Litli Bergþór - 01.12.1996, Side 25

Litli Bergþór - 01.12.1996, Side 25
Frá íþróttadeild U.M.F.B. Körfubolti Þá er nýtt körfuboltatímabil hafið. Eins og venjulega þurfti að byrja á því að leita að nyjum þjálfara. Við fengum til liðs við okkur Sigurð Einar Guðjónsson nema í IKI. Hann kemur hingað einu sinni í viku og þjálfar tvo aldurshópa af krökkum. Við tókum það til ráðs núna að leigja okkur sal á Laugarvatni fyrir heimaleikina, þar sem okkur finnst ekki hægt að bjóða upp á aðstöðuna í Aratungu lengur. Það er öllum í óhag að spila í svona litlum sal. Eldri hópurinn byrjaði á því að taka þátt í hraðmóti HSK sem haldið var á Laugarvatni í lok oktober. Þar var keppt í tveimur riðlum. Okkar strákar unnu einn leik, en töpuðu þremur. Þeir lentu í 7.-8. sæti. Nú er unglingamót HSK hafið og tveimur umferðum er lokið. Við töpuðum í fyrstu umferð fyrir Þór í Þorlákshöfn með einu stigi í heimaleik á Laugarvatni. I annarri umferð fórum við austur að Laugalandi og kepptum þar við Garp og unnum þá með 11 stiga mun. Þriðji leikurinn og sá síðasti fyrir jól verður á Laugarvatni 29. nóvember, en þá spilum við á móti Umf. Selfoss. Eftir áramótin verður síðan haldið áfram og spilaðar sex umferðir til viðbótar. HSK er að undirbúa fjölliðamót fyrir yngri krakkana og verður það vonandi bráðlega. F.h. körfuknattleiksnefndar, Aslaug Sveinbjörnsdóttir Sundnámskeið var haldið í sumar í þriðja skipti. 18. júní komu 19 börn fædd 1989-1993 og lærðu að kafa, fleyta sér, blása, skólasundtökin og losna við vatnshræðslu. Námskeiðið tókst mjög vel og voru bömin vel hress í lokin. Sumir þorðu varla að stinga tánni í laugina fyrst, en voru svo farin að kafa að lokum. Síðasta tímann var okkur svo boðið að koma á Selfoss og leika okkur í lauginni þar. Þá hafði verið lækkað vatnsborðið, þannig að allir náðu í botn. Kennari var í annað skiptið Magnús Tryggvason sundþjálfari frá Selfossi og á hann þakkir fyrir. Hann náði vel til barnanna og góðum árangri. Er það ósk okkar að sundnámskeið sem þessi eigi framtíð fyrir sér bamanna vegna, því að allir vita að sundíþrótt er einna skaðlausasta og hollasta íþrótt í dag. Þama eru án efa krakkar sem eiga eftir að verða dugleg og ná góðum árangri á næstu ámm. Sundæfingar fyrir eldri krakka voru reyndar, en ekki virtist vera nægur áhugi til að hægt yrði að halda úti þjálfara. Þó reyndi Sigrún Guðjónsdóttir að segja til eftir bestu getu með æfingaprógrami frá þjálfara, en krakkarnir tóku þetta ekki mjög alvarlega og hættu að mæta smátt og smátt. A Sigrún þó þakkir fyrir að reyna. Við gemm bara betur næst. Seinna holl. Sunddeild U.M.F.Bisk. Fyrra holl. Ill SILFURSKART6RIPIR Módelskartgripir úr silfri með emaljeringu og steinum eftir Toril Malmo Sveinsson til sölu á Helgastöðum, Bisk. og í Grœnu Greininni á Selfossi. Einnig málverk og myndir. Sími 486 8819. Verið velkomin! Toril Malmo Sveinsson Helgastöðum Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.