Litli Bergþór - 01.07.1997, Side 4

Litli Bergþór - 01.07.1997, Side 4
Frá Ungmennafélaginu Aðalfundur Ungmennafélags Biskupstungna var haldinn í Bergholti þann 20. apríl s.l. Ekki var aðsóknarmetið slegið en 19 mættu. Fengum við tvo gesti, þær Þórunni D. Oddsdóttur, varaformann H.S.K., og Vöndu Sigurgeirsdóttur, landsliðsþjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Fundurinn var með hefðbundnum hætti og urðu meiri umræður en oft áður bæði um það starf sem hafði verið innt af hendi og það sem var ekki gert. Fjóst er að félagið stendur vel fjárhagslega og er það vel af sér vikið, miðað við stöðuna fyrir nokkrum árum. Deildimar störfuðu svipað og áður, var almenn ánægja með það, þó kom gagnrýni á skógræktardeild fyrir að vera ekki nógu virk og að það litla starf sem unnið hafði verið, hafi farið framhjá flestum. í liðnum ýmis mál kom fram það sem flestir höfðu lesið í dagblöðum nýverið og Þómnn kallaði stórfrétt í sínu ávarpi. Stór frétt er það og gleðileg. Það hefur verið ákveðið að reisa fþróttahús í Reykholti, nokkuð sem ungmennafélagar hafa lengið beðið eftir. Greindi Sveinn Sæland frá þessu og því að vegna íþróttahússins hefði framlag hreppsins til félagsins verið lækkað. Fundarmenn hvöttu til þess að safnað yrði fé til byggingarinnar. Var samþykkt tillaga þess efnis að fagna byggingu íþróttahússins og að félagið leggi þessari framkvænd lið. I máli Arnórs Karlssonar kom fram áætlan útgáfunefndar að láta binda inn eldri árganga F-B., skrá og gefa út. Af kosningum var það helst að Þórdís Sigfúsdóttir lét af störfum sem gjaldkeri og við tók Helga María Jónsdóttir á Efri Brekku. Eftir formlegan aðalfund var Vöndu Sigurgeirsdóttur gefið orðið. Hélt hún erindi um æskulýðsmál og forvamir gegn vímuefnum. Það urðu líflegar umræður og tóku allir virkan þátt. Teygðist á fundinum og fram yfir miðnættið, en það gerði ekkert til því allir virtust hafa gaman af málefninu sem um var fjallað. Þar misstuð þið sem ekki mættuð af miklu. Mætið því næst. Magnús Ásbjömsson, fundarritari. Búnaðarfélag Biskupstungna, frá aðalfundi o.fl. Aðalfundur Búnaðarfélags Biskupstungna var haldinn í Aratungu þann 15. mars sl. Félagið var stofnað árið 1886 og er því elsta félag sem starfar í sveitinni, 111 ára. Á aðalfundinum tilkynnti Kristófer Tómasson að hann gæfi ekki kost á áframhaldandi setu í stjóm. í hans stað var kosinn Ingólfur Guðnason garðyrkjubóndi. Hinir stjórnarmennirnir tveir, Svavar Sveinsson og Eiríkur Jónsson voru endurkjörnir. Stjómin hefur nú skipt með sér verkum og gegnir Eiríkur starfi formanns, Svavar er gjaldkeri og Ingólfur ritari. Heildarvelta Búnaðarfélagsins nam kr. 3.578.333,- á síðasta rekstrarári. Hagnaður nam kr. 15.368.- Velta af atvinnustarfsemi var kr. 470.538.- en þar munar mest um tækjaleiguna sem félagið rekur. Á fundinum var talsvert rætt um tækjaútgerðina. Félagið á og leigir út talsvert af tækjum til landbúnaðar, sem félagsmenn og aðrir hafa notið góðs af gegnum árin. Svavar Sveinsson á Drumboddsstöðum hefur haft veg og vanda af þeirri starfsemi um árabil. Endumýjun tækjakosts er sífellt til umræðu og nú nýlega var keypt ný sáðvél og einnig ný, öflug steypuhrærivél. Sum tæki eru lítið eða ekkert notuð. Þar má nefna þokuúðunartæki sem garðyrkjubændur óskuðu eftir ar keypt væri fyrir nokkrum árum. Það hefur sáralítið verið notað og þá helst af garðyrkjubændum í öðmm sveitum. Hér með em garðyrkjubændur minntir á tilvist þessa tækis. Engin áform era uppi um að félagið sitji til lengdar uppi með dýrar vélar sem svo eru ekkert notaðar. Á aðalfundinum bar einnig á góma nauðsyn þess að byggja upp fleiri atvinnutækifæri í sveitinni. Bent var á að möguleikar væm á ýmisskonar stuðningi úr Framleiðnisjóði og hjá öðmm fjármögnunaraðilum til eflingar nýrra atvinnutækifæra í dreifbýli. Aðeins þyrfti að koma til frjóar hugmyndir, áhugi og fyrst og fremst frumkvæði heimamanna. Mikilvægt er að hafa í huga að sérhvert nýtt ársverk getur haft áhrif á búsetumöguleika margra einstaklinga í byggðarlagi þar sem atvinnuhættir eru á hverfanda hveli. Kosið var til Búnaðarðings 3. júní sl. Stjóm Búnaðarfélagsins stjómaði kjörfundi í Biskupstungnahreppi en kjörfundur var haldinn í Aratungu. Tveir listar voru í kjöri. Á kjörskrá vom 127 einstaklingar og fyrirtæki. Atkvæðisréttar neyttu 45 eða 35,4 % þeirra sem á kjörskrá voru. Veður var einstaklega gott þennan vordag og vom stjórnarmenn allsáttir við að rúmur þriðjungur félagsmanna skyldi taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Búnaðarfélagið færir sveitungum bestu kveðjur með ósk um batnandi sumar. ig- Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.