Litli Bergþór - 01.07.1997, Qupperneq 18

Litli Bergþór - 01.07.1997, Qupperneq 18
Gamla Gýgjarhólsheimilið frh... fúsari til að leggja bókina öðru hverju frá sér og taka í handavinnu. Fyrstu árin eftir nám var Viktoría farkennari í nágrannasveitunum en síðan var hún skólastjóri við Brunnastaðaskóla á Vatnsleysuströnd í hálfan fjórða áratug. Eg minnist Viktoríu sem frænku sem sagði okkur sögurnar. Gamli Gýgjarhólsbœrinn. Myndin er tekinfyrir um eða yfir 60 árum. Margrét var greind og orðhög, enda vel hagmælt. Á Gýgjarhóli var talað um að Halldór Laxness hafi notað hennar orðtæki í sögu sem hann skrifaði eftir að hafa gist þar. Hún lærði fatasaum hjá klæðskera í Reykjavík og þótti fær á því sviði. Margrét varð að gjalda þess með nokkrum trega hve dugleg hún var, því heimilið mátti ekki missa hana til lengdar að heiman. Ingvar var framfarasinnað glæsimenni sem sveitungar hans bundu miklar vonir við, enda farinn að taka við ýmsum trúnaðarstörfum. Sigurður Greipsson hafði miklar mætur á Ingvari og talaði oft um hann. Ingvar var búfræðingur frá Hólum og vinur hans og skólabróðir nefndi nýbýli sem hann reisti milli Sauðárkróks og Varmahlíðar Gýgjarhól og son sinn skírði hann í höfuðið á Ingvari. Ingvar var nýbyrjaður búskap í Bryggju þegar hann veiktist. Guðmundur var þéttvaxinn og rammur að afli. Ég man eftir þungri og stórri hellu á Gýgjarhóli sem sagt var að Guðmundur hefði borið austan úr Gýgjarhólsfjalli. Hann var búfræðingur frá Hvanneyri. Hugur hans stefndi því til búskapar. Ingimar, sem á Gýgjarhóli var kallaður Marsi, þótti sérstaklega skemmtilegur unglingur en ekki er alveg ljóst hvert hugur hans stefndi. Hann dó svo ungur. Mamma saknaði Ingimars mikið, enda voru þau hvort á sínu árinu og mjög samrýmd. Það var því ekki að ástæðulausu að Ingimar bróðir, sem allt of fljótt var kallaður frá okkur, hét nafni hans. Þegar Guðni Ingimarsson var svo skírður var mamma ánægð og sagði að einhverntíma kæmi e.t.v. Ingimar Guðnason. Henni var ljóst að það yrði ekki í hennar tíð, en það fannst henni ekkert gera til. Ingimar litli Guðnason er því óskabarnið hennar langömmu sinnar. Kristján, Sigþrúður og Guðlaug voru fyrir skepnur og miklir búhöldar. Það má líka segja að allt léki í höndum þeirra sem þau tóku sér fyrir. Hjá Kristjáni einkum í járnsmíði en stúlkunum í saumum og hannyrðum, sem þær lærðu báðar í Reykjavík. Kristján var ágætlega hagmæltur og voru vísur hans vel þekktar, einkum í fjallferðum. Það mun hafa verið á árinu 1924 sem Ungmennafélag Biskupstungna setti upp leikritið Tengdamömmu og sýndi í baðstofunni í Múla. Að leiksýningu lokinni var dansað. Tvítugur bóndi, Karl Jónsson í Efstadal kom á skemmtunina og sá þama á sviðinu Sigþrúði í fyrsta sinn. „Þau dönsuðu alla nóttina og ætluðu aldrei að hætta þó allir væru famir“, sagði Helga Tómasdóttir, sem þá var 15 ára heimasæta í Helludal. Örlög Sigþrúðar vom ráðin og ekki var við snúið. Tveimur árum seinna var hún orðin húsfreyja í Efstadal. Ulfar var ólfkur sínum systkinum að því leyti að hann var ekkert fyrir búskap. Hann var líka dálítill grallari, en sögur um það em nú flestar að mestu gleymdar. í bréfunum sem hann skrifar Viktoríu 10 og 11 ára má þó lesa glettni og grallaraskap. Ulfar fór fljótlega að stunda sjóinn þegar hann hafði þroska til. Kata minnist hans sem sérstaklega glaðsinna ungs manns, síraulandi og syngjandi. „Hann söng og dansaði með mig um allt gólf ‘ segir Kata. Úlfar mun hafa farið í siglingar til Englands 1914 og komið heim árið eftir en verið alfarið erlendis síðari hluta fyrri heimsstyijaldarinnar. Hann var mikið í London en sigldi til margra hafnarborga í Noregi, Danmörku og Frakklandi. í einu bréfinu til Viktoríu segist Úlfar hafa munstrað sig af skipi í London og var búinn að vera þar í þrjá daga. Hann var þá strax farinn að leita sér að nýju skipsrúmi því hann væri alveg friðlaus að komast á sjóinn þegar hann væri búinn að stoppa svo lengi í landi. Hann kom síðan í stutta heimsókn austur að Gýgjarhóli á árinu 1920. Nokkrum sinnum sendi Úlfar Viktoríu kort eða bréf og þá stundum peninga til að leggja inn í banka hér heima. Einhvemtíman skrifaði hann líka Kristjáni, þá var hann nýbúinn að kaupa sér flotta byssu sem hann var viss um að Kristján hefði gaman af að sjá, en Kristján var góð skytta. Snemma vors 1930 skrifaði mamma Viktoríu og hafði þá fengið bréf frá Úlfari. Sennilega hefur hann verið að óska mömmu til hamingju með eiginmanninn og heimilið. Ári seinna skrifar hann svo Kristjáni og biður hann um að senda sér á sjómannaheimili í Ástralíu peningana sem hann eigi í banka heima því hann sé lasinn og vanti þá fyrir lækniskostnaði. í bréfinu örlaði þó enn á glettni í frásögn af því þegar hann var á hressingargöngu og var nærri búinn að stíga ofan á eiturslöngu. Svo er það í byrjun árs 1947 að hann skrifar frá London til Viktoríu og biður hana um að senda sér einhver ákveðin gögn, til staðar sem hann gaf upp í New- York, svo hann geti sótt um að flytjast til Bandaríkjanna. Þá var hann við góða heilsu og bað fyrir kveðju til systkinanna. Fremur en venjulega skrifaði Úlfar ekki Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.