Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 27
Tjörvamál frh...
1900. Ég veit ekki hvaða ár Tjörvi missti
Amleifi konu sína. Eftir að hann varð
ekkjumaður bjó hann lengi með
ráðskonu, fyrst að Straumi og svo í
svonefndum Tjörvabæ í Hafnarfirði. Hún
bjó í þessum bæ eftir fráfall Tjörva allt til
síns endadægurs.
Konu þessa þekkt ég allvel þar sem
ég vandi komur mínar til Tjörva um ára
bil meðan ég var á bamsaldri. Ég mun
segja frá henni eitthvað nánar áður en ég
lýk við ritgerð þessa.
Fyrr á tíð þótti Straumur góð bújörð.
Aður fylgdi jörðinni allmargar hjáleigur
sem áttu þar að mestu óskipt land með
heimajörðinni en voru a.m.k. sumar í
séreign ábúenda seinni árin sem þær voru
1 byggð. Þær hétu: Litli-Lambhagi, Stóri-
Guðjón Guðmundsson
Tjörvason.
mér aldrei að skapi.
Aður en Tjörvi gekk í hjónaband
eignaðist hann son sem Guðjón var
nefndur. Móðir þessa drengs hét
Oddbjörg.
Ekki veit ég með hve miklum
dáleikum þessum Tjörvasyni var tekið
þegar hann kom í þennan heim. Oftar en
ekki reynist sú ánægja eitthvað blendin
þegar „holubörn“ eiga í hlut. Hitt veit ég
með vissu að enga lifandi afkomendur
ætti Tjörvi ef Guðjón þessi hefði ekki
komið til sögu í þessu efni.
Mér er ekki kunnugt um hver afskipti
Tjörva hefur haft af syni sínum á þeim
árum sem drengur þessi óx úr grasi. En
ljóst er af framvindu mála að
Straumsbóndinn byggir syni sínum hluta
Lambhagi, Gerði, Þorbjamarstaðir, Þýskabúð og
Péturskot.
Tjörvi þótti góður bóndi. Sauðfjárbúskapur mun hafa
verið traustasta undirstaða búskapar í Hraununum.
Vetrarbeit reyndist þar farsæl og öragg í flestum árum,
bæði til fjalls og fjöru. Sölvareki á hausti og í
vetrarbyrjun var árviss við Þórðarvík skammt frá
Lambhagabæjum. Kvist- og lyngbeit ágæt upp um
hraunlandið.
A Reykjanesskaganum er oft æði úrkomusamt þá
komu sauðkindinni oft til góða öll þau skútaskjól sem
hraunlandið býður þar upp á.
Við sunnanverðan Faxaflóa var stólað meira á
sjávarfang en seinna varð. Aður hafa Hraunamenn
efalítið stólað talsvert á sjávarafla sér til búdrýginda,
þó trúi ég að Innnesjamenn hafi verið þeim aðsætnari
á því sviði. Þetta má teljast fullkomlega eðlilegt þegar
til þess er litið að Hraunabyggðin bauð upp á
tiltölulega trausta afkomu af sauðfjárbúskap.
I æsku lærði ég vísu sem mér þykir sennilegast að
einhver Garðhverfingur hafi ort á leið á mið í fiskiróðri.
Maður getur staðsett hagyrðinginn á fleytu sinni ekki
fjarri landi utan við Óttarsstaði. Vísan er svona:
Sólin er komin Keili á og Kotið lóna
Hraunamennirnir gapa og góna
er Gerðhverfinga sjá þeir róna.
Ef Tjörvi hefir ekki flutst að Straumi fyrr en hann var
kominn á sautjánda ár verður að teljast líklegt að hann
hafi hafið sína sjómennsku frá Hafnarfirði eða úr
Garðahverfi þar sem víst er að hann fæddist á Setbergi og
flutti þaðan með móður sinni og fóstra að Straumi.
Frá hinni einu og sönnu Straumsvík reri hann til
fiskjar ásamt hjáleigubændunum. Straumsvík var lygn
vogur sunnan við bæinn í Straumi, farsæll og öruggur
lendingarstaður.
En strax eftir að Álið varð málið, vilja flestir tala um
Straumsvrk þegar maður kemur á Hellahraun sunnan við
Hvaleyrarholt og suður að Óttarsstaðarauðamel.
Orðfærislegur ofvöxtur á þessari lygnu og tæru vík er
Þorbjörg Guðjóns
dóttir um 18 ára.
af eignarjörð sinni í þann mund að Guðjón staðfestir ráð
sitt.
Kona Guðjóns hét Þorbjörg
Guðmundsdóttir frá Óttarsstöðum í
Hraunum. Ég veit engin deili á
Guðmundi þessum önnur en þau að
hann var seinni maður Ragnheiðar
húsfreyju á Óttarsstöðum og
Þorbjörg var einkabarn þeirra.
Ragnheiður var Hannesdóttir frá
Tungu í Gaulverjabæjarhreppi.
Hennar ættir víðar um Flóa og
ofanvert Árnesþing. Styttra varð í
búskap þessara ungu hjóna en til
stóð, því konan deyr skyndilega,
þá ný stigin upp af sæng eftir sinn
fyrsta barnsburð. Þannig
tvístraðist þessi fjölskylda. Litla
stúlkan sem þessi ungu hjón eignuðust var látin heita
Þorbjörg Stefanía, bar því nafn móður sinnar og
hálfsystur föður síns, sem var Stefanía Guðlaug
Tjörvadóttir, en hennar
er getið hér að framan.
Guðjón kemur
Þorbjörgu litlu dóttur
sinni í fóstur hjá ömmu
hennar Ragnheiði
Hannesdóttur á
Óttarsstöðum. Hann
hrökklast fljótlega frá
búskap sínum í
Straumi.
Enn stóðu opnar
dauðans dyr gagnvart
afkomendum Tjörva,
því Guðjón sonur hans
er allur sex árum síðar,
þá var Þorbjörg dóttir Þorbjörg með Ragnheiði
hans á sjöunda ári. Hannesdóttur, ömmu sinni.
Litli - Bergþór 27