Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 6
Hreppsnefndarfréttir Hreppsráðsfundur 1. desember 1998. Akvörðun um verðlagningu á þjónustugjöldum 1999. Sorphreinsunargjald. Ákveðið að gjald vegna sorphreinsunar vegna næsta árs verði krónur 4.500 á heimili og krónur 3000 á sumarhús. Sveitarstjóra verði falið að skoða álagningu á fyrirtæki fyrir hreppsnefndarfund n.k. þriðjudag. Ákvörðun um fasteignagjöld áriðl999. Hreppsráð samþykkir að fasteignagjöld verði óbreytt eða 0,5% á íbúðarhús og 1,0% á iðnaðar og verslunarrekstur. Samþykkt að samþykktir um stjórnun og samþykktir Biskupstungnahrepps með breytingum, vegna lagabreytinga, verði lagðar fram í byrjun árs 1999. . \ J Eg samþykki \ þessa samþykkt. J —V)1 Samþykkt er að ieita til J. H. verktaka um v-s: snjómokstur á vegum utan moksturssvæðis Vegagerðar. Til þeirra vega má telja Eystri-Tungu (Einholtsvegur 358), Reykjavegur og Vatnsleysuvegur (3612). Sú regla verður höfð að ryðja alltaf fyrir skólabíl þegar ætla má að illfært verði vegna snjóa. Sveitarstjóri mun ræða við verktaka og koma á vinnureglu vegna snjómoksturs. Kaupsamningur Helga Sveinbjörnssonar, vegna sölu 1/3 hlutar af 1/ 3 jarðarinnar Iðu, kaupendur eru Sveinn Ingibergsson og Haraldur Sveinsson, báðir til heimilis að Logafold 38, Reykjavík. Hreppsráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti. Erindi frá Margréti Jensdóttur Sólvangi um að samþykkt aðalskipulag gatna að íbúðarhúsi hennar breytist ekki. Samþykkt að vísa erindinu til aðalskipulags sem er í vinnslu. Lögð fram greinargerð að umhverfisverkefninu Staðardagskrá 21 eða umhverfið á 21. öld. Umhverfisnefnd hefur setið kynningarfund og sýnir verkefninu áhuga. Hreppsráð samþykkir að taka þátt í verkefninu. Upplýst var að búið er að ganga frá láni að fjárhæð krónur 18.000.000.- frá íslandsbanka. Lánið er til 5 ára með 5,9% vöxtum. Staðfest hefur verið að lánasjóður sveitarfélaga muni lána Biskupstungnahrepp krónur 28.000.000.- til skuldbreytinga á skammtímalánum. Vextir verða hagstæðir eða 5,28%. Enn er ólokið að ganga frá fjármögnun að upphæð krónur 15.000.000,- vegna íþróttahússins sem áætlað er að komi frá Lánasjóði sveitarfélaga á næsta ári. Erindi frá stjórn Hitaveitu Laugaráss frá 20.11. 1998 um að kanna hagkvæmni á samvinnu hitaveitunar í Laugarási og hitaveitunar í Reykholti. Sveitarstjóra falið að fá skriflegt álit frá Hitaveitu Reykholts og í framhaldi af því að boða til fundar með þeim er málið varðar. Hreppsnefnd samþykkir að undirrita samning við ríkið um endurgreiðslu vegna vatnsveituframkvæmda. Ríkið býðst til að greiða 70% af lögboðnu framlagi kr. 1.599.449 sem greiðist í tvennu lagi í febrúar árið 1999 og 2000. Bréf samvinnunefndar um svæðisskipulag miðhálendis íslands til ársins 2015, kynnt. Lagt er til að greiðslur vegna setu í hreppsnefnd verði krónur 5.000 á hvern hreppsnefndarmann fyrir hvern fund. Oddviti hreppsnefndar fái krónur 10.000. Greiðsla fyrir setu í hreppsráði verði krónur 2.500 fyrir hvern fund en formaður hreppsráðs fái krónur 7.500,- Greiðsla vegna setu í skólanefnd verði krónur 2.500 vegna hvers fundar, á hvern nefndarmann og formaður skólanefndar krónur 3.000.- Greiðslur þessar gilda frá 1. júní 1998. Erindi Hestamannafélagsins Loga dags. 1.12. 1998 varðandi reiðvegamál. Sveitarstjóri hefur þegar sent formanni reiðveganefndar LH erindi þar sem það er átalið að ekki hafi verið unnið að reiðvegagerð í Biskupstungnahreppi. Hreppsnefnd hefur fullan hug á að vinna með hestamannafélaginu að þessum málum og bendir í því sambandi á formann samgöngunefndar, Sævar Bjarnhéðinsson. Erindi vegna fjárbeiðni félagsins er vísað til fjárhagsáætlunar. Hreppsnefndarfundur 8. desember 1998. Fundurinn hófst með myndatöku á hreppsnefnd. Fyrirspurnir komu frá Öglu vegna 16. liðar fundargerðar hreppsráðs, hvort hreppsráð hafi hugsað sér að mokað verði á þá bæji sem skólabíll fer eða allar heimreiðar. Margeir vill halda kostnaði niðri í snjómokstri. Framkvæmd verður í höndum sveitarstjóra. Reynt verður að gera öllum jafnt undir höfði í snjómokstri eins og kostur er. Við 24. lið varðandi greiðslur vegna nefnda. Svar frá Sveini varðandi laun nefndarmanna þá hefur verið ákveðið að samræma greiðslur til þeirra sem sitja í sameiginlegum nefndum uppsveita. Margeir taldi ekki ástæðu til þess hækka nefndarlaun meira innan sveitar en gert var á fundi hreppsráðs. Fyrirspurn vegna bréfs Helgu Maríu Jónsdóttur til hreppsráðs dags. 19.09. vegna úttektar á húsnæði leikskóla s.l. Annir verkstjóra sveitarfélagsins hafa verið miklar og því hefur þessi úttekt ekki farið fram. Sveitarstjóri hefur rætt þessi mál við leikskólastjóra og er stefnt að því að ljúka athugun á nýtingu kennaraíbúðar til leikskólastarfsemi á næsta ári, með frumteikningu á húsnæðinu sem leikskóla. Af breytingum getur ekki orðið á næst ári. Staða framkvæmda og kostnaður við íþróttahús- byggingu. Sveinn Sæland skýrði frá stöðu framkvæmda. Bygging íþróttahússins er nú á lokastigi og hefur Sveinn tekið saman sundurliðaða kostnaðaráætlun sem hjóðar uppá krónur 62.588.000,-. Nokkuð hefur safnast af frjálsum framlögum vegna íþróttahússins eða krónur 186.000,- frá einstaklingum. Nokkur félagasamtök og fyrirtæki munu leggja okkur lið með framlögum. Opnunarhátíð íþróttahússins verður laugardaginn 9. janúar kl. 14:00 og eru drög að dagskrá þegar í vinnslu. Kaupsamningur vegna jarðanna Helludals I og II. Seljendur eru Steinar Tómasson og Kristófer Tómasson Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.