Litli Bergþór - 01.12.1996, Qupperneq 7

Litli Bergþór - 01.12.1996, Qupperneq 7
Hreppsnefndarfréttir Hrunamannahrepps 19. júní 1996 var gerð eftirfarandi bókun: „Lagt fram bréf frá hreppsnefnd Biskupstungnahrepps dags. 11. júní 1996 þar sem leitað er eftir vilja sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu að gert verði svæðaskipulag með sameiningu sveitarfélaga í huga. Hreppsnefnd líst vel á hugmyndina og er reiðubúin til viðræðna um málið. Fundargerðir Leikskólanefndar 13. og 22. ágúst. Samþykkt að leggja til að gert verði ráð fyrir kr. 100.000.- til úrbóta í salernismálum Leikskólans, enda hljóðar gróf kostnaðaráætlun upp á ríflega kr. 90.000.-. Tillaga að gjaldskrá fyrir leikskólavist er svona: Heilirdagar 5 daga kr.17.500,-, 4 = kr.14,000,-, 3 = kr.10,800,-. Fyrir hádegi 5 daga kr. 6.700,- 4 = kr. 5,300,-, 3 = kr. 4,100,-. Eftir hádegi 5 daga kr. 7.700,-, 4 = kr. 6,600,-, 3 = kr. 5,200,-. Hreppsráð er sammála um að ræða þurfi framtíðarskipan leikskóla í sveitarfélaginu vegna aukins fjölda barna og húsnæðis, sem er orðið of lítið. Kaupsamningur vegna Haukadals 2. Lagt til að hreppurinn neyti ekki forkaupsréttar. Afsal fyrir sumarbústað. Kaupandi Kristín Sigurðardóttir, seljandi Ólafur Karvel Pálsson. Lagt til að ekki verði neytt forkaupsréttar. Bréf Jóns Rafns Guðmundssonar. Samþykkt að leggja til að fá hann til að yfirfara tryggingamál hreppsins. Bréf foreldra og kennarafélags Reykholtsskóla. Lagt til að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Erindi Nemendasambands M.L. Samþykkt að leggja til að veita nemendasambandinu kr. 20.000.- til ritunar sögu skólans. Umsókn um litlu íbúðina við Leikskólann. Gísli Einarsson og Ingibjörg Jónsdóttir sækja um að taka íbúðina á leigu. Gísli vék af fundinum meðan málið var rætt. Ákveðið að leggja til, að leigja þeim hjónum íbúðina á sambærilegum kjörum og íbúðin hefur verið leigð á og greiði þau leigu að upphæð kr. 6.000.- á mánuði. Hreppsráð telur þörf á að taka húsnæðismál og leigukjör til umræðu. Skipulag sumarhúss í landi Tortu. Deiliskipulag sumarbústaðahverfis í landi Tortu hefur legið frammi í lögbundinn tíma og engar athugasemdir hafa borist. Lagt til að skipulagsuppdrátturinn verði samþykktur. Tillaga að staðsetningu tengihúss Pósts og Síma í Laugarási. Samþykkt að tillagan verði unnin áfram. Vegur við austurenda Iðubrúar. Oddvita falið að fylgja málinu eftir. Lóðamál í Laugarási ( hestahald og lóðir.) Páli falið að gera tillögur að bókunum. Hreppsnefndarfundur 17. 9.1996. Allir nefndarmenn mættir nema Kjartan Sveinsson. í hans stað mætti Ágústa Ólafsdóttir. Hreppsnefnd beinir því til Gunnlaugs Skúlasonar Brekkugerði, að hann fjarlægi girðingar og hesthúskofa, sem hann hefur sett upp vestan og sunnan íbúðarhússins að Launrétt I. Erindi frá Steinunni K. Pétursdóttur og Ágústi Sæland þar sem þau sækja um að breyta nafninu á Stóra-Fljóti í Brekku-Fljót, en þau eru að kaupa gamla húsið af Stíg Sæland sem hefur byggt sér nýtt íbúðarhús og ætlar að flytja nafnið Stóra-Fljót á það. Fundargerð Rekstrarnefndar 16. sept. þar leggur Rekstrarnefnd til að sundlaug verði lokuð mánudaga og föstudaga, aðrir dagar eru eins og vetraropnun hefur verið. All miklar umræður urðu um fundargerðina. Sveinn Sæland er á móti að opnunartíma verði breytt. Erindi Sýslumannsins á Selfossi, þar sem hann óskar eftir umsögn sveitarstjórnar varðandi umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Gistiheimilið á Geysi. Samþykkt að fenginni jákvæðri umsögn félagsmálanefndar. Bréf Póst og símamálastofnunar, sem sækir um leyfi til að reisa tækjahús fyrir útstöð og tækjabúnað í Laugarási í Bisk. Staðsetning hússins er samkvæmt tillögu Péturs Jónssonar arkitekts. Bréf Samtaka fámennra skóla kynnt. Bókasafn U.M.F. Bisk. hefur verið flutt í skólann, en samningur hefur ekki verið gerður um sameiningu skólabókasafns Bisk. og ungmennafélagsbókasafns. Hreppsráði var falið að leita eftir fundi með stjórn U.M.F. Bisk. þar sem gengið yrði frá varðveislu og rekstri bókasafns og sameina það undir einn hatt. Sameiningarmál uppsveita, átta hreppar í Árnessýslu. Hreppsráði falið að gera tillögu að dagskrá, fyrir næsta hreppsnefndarfund, að sameiginlegum fundi sveitarstjórna í uppsveitunum, þar sem svæðisskipulag að hugsanlegri sameiningu yrði rædd. íþróttahús. Samþykkt var að sækja um stofnframlag til byggingar íþróttahúss úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Samþykkt að setja upp brunahana við Yleiningu og slökkviliðsstjóra falið að gera kostnaðaráætlun. Fundur í hreppsráði 1. október 1996. Erindi Myndbæjar. Beiðni um styrk til jgerðar fræðslumyndar um eldvirkni og veðurvá á íslandi. Ákveðið að leggja til að erindinu verði hafnað að sinni. Erindi Yleiningar um að fá leigðan til eins árs austurenda slökkvistöðvar. Fyrirhugað er að nota húsnæðið sem geymslu. Hreppsráð leggur til að Yleiningu verði leigt húsnæðið enda takist samningar um leigu. Leigutími verði 1 ár. Bréf Braga Kristjánssonar dags. 21. sept. um leyfi til flutninga á nautgripum á milli jarðanna Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.