfðu 18 bæir orðið undir hrauni eða brunnið og gífurlega mikið beytiland farið undir hraun eða eyðilagst vegna ösku og eiturefna. Næstu þrjú ár dóu í Móðuharðindunum rúmlega 14400 manns, 28000 hross, 11000 nautgripir og 190000 sauðfjár eða 72% hrossa, 53% nautgripa og 83% sauðfjár en hægt er að rekja dauðsföllin að stórum hluta til Skaftárelda. Þegar fréttin af eldgosinu barst til Danmerkur byrjaði stjórnin að safna fé og matvælum. Skip var sent með matvæli frá Danmörku með Hans von Levetzow síðar stiftamtmann á íslandi og Magnús Stephensen innanborðs. Þeir áttu að gefa skýrslu um eldgosið en skipið hraktist aftur til Noregs. Matvælin nýttust aldrei eins og þau áttu að nýtast, vegna þess að illa gekk að dreifaþeim vegna hestaeklu og það var miklu fleira fólk í nauð en haldið var. Hraunið nú á dögum. Hraunið var og er mjög þykkt og úfið með afbrigðum, svo að það er mjög erfitt yfirferðar hvort sem er um að ræða mann eða skepnu. Á láglendinu hefur Skaftá runnið yfir hraunið að ofanverðu og að vestanverðu og borið í það sand og leir, sem hefur slétt hraunið mikið. Er þar mikinn gróður að sjá núna. En annars er langmestur hluti hraunsins þakinn miklum grámosabreiðum á láglendi sem á hálendi, en mosinn gerir það enn torfærara, ekki síst þar sem bruninn undir mosanum er víða laus svo að hvarvetna brotnar hann undan fæti. Vegur var ruddur yfir Eldhraunið ytra á árunum 1909-1910 en núverandi vegur var ruddur á árunum 1956- 1969. Nokkrir troðningar liggja yfir hraunið á afréttinum og bílaslóð var rudd yfir það árið 1964 en hún liggur frá Hnútu yfir í Blágil og er óslétt og seinfarin. Lokaorð. í þessari ritgerð hef ég reynt að segja frá Skaftáreldum eins ýtarlega og ég get. Hvað þeir höfðu mikil áhrif á fólksfækkun, á skepnurnar og á búsetu fólks í landinu. En fólks fjöldi var ekki orðinn eðlilegur fyrr en um árið 1800. Heimildaskrá: Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur ísberg. 1991. íslenskur Söguatlas. 1 bindi. Iðunn, Reykjavík. Ari Trausti Guðmundsson. 1983. Eldvirkni á íslandi í 10.000 ár. Vaka-Helgafell. Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal. 1982. Landið þitt ísland. Bindi 3 og 4. L- R og S-T. Örn og Örlygur HF. Helgi Magnússon, Jón Jónsson og Sigurður Þórarinsson. 1983. Árbók Ferðafélags íslands. Jón Helgason. 1961. Öldin átjánda. Iðunn, Reykjavík. Skemmtilegar staðreyndir um TO Y OTA Mest seldi bíllinn Mest seldi bíllinn Mest seldi bíllinn Mest seldi bíllinn Mest seldi bíllinn Mest seldi bíllinn Mest seldi bíllinn á íslandi árið 1990. á íslandi árið 1991. á íslandi árið 1992. á íslandi árið 1993. á íslandi árið 1994. á íslandi árið 1995. á íslandi árið 1996. <sg> TOYOTA 4821416 Tdkn um gæði 4821655 Litli - Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.