Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 9
Hreppsnefndarfréttir
Kynning á frumvarpi til laga um breytingu á
skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Hreppsráð
Biskupstungnahrepps leggur til eftirfarandi bókun verði
send til Umhverfisnefndar Alþingis:
Hreppsnefnd mótmœlir harðlega breytingum sem
orðið hafa áfrumvarpi til skipulags- og byggingarlaga.
Hreppsnefnd Biskupstungna sér enga ástæðu til að
breyta þeim hugmyndum semfram voru komnar um
skipan samvinnunefndarinnar samkvœmt frumvarpi til
laga nr. 73/1997. Það er grundvallaratriði að nefndina
skipi fulltrúar sveitarfélaga sem liggja að miðhálendinu.
Jafnframt mótmœlir Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps
harðlega þeim hugmyndum sem nú eru uppi um verksvið
nefndarinar en það er að hún gefi ekki lengur umsögn
um tillögur að aðalskipulagi sveitarfélagina á svœðinu,
heldur eigi hún að vinna að svœðisskipulaginu sjálfog
gera um það tillögur til Skipulagsstofnunar. Hreppsnefnd
Biskupstungna vill benda á að sveitarfélögin eiga að
sjálfsögðu að ráða skipulagi miðhálendisins hér eftir sem
hingað til og að samvinnunefndin þaifþví ekki að sjá til
annars en að samrœmi sé í skipulagi miðhálendisins og
aðfarið sé eftir þeim lögum og reglum sem um það gilda.
Bréf frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna
vatnsveitna í eigu sveitarfélagsins. Kynnt. Samþykkt að
fela sveitarstjóra að vinna að málinu.
Sveinn Sæland leggur til að skipurit fyrir
sveitarfélagið verði unnið og erindisbréf verði yfirfarin
og samræmd.
Kynnt bréf frá kennurum og leiðbeinendum við
Reykholtsskóla og óskir um viðræður um kjaramál.
Farið yfír niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar
Biskupstungnahrepps vegna ársinsl999. Smávægilegar
breytingar á niðurstöðutölum verði kynntar á fundi
hreppsnefndar n.k. þriðjudag, 23. febrúar. Lagt er til að
opinn borgarafundur með kynningu á drögum að
fjárhagsáætlun verði haldinn n.k. mánudagskvöld 22.
febrúar, kl. 21:00 fyrir íbúa sveitarinnar. Fundurinn
verður haldinn í Aratungu.
2. fundur hreppsnefndar 23. febrúar 1999.
Erindi kennara Reykholtsskóla um betri kjör.
Samþykkt að skipa þriggja manna nefnd til viðræðna við
fulltrúa kennara. í nefndina eru kjömir Margeir
Ingólfsson, Ragnar Sær Ragnarsson og Sveinn Sæland.
Skipulagsdrög fyrir Reykholt og Laugarás.
Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulag vegna
Laugaráss, þrjár teikningar dags. 19. febrúar 1999 og
einnig tvær deiliskipulagsteikningar vegna Reykholts,
dags. 19. febrúar 1999.
Bréf Skipulagsstofnunar ríkisins og athugasemdir
frá Náttúruvernd ríkisins vegna rafstöðvar í Hrútá.
Náttúruvernd ríkisins leggst alfarið gegn virkjun Hrútár.
Samþykkt að Pétur H. Jónsson, skipulagsfræðingur
sveitarfélagsins svari framkomnum athugasemdum í
samvinnu við framkvæmdaraðila og vinni að því að fá
skoðunum Náttúruverndar breytt með samkomulagi.
Kosning þriggja fulltrúa á aðalfund SASS, sem
haldinn verður 19. og 20. mars n.k. Eftirtaldir eru
kjörnir til þess að sitja aðalfundinn. Margeir Ingólfsson,
Sigurlaug Angantýsdóttir og Sveinn Sæland.
Fjárhagsáætlun Biskupstungnahrepps vegna ársins
1999, síðari umræða. Helstu niðurstöðutölur eru þær að
skatttekjur ársins verða krónur 98.020.000.
Til reksturs málafíokka fara krónur 73.369.000. eða
74,9% af skatttekjum.
I afborganir lána, vexti og verðbætur alls krónur
19.770.000.
Til ráðstöfunar eftir rekstur málaflokka og afborgun
lána eru því krónur 5.010.000.
Gjaldfærð fjárfesting á árinu hljóðar uppá krónur
11.780.000. tekjur á móti eru 9.800.000 og munar þar
mestu um stofnframlag jöfnunarsjóðs vegna íþróttahúss
krónur 6.000.000.
Eignfærð fjárfesting er krónur 12.643.000. þar ber
hæst lántaka vegna íþróttahúss krónur 11.000.000.
Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða.
Tillaga frá Margréti Baldursdóttur og Sigurlaugu
Angantýsdóttur til sveitarstjórnar:
í tilefni af ári aldraðra samþykkir hreppsnefnd að
beita sér fyrir því að herða eins og unnt er á byggingu
hjúkrunarheimilis fyrir aldraða við heilsugæslustöðina í
Laugarási.
Greinargerð: Fólk á rétt á þvíað eldast í sínu
heimahéraði ogfá þar þá aðhlynningu sem það þarfnast
á síðustu árum œvi sinnar, þ.a.l. er þörfin fyrir
hjúkrunarheimili mjög brýn. Þar sem lœknishéraðið sér
um rekstur heilsugœslustöðvarinnar getur sveitarfélagið
best lagt þessu lið með því að minna stöðugt á þörfina
fyrir slíka stofhun.
Lagt fram til kynningar erindi vegna veglagningar
og byggingar skála við Skálpanes, við rætur Langjökuls.
Tekið saman af D.K.
Raflagnir - Viðgerðir
Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla
almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum.
Efnissala og varahlutaþjónusta.
Fljót og góð vinna.
Jens Pétur Jóhannsson
Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki
um öll leyfi fyrir heimtaug að
sumarhúsum og lagningu raflagna.
LÖGGILTUR RAFVERKTAKI
Heimasími 486-8845
Verkstæði sími 486-8984
Bílasími 853-7101
Litli - Bergþór 9