Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.12.1996, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Hér verða tínd til helstu tíðindi úr sveitinni frá því á skerplu og fram á gormánuð. Tíðarfar í sumar var að flestu leyti gott. Hlýindi og næg væta í allt sumar gaf góða sprettu jarðargróðurs. Slægja var komin á bestu tún um miðjan júní og náðu sumir bændur töluverðu af heyjum í þeim mánuði og flestir höfðu lokið mestum hluta fyrri sláttar fyrir miðjan júlí, enda var góð heyskapartíð á þessum tíma. Heldur varð vætusamara er á leið sumar og varð víða bleyta í túnum til óþæginda. Ekki gerði góðan þurrk fyrr en eftir miðjan ágúst, en hann entist ekki lengi og varð haustið vætusamt. Heyfengur mun vera mikill, og er mestur hluti hans í rúllum. Dýraleitarmenn unnu tvö greni í vor. Annað var í Haukadal, austanvert í Sandfelli innarlega. Þar náðust 5 yrðlingar og 1 fullorðið dýr. Hitt var svonefnt Kötugreni, vestan við Miðfell í Úthlíðarhrauni. Þar náðu þeir 4 yrðlingum og 1 fullorðnu dýri. Síðustu dagana í október snjóaði töluvert og dró í skafla. Nokkuð af fé fennti en yfirleitt mun það hafa fundist lifandi, en einn viðurkenndur graðhestur fórst í skurði í þessum byl. Vikuna á eftir var frost nokkuð hart og margar nætur milli 10 og 20 stig. Heilsufar er talið hafa verið með besta móti í sumar, hvort sem það er að þakka uppsögn heilsugæslulækna eða ekki. Leitir voru að mestu með hefðbundnum hætti. í fyrsta safn var farið 7. september og réttað viku seinna. Fremur var úrkomu- og vætusamt á fjöllum þessa viku og olli það fjallmönnum erfiðleikum við að finna fé. Tungnaréttir voru nú á laugardegi í fyrsta sinn. Var það samkvæmt fyrirmælum í nýrri fjallskilasamþykkt fyrir Ámessýslu austan Ölfusár, Sogs og Þingvallavatns. Mæltist þessi breyting misjafnlega fyrir hjá heimamönnum, en fólk mun hafa verið fleira í réttunum en nokkru sinni fyrr. Veður var gott þennan dag og gekk fjárrag vel, víða glatt á hjalla og að kvöldi var fjölmennur og fjörugur réttardansleikur í Aratungu. I eftirsafn var farið um síðustu helgi í september. í tvo daga leituðu 6 tilkallaðir fjallmenn og 8 sjálfboðaliðar aðallega afréttinn sunnanverðan. Fengu þeir dágott leitarveður og fundu nærri 130 kindur. Um miðjan október fóm svo 8 í eftirleit og var helmingur þeirra sjálfboðaliðar og jafnmargir karlar og konur. Þau voru í viku, fengu allgott veður alla daga nema einn og fundu yfir 20 kindur. í október vom 3 kindur sóttar inn fyrir Sandá, og skömmu síðar fór tveir menn á bflum á Bláfellsháls og þaðan á snjósleðum í Þjófadali og sóttu þangað 3 kindur. I báðum tilvikum voru þetta tvflembur úr Hrunamannahreppi. Dilkar voru fremur léttir í haust og er um kennt að gróður hafi ekki verið nógu næringarríkur í sumar og haust. Margir ferðamenn komu hér einkum framan af sumri. Fólk er flutt í nýtt íbúðarhús í Ásakoti og slík eru í Stórbóndinn í Tungu atyrðir Ijósmyndara Litla-Bergþórs jyrir að kunna illa til verka og vera fyrir þegar féð er rekið inn í almenninginn. byggingu í Gýgjarhólskoti og á Stóra-Fljóti, en það er byggt vestur við veg þar sem áður var land Espiflatar. I Kistuholti er búið að byggja eina bflageymslu og önnur þreföld er í byggingu. Gróðurhús hafa verið í byggingu í Heiðmörk, Friðheimum og á Árbakka. Fjós til viðbótar því sem fyrir var hefur verið byggt í vesturbænum á Vatnsleysu. Á næstunni verður farið að búa Hlíðaveg, frá vegamótum Reykjavegar að Andalæk, undir varanlegt slitlag. Ný heimreið hefur verið lögð að Skálholti, og er nú farið af Skálholtsvegi þar sem gamli bændaskólavegurinn var, og nýir vegaskurðir hafa verið grafnir fjær veginum en hinir fyrri í mýrinni fyrir austan Skálholtsklif. Hollendingar hafa verið með garðyrkjustöðina á Stöllum á leigu og framleitt blóm til útflutnings en þau eru ræktuð af innfluttum græðlingum. Þessi blóm þurfa hóflegan hita og langa birtu. Rauðir hælar hafa í haust skreytt vegkanta frá enda olíumalarinnar við Fellsrana og allt upp fyrir Heiði. Munu þeir vera fyrirboðar þess að þennan vegarkafla á að endurbyggja í vetur. Borað var eftir heitu vatni í Kjarnholtum í haust og kom upp vatn, sem mun nægja til heimanota á öllum þremur býlunum þar. Líklegt er talið að fá megi meira og heitara vatn^ meiri borun. Olíumöl hefur verið lögð á bifreiðastæði og hellur á gangstéttar hjá Hótel Geysi. Annir eru í Yleiningu um þessar mundir og er unnið stöðugt frá sunnudagskvöldi fram á laugardagseftirmiðdag. Ragnhildur Petra Helgadóttir frá Rauðaskógi lést af slysförum í september. Hún var jörðuð í Bræðratungu. A.K Hvernig var með öll verðlaunin? Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.