Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 17
Gísli og Inga ásamt bömum og tengdabörnum á 60 ára afmæli Ingu 1992. Taliðfrá vinstri: Hrönn, Jenný, Inga, Gísli, Jónlngi, Sesselja, Einar, Oddný og Gylfi. næstelstur í hópi 7 systkina. Systkini mín eru: Ingibjörg elst, og eftir mér koma Ingimar, Guðrún, Elínborg, Þóra og Magnús. Tíu ára gamall fór ég í heimavist í Reykholtsskóla. Þá vorum við hálfan mánuð í skólanum og hálfan mánuð heima. Stefán Sigurðsson var þá skólastjóri og eini kennarinn, og kenndi allt. Jafnt smíðar, sem handavinnu stúlkna, íþróttir, sund, og öll fög sem kennd voru. Hann var kvæntur móðursystur minni, Vilborgu Ingimarsdóttur, en hún var heilsulaus. Bjuggu þau, ásamt tveimur ungum dætrum, í einu herbergi í gamla skólanum, sem nú er leikskóli. Þar var líka heimavistin, kennslustofan og mötuneytið, að ógleymdri sundlauginni, sem var áföst húsinu. Leikfimi kenndi Stefán á stigapallinum á hæðinni og áhorfendasætin voru í tröppunum. Þegar ég hugsa til baka, finnst mér ótrúlegt að hann skuli hafa annað þessu öllu í þessum þrengslum og við þessar erfiðu aðstæður. Enn er hann vel ern og sprækur, kominn hátt á tíræðis aldur. Ég man, að við gátum stundum verið óþæg á kvöldin og fengum þá oft að fara í laugina. Hefur það eflaust náð úr okkur mesta galsanum. En sundtímarnir voru annars að deginum. Stefán hélt líka mötuneytisreikningana, en þá tíðkaðist að foreldrar greiddu með börnum sínum í matvöru. Sendu t.d. 40 1 mjólkurbrúsa með mjólkurbílnum, sem við krakkarnir vorum látin sækja að Brautarhóli. - Það þætti sjálfsagt ekki góð latína nú, að láta böm bera svo mikinn þunga langar leiðir. - Nú aðrir greiddu með kartöflum, dilkum eða með hrossakjöti. Kristinn á Brautarhóli saltaði kjötið. Það hlýtur að hafa verið mikið verk að halda utan um þetta uppgjör. Við vorum 14 í árganginum '32, sem fermdumst saman, 5 strákar og 9 stelpur. Af þeim eru enn hér í sveitinni þær Dísa og Eygló í Ásakoti, Auður frá Felli og Rúna í Hlíðartúni. L-B: Fórstu íframhaldsnám? Gísli: Jú, eftir fullnaðarpróf úr barnaskólanum, um fermingu, fór ég í íþróttaskólann í Haukadal til Sigurðar Greipssonar. Þar var ég í tvo vetur,1947- '48, en þriðja veturinn ('49) var ég hjá honum sem gegningamaður. Sigurður var þá með um 200 ær og 8 kýr. Ég tók samt þátt í glímu og leikfimi þann vetur líka. Iþróttaskólinn var góður skóli. Þar ríkti heragi, en jafnframt lagði Sigurður mikið upp úr félagsmálum. Hann herti mann upp, og ég man það sérstaklega hvað ég átti létt með vinnu eftir skólann og hvað úthaldið var gott. Það gerðist náttúrlega margt eftirminnilegt þarna. Greipur og Þórir tóku þátt í leikfiminni með skólasveinunum og hafði Sigurður gaman af að láta þá glíma saman bræðurna. Þótt Greipur væri stærri og þyngri kom hann Þóri aldrei úr handvörn og á meðan fylgdist sá gamli með og hafði gaman af. Skólinn byrjaði ekki á haustinn fyrr en að loknum haustsmalamennskum og sláturtíð, og var búinn í febrúar, til að nemendur kæmust á vertíð. í skólalok var alltaf haldin skemmtun á Söndunum og var það aðalskemmtunin hér að vetrinum. Þá var íþróttasýning og dansað á eftir. Þar komu líka ýmsir skólavinir, t.d. sr. Eiríkur þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkisins og fleiri, og héldu ræður. Þótti nemendum þær oft ærið langar og leiddist undir þeim. Ég man að ég var frekar feiminn og uppburðarlítill í Guðrún, Ingibjörg og Elínborg, systur Gísla. Ur 60 ára aflnœli Gísla í Aratungu. F.v. Erlendur, Þorlákur, Ingvar, Gísli og Guðrún Sveins. byrjun og á sýningunni fyrsta árið missti ég af mér skóinn. En frekar en brjóta heragann og fara út úr röðinni, lét ég skóinn liggja og gekk berfættur á öðrum fæti það sem eftir var sýningar. Síðan lá leiðin í Hólaskóla veturinn 1951-'52, í Bændadeildina. Fékk ég að nota sum prófin frá Geysi og las auk þess utanskóla. Lauk ég náminu á einum vetri, en það var annars 2ja vetra nám. Við vorum 17 nemendur, sem útskrifuðumst á einum vetri auk 10 nemenda, sem höfðu verið árið á undan. Kristján Karlsson var þá skólastjóri, en kona hans var Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.