Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 19
Oddviti í aldarfjórðung Svo lenti ég inn í stjóm Búnaðarfélagsins fljótlega eftir að ég kom heim, var með þeim Þorsteini á Vatnsleysu og Skúla í Tungu. Það var skemmtilegur og fróðlegur tími. I hreppsnefnd var ég kosinn 1966 en Þórarinn á Spóastöðum var þá kosinn oddviti og var í tvö kjörtímabil, eða til 1974. Þá tók ég við sem oddviti Tungnamanna og sat til ársins 1998, eða í hart nær aldarfjórðung. Telst mér til að hreppsnefnarfundirnir hafi verið orðnir um 450 áður en lauk. L-B: Er eitthvað öðru fremur minnisstœtt frá búskaparárunum ? Gísli: Það er nú auðvitað svo margt. Eg vil þó minnast sérstaklega á öskuvorið 1970, en gos byrjaði í Heklu 5. maí það ár. Það varð okkur óvenju erfitt. Ég var þá ennþá sæðingamaður og við vorum með heilmargt fé. Það hafði litið óvenju vel út með gróður, en þegar gosið hófst varð allt svart og allur gróður var talinn eitraður. Ég var kosinn af hreppsnefndinni í bjargráðanefnd vegna öskufallsins. Sauðburður var byrjaður og sæðingunum þurftir auðvitað líka að sinna, svo þú getur nærri að það hefur verið nóg að gera. Það var ákveðið að flytja allar skepnur úr efri hluta Eystri-Tungu burt á öskulaust land. Fé og hross voru flutt á ýmsa staði, t.d. í Skálholt, Álfsstaði á Skeiðum og niður í Hraungerðishrepp. Þegar lengra leið á vorið var fengið pláss fyrir allar kvígur frá Hlíðum og úr Eystri- Tungunni í Gaulverjabæjarhreppi. Síðan þurfti að safna tjónaskýrslum frá öllum í sveitinni og fengu bændur nokkrar bætur úr Bjargráðasjóði haustið eftir. Lambæmar voru teknar til baka í byrjun júlí og fluttar á afrétt, og kvígurnar reknar heim um haustið og haldnar kvíguréttir í Tungnaréttum. Það er örugglega í eina skipti sem kvíguréttir hafi verið haldnar hér í Tungunum. Lindi í Dalsmynni var yfirkúreki og með honum var Einar okkar og fleiri strákar við kvígureksturinn. Þegar kom upp á Skeið var komið við á bæjum og foringinn orðinn vel kátur. En þetta gekk allt vel. Við rúðum okkar fé suður á Iðu og á Álfsstöðum og fluttum það svo á afrétt í byrjun júlí. En þú getur ímyndað þér að þetta hefur verið erfiður tími, og ekki síst fyrir Ingu, sem þurfti að sinna verkunum heima, með Jenný eins árs. L-B: Þú hefur eflaust oft farið áfjall. Kannt þú ekki einhverjar skemmtilegar sögur affjallferðum? Gísli: Jú, ætli ég hafi ekki farið um 40 sinnum á fjall. Ég var 14 ára þegar ég fór fyrst og í nokkur ár eftir það fór ég í fyrsta safn. Síðan fór ég í mörg ár í eftirsafn og þó nokkur ár fór ég bæði í eftirsafn og 3. leit (eftirleit). Mér er sérstaklega minnisstætt fyrsta kvöldið í Hvítárnesi í þessari fyrstu fjallferð minni. Ég, unglingurinn, tók auðvitað ekki þátt í gleðskapnum, en smokraði mér upp í efri kojuna og horfði niður á þá bændurnar syngja og skemmta sér. Þarna voru þeir Einar í Holtakotum, Ingvar eldri á Hvítárbakka, Erlendur á Vatnsleysu, Gvendur á Kjaranstöðum, Eiríkur í Fellskoti, Egill á Króki, Kristján á Felli og fleiri. Þá var mikið sungið og lítið sofið. En alltaf rifu þeir sig upp um morguninn og var ekki að sjá á þeim að þeir hefðu verið að skemmta sér um nóttina. Eina skiptið sem ég ætlaði ekki á fjall, var haustið sem ég varð oddviti, haustið '74. - Sumum fannst það reyndar ekki við hæfi að oddvitinn færi á fjall og skemmti sér við drykkju og söng, þó það væri nú ekki ástæðan fyrir því að ég ætlaði ekki. - En daginn eftir að eftirsafnsmenn fóru af stað fékk ég, sem oddviti, upphringingu gegnum Gufunesradíó, að það vantaði fjallmann og lækni í Hvítárnes. Vegna norðan sandbyls á leiðinni inneftir hafði Guðjón á Tjörn, fyrirliðinn, riðið á stein og fótbrotnað. Ég hafði strax samband við Konráð lækni, en hann taldi sig ekkert hafa að gera inneftir. Fékk ég þá Björn Halblaub, sem þá bjó á Norðurbrún, til að sækja Guðjón, en fór sjálfur með sem fjallmaður. Síðan kom í ljós að Þórarinn í Fellskoti hafði fengið sand í auga og var líka ófær um að fara lengra, svo Björn fór með þá báða, Guðjón og Þórarinn, til byggða. Guðni Lýðsson fór síðar sem fjallmaður fyrir Þórarinn og náði leitarmönnum við Svartárbotna. Þegar ég kom inn í Hvítárnes, voru menn ansi hnípnir yfir hrakföllunum, enda foringjalausir. Töldu menn rétt að ég yrði fyrirliði, fyrst ég kom inn fyrir Guðjón og er það í fyrsta og eina Magnús Halldórsson og Gísli. Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.