Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 30
Tjörvamál frh...
hvort það hefir verið sprottið af sannri virðingu eða að
honum hafi þótt það jaðra betur við hans rótgróna
skipunartón. Oft bað Tjörvi mig að sópa gólfin í bænum
og hrósaði mér oft fyrir snyrtimennsku og vikalipurð.
Ekki var Gerða gamla beint stássleg í klæðaburði.
Hún gekk jafnan í kjólum á þeim var ekkert nýja brum,
nema þá helst bæturnar, sem sumar voru litfagrar og
fæstar með áþekkum blæ og aðalflíkin. Talsvert var
algengt að þar reis bót á bót. Af því ég hefi sérlega næmt
sjónminni sé ég Gerðu gömlu ennþá glögglega fyrir mér í
þessum bótskreyttu kjólum.
Fiskvinnu stundaði hún eftir að þau fluttust í
Fjörðinn.
Ég minnist þess að eini fatnaðurinn sem hún bar og
ekki sýndist aldurhniginn og af sér genginn voru hnéhá
gúmmístígvél, þau voru heilleg og knapplega bótum
hlaðin.
Margar sögur heyrði ég af henni frá þeim árum þegar
hún var ráðskona í Straumi. Hve hún hefði verið
sóðafengin og subbuleg og þá ekki síst í matföngum.
Karl einn sem stundum kom heim að Stekk, sem ekki
þótti heldur neitt þrifinn. Ég sá hann aldrei öðruvísi en
kámskítugan og larfalega búinn, en þessi karl var
skynsamur. Þó óhreinindi verði ekki til prýði neins
staðar, þá mun slíkt gróm naumast útmá greind úr neins
manns kolli ef hún hefir á annað borð tekið þar heima.
A.m.k. reyndist það svo með þennan skítuga karl. Hann
hét Guðjón Sveinsson, jafnan nefndur Guðjón Kjói, hann
var uppalinn á Kjóastöðum í Biskupstungum og með
þessum hætti kenndur við staðinn. Eitt sinn minnist ég
þess að hann kom heim að Stekk æði óhreinn og illa til
fara. Ég var þá smá strákur og hefi sjálfsagt gónt
ótæpilega á þann gamla, þá lítur hann dálítið ákveðið á
mig en með öllu ögrunarlaust og segir: „Já, ég er nú
hvorki nýr né nýmóðins.“
Karl þessi tolldi illa í vistum, sem ekki þótti gott í
gamla daga. Helst var hann þó viðloðandi í Straumi hjá
Tjörva. Frægt var það um allar Hraunabyggðir og víðar
hvað karl þessi útbásúnaði sóðaskapinn hjá Gerðu gömlu.
Eitt sinn kom karl þessi að Asi, næsta bæ fyrir austan
Stekk og er þá sem fyrr að ræða um sóðaskap Kristgerðar
ráðskonu og m.a. gagnvart matföngum.
Ein Ássystra hlýddi á sagnir þessar og hugðist nú
máta karlinn. Hún segir: „Hvernig stendur á því Guðjón
að þú toldir helst í vist í Straumi, ef satt er að
meðhöndlun matfanga sé þar með þeim hætti sem þú
lýsir?“ Guðjón karlinn varð ekki að gjalti, en svarar að
bragði: „Ja, ég get vel étið skít, en mér finnst hann aldrei
góður.“
Þessa sögu man ég ungur af vörum konu þeirrar sem
átti í þessu tilviki orðastað við Guðjón Kjóa. Svar gamla
mannsins er að mínum dómi frábært. Ég vil meina að
svona svar hrökkvi ekki út úr „aulamunni“. Þetta heitir
að kunna að draga í land. Hafa áður talað án allrar
aðgæslu svara þannig fyrir sig að þurfa ekki að „éta neitt
ofan í sig“. Það er vel sloppið og vitsmunalega.
Hér í lokin bending um að Guðjón þessi var lítið fyrir
að þvo sér. Þetta sagði mér Brynjólfur faðir Birtu á
Þorgeirsstöðum. Hann bjó áður að Litla-Lambhaga í
Hraunum. Hann sagði að kvenfólk í Straumi hefði
stundum verið að færa það í tal við Guðjón, helst á
sunnudögum hvort hann vildi nú ekki þvo framan úr sér.
Ekki finnst mér líklegt að Kristgerður ráðskona hafi
staðið í langdregnu strögli við hann út af slíkum
hreingerningum. En Brynjólfur sagði að Guðjón hefði
svarað þessum framan úr stroku beiðnum kvennanna á
þessa leið: „Það rústar sig sjálft því hann rignir
stundum.“
Eftir fráfall Tjörva bjó Gerða gamla í bænum sem
alltaf var við hann kenndur eftir að þau settust þar að.
Þarna átti hún samastað allt til síns endadægurs.
Ég kynntist henni ekki fyrr en hún var orðin roskin.
Ekki er mér kunnugt um hve hún hefur verið hárprúð á
yngri árum. Eftir að ég sá hana fyrst var hárvöxtur
hennar það ofantekinn og sjálfstyttur að ég sá hana aldrei
reyna að flétta hár sitt. Ekki veit ég gjörla hve
Kristgerður þessi hefir verið gegn kristin. Hitt veit ég
nteð vissu að hún iðkaði talsvert kirkjugöngur og stefndi
þá löngum á Fríkirkjuna í Hafnarfirði og þeirri kirkju
ánafnaði hún eigur sínar sem reyndust þó nokkrar á þess
tíma mælikvarða.
Hér lýkur Tjörvamálum og Kristgerðarklausu.
Jón í Skollagróf.
S V
7^ BISK-VERK
Tökum að okkur alla byggingastarfsemi
Þorsteinn Þórarinsson, sími 486 8782 Nýsmíði - Viðhald Skúli Sveinsson 486 8982 ^ ^ > Bflasími 853 5391 Sumarhusaþj onusta GSM 3935391
891 8424
Litli - Bergþór 30