Litli Bergþór - 01.07.1997, Qupperneq 26

Litli Bergþór - 01.07.1997, Qupperneq 26
Vatnsbotninnfrá þvífyrir hlaupið 1929. Hlöðufell í baksýn. Austurmörk Lambahrauns eru langleiðina austur undir Hagavatni, en hvar þau eru nákvæmlega er ekki gott að sjá, því hraunbrúnin sú er alveg sandi orpin. Norðanvert Lambahraun mun halda áfram að hverfa undir sand á meðan gamli Hagavatnsbotninn leikur lausum hala. Fyrirstaða Lambahrauns að vestanverðu hefur verið ótraust því hraunið er gljúpt og sprungið og vatn hefur að einhverju leyti átt greiðar leiðir undir það. Áður en Hagavatn myndaði útföll um skörð Brekknafjalla, hefur hluti þess runnið undir hraunið til vesturs; sumpart vestur á Rótasand og aukið Brúará vatni, en sumpart fram á Innhraunið og Haukadalsheiði. Þetta er meira en ágizkun og sést af því að fyrir hlaupið 1929 var snöggtum meira vatn í Brúará og jafnframt féll þá vatn í farveg Stóru- Grjótár á Haukadalsheiði, sem síðan þornaði upp. Heillandi öræfaslóð Tvær leiðir eru að Hagavatni. Sú eldri er af Kjalvegi innan við Sandá og þaðan að skála Ferðafélagsins við Einifell. Reyndar kenna ferðafélagsmenn skálann ævinlega við Hagavatn nú orðið. Stuttur spotti er þar á milli; oftast hægt að aka á jeppa yfir Jarlhettukvíslina við skálann og uppá ranann meðfram farvegi Farsins fram úr Nýjafossgljúfri. Frá brekkurótunum þar ganga flestir uppá fjallshrygginn eftir götu sem liggur dálítið tæpt inn með gljúfrinu. Greinilegt er þó af ummerkjum, að sumir hafa reynt að böðlast á farartækjum sínum upp snarbratta og grýtta brekkuna til að spara sér sporin. Þegar upp er komið að stíflustaðnum við Nýjafoss, og enn fremur þegar gengið upp að hnjúknum fyrir ofan og austan, blasir við hrífandi útsýni vestur yfir Hagavatn og inn í kverkina þar sem jökulsporður Eystri Hagafellsjökulsins er nú um stundir. Hægt var að fara vestur yfir Farið á göngubrúnni við fossbrúnina og ganga þaðan vestur með Hagavatni, eða eftir kollum Brekknafjalla. Þaðan er víða frábært útsýni yfir allt umhverfið. Hin leiðin að Hagavatni hefur nýlega orðið til sem akvegur. Menn hafa að sjálfsögðu gengið sér til skemmtunar frá Haukadal, inn með Sandfelli, yfir Innhraunið og þá ýmist uppúr Mosaskarði, þar sem Línuvegurinn liggur nú, eða tekið stefnuna inn með Fari og gengið einhversstaðar yfir Brekknafjöllin. Þannig var til að mynda farið frá Hlíðarbæjunum áður fyrr, þegar leitað var kinda í Hagafelli. Þá gengu menn í einum áfanga inn í Brekkur; gistu í Brekknakofanum, þar sem Ögmundarhreysi er nú, og næsta dag var gengið yfir fjallshrygginn og Hagafell smalað. Nú er hafður allt annar háttur á því. Seint um haustið 1995 ruddi Landgræðslan vegarslóða af Línuveginum við Mosaskarð og síðan norðanmegin við Fagradalsfjall og Brekknafjöllin, allar götur að stíflustæðinu við Nýjafoss. Þessi vegur er forsenda þess að hægt sé að koma bílum og tækjum við, þegar stíflað verður. Vegna þessa varð samt nokkur urgur hjá Náttúruvemdarráði og öðmm þeim sem hvergi mega sjá vegarslóða. Kvartað var yfir því að grjót hefði ekki verið “fært í fyrra horf’, en þama em stór björg, sem hrunið hafa ofan úr fjallshlíðinni og sum þeirra höfðu reyndar komið af sjálfsdáðum vorið 1996. Kannski þarf að færa þau í fyrra horf. Vegarslóðinn er vel lagður þar sem hvað minnst ber á honum undir hlíðum Fagradalsfjalls og Brekknafjalla. Vegna hans er nú hægt að aka af Línuveginum og þeir sem ekki em göngufærir, geta nú séð þessa ókunnu öræfaslóð inn að Hagavatni. Frá þessum vegarslóða sést vel gamli vatnsbotninn, sem nær ótrúlega langt vestur með Fagradalsfjalli. Hann er eins og hver önnur grá eyðimörk allar götur norður að Læmi, smákvísl sem á upptök sín vestur með jökli og fellur í Hagavatn. Hér hefur verið mun fegurra um að litast fyrir jökulhlaupin 1929 og 1939 þegar mjólkurhvítt vatnið náði út með Hagafelli og yfir sandbotninn. í ljósi alls þessa er ákvörðun umhverfisráðherra óskiljanleg. Hagavatn hefur verið á faraldsfæti á umliðnum öldum og varla hægt að segja að það hafi átt sér fastan samastað. Enginn veit hvenær jökullinn flytur það aftur vestur á bóginn og þá kaffærir vatnið gamla vatnsbotninn á nýjan leik. Örnefnið Hagafell Þessi grein úr Lesbók Morgunblaðsins er byggð á mun ítarlegri ritgerð sem ég hef samið og verður hluti af Árbók Ferðafélags Islands árið 1998. Þar mun ég fjalla um hálendið ofan Biskupstungna. Þar er vikið að þessum furðulegu ömefnum, Hagavatni og Hagafelli, en Biskupstungnamenn vita að þar eru ekki framúrskarandi hagar. Sagan um ömefnið Hagafell er höfð eftir afa mínum, Gísla Guðmundssynþbónda í Hrauntúni. Hann hafði hana eftir Ingvari bónda í Laugardalshólum. Sagan var á þá leið í mjög stuttu máli, að um 1750 eða ef tilvill 20 árum síðar, fékk bóndinn í Haga í Grímsnesi þá hugmynd að reka 200 fráfærulömb í Hagafell og þá hefur orðið að reka þau yfir Vestari-Hagafellsjökulinn, því vatnið girti þá alveg fyrir fellið. Lömbin komu vel fram gengin eftir sumarið og næsta ár endurtók bóndinn í Haga reksturinn, en þá með þeim árangri að ekki fannst tangur né tetur af lömbunum um haustið. Ef þetta er rétt, hafa þau trúlega lagt á spmnginn jökulinn og farizt. Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.