Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 12
Mannréttindi Höfundur: Inga Dóra Pétursdóttir / þessari ritgerð ætla ég aðfjalla örlítið um uppruna og sögu mannréttinda almennt. Sagt verðurfrá mannréttindum á Islandi og hvernig þessum málum er háttað útí heimi. I lokin fer ég nokkrum orðum um brot á mannréttindum og hvernig hœgt er að berjast gegn þeim. Þetta er þó engan veginn tœmandi lýsing á mannréttindum heldur aðeins lauslegt ágrip. MEGINMÁL Uppruni og saga mannréttinda. Á 18. öld var Frakkland fyrirmynd allra helstu þjóða heims. Frakkar voru fremstir á sviði bókmennta, lista og vísinda og hvergi virtist konungsvaldið styrkara og öflugra en þar. En þetta var aðeins ásýnd Frakklands. Utanaðkomandi þjóðir vissu ekki um verkamennina sem stofnuðu verkalýðsfélög til að krefjast mannsæmandi launa, bændurna sem voru orðnir langþreyttir á að vinna á annarra manna löndum án þess að fá krónu fyrir eða menntuðu borgarana sem fengu ekki menntun sína metna sem skyldi. Nei, þetta vissu ekki aðrar þjóðir um enda vissi aðallinn í Frakklandi tæpast um þessa óánægju því hann var svo upptekinn af að skemmta sér með konungnum. Þegar lágstéttirnar höfðu loksins fengið nóg, sameinuðust þær og tóku að berjast fyrir réttindum sínum. Sú barátta náði hámarki þegar þær réðust á Bastilluna, gamalt virki. Árásin á Bastilluna var táknræn, því virkið var þekkt fyrir að hýsa fanga sem hvorki höfðu fengið réttarhöld né dóm. Þar sem konungurinn hafði eytt svo miklu fé í skemmtanir og bruðl, sá hann ekki annað ráð en að láta undan múgnum og koma á lýðræði. Fyrsta verk almúgans á þingi var að tryggja mannréttindi öllum til handa. Því gerðist það 26. ágúst 1789 að fyrsta mannréttindayfirlýsing í heimi var samþykkt. Mannréttindaákvæði. í mannréttindasáttmálanum sem franska þjóðþingið samþykkti voru nefnd þau réttindi sem allir menn skyldu njóta : MANNFRELSI: En samkvæmt því var ekki hægt að hneppa menn í fangelsi án réttarhalds. SKOÐANAFRELSI: í því var fólgið að menn skyldu búa við málfrelsi, prentfrelsi og trúfrelsi og enginn skyldi þola miska þess vegna. EIGNARÉTTURINN LÝSTUR FRIÐHELGUR: Að fyrir missi eigna skyldu goldnar bætur. Að lokum „allt vald kemur frá fólkinu" og „allir menn hafa rétt til að veita kúgun mótspyrnu”. Við gerð þessara laga komu fyrst fram hugmyndir um kjörorðin „frelsi, jafnrétti og bræðralag” sem Frakkar státa enn af. HVER ERU LÖGBUNDIN MANNRÉTTINDI Á ÍSLANDI? Árið 1966 settu S.Þ. fram alþjóðlegan mannréttindasáttmála, og var takmarkið að fá allar þjóðir heims til að undirrita hann. Því miður tókst það ekki alveg en ísland er aðili að þessum sáttmála og hefur því sömu mannréttindalög og flestar aðrar þjóðir. ÞETTA ERU HELSTU ÁKVÆÐI í S.Þ. SÁTTMÁLANUM. SKOÐANAFRELSI * persónufrelsi * prentfrelsi * félagafrelsi * fundafrelsi * atvinnufrelsi EIGNARÉTTUR * friðhelgi heimilis * friðhelgi eignarréttar * framfærsluréttur HÉR ÆTLA ÉG AÐ ÚTSKÝRA TVENNT AF ÞESSU: 1. Trúfrelsi - merkir í fyrsta lagi að hverjum og einum er heimilt, að iðka þau trúarbrögð sem sannfæring hans býður eða láta öll trúarbrögð afskiptalaus. Óheimilt er að gera manni að greiða persónuleg gjöld til annarrar guðsdýrkunar en þeirrar sem hann sjálfur aðhyllist. Enginn má missa nein borgarleg eða þjóðleg réttindi vegna trúarbragða sinna. Samkvæmt þessu er bannað að mismuna mönnum vegna trúarskoðana og skiptir engu máli hver trúarbrögð manns eru eða hvort hann er í nokkru trúfélagi. 2. Fundafrelsi - merkir rétt manna til að safnast Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.