Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 31

Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 31
Frá Kvenfélaginu Sælar allar saman. Aðalfundurinn var haldinn miðvikudaginn 28. febrúar s.l. Vegna almenns sveitarfundar á mánudeginum 26., var því miður ekki hægt að hafa fundinn á mánudegi, sem er hefðbundinn fundardagur hjá Kvenfélaginu. Þetta miðvikudagskvöld höfðu sveitungarnir um nóg að velja, það voru einir 8 fundir eða samkomur í sveitinni þetta kvöld og því ekki hægt að segja, að lítið sé um að vera í Tungunum. Mæting hjá okkur var því bara viðunandi miðað við aðstæður. í stjórn og nefndir voru í þetta sinn kosnar eða valdar: Aðalstjóm: Formaður: Oddný Jósefsdóttir ritari: Elín M. Hárlaugsdóttir gjaldkeri: Geirþrúður Sighvatsdóttir Meðstjórnendur: Ingibjörg Bjarnadóttir og Aðalheiður Helgadóttir Varastjóm: Sigrún Reynisdóttir og Sigríður Egilsdóttir. Veitinganefnd: Ásta Skúladóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Sigríður Guttormsdóttir og varakona: Kristín Sigurðardóttir. 17. júní nefnd: María Þórarinsdóttir. Fulltrúi á S.S.K. fund: Halla Bjarnadóttir. Leikhúsnefnd: Karitas Melsted. Ákveðið var að leggja niður fjáröflunarnefnd um tíma, en að stjórn og veitingakonur skipuleggi sölu í tjaldinu í sumar og kannski fleira. Eins og sagt var frá í síðasta Litla-Bergþóri var ákveðið að halda hátíðarfund í tilefni af 70 ára afmæli Kvenfélagsins í apríl. Nú er búið að fastsetja þetta kvöld og verður hátíðarfundurinn haldinn í Réttinni í Úthlíð föstudagskvöldið 23. apríl n.k. og verður körlunum boðið með. Einnig var ákveðið að að kvenfélagskonur leggðu land undir fót um Jónsmessuna og færu norður til Dalvíkur og þaðan í eyjaferð til Hríseyjar og Grímseyjar. Munið að allar núverandi, fyrrverandi og nýjir félagar eru velkomnar, bæði á fundinn og í ferðalagið. Látið mig, eða aðrar úr stjóminni vita um þáttöku sem fyrst! Með bestu félagskveðjum, Oddný formaður. Hafðu samband og kynntu þér málið! _ til framtídar... með íslensku hugviti og framleiðslu. Sífellt fleiri húsbyggjendur velja límtré og Yleiningar frá Límtré hf. vegna gæða, endingar, hægkvæmni og verðs. LIMTRÉHF. ék atf/r LÍMTRÉ HF. - Viðarhöfði 2b - 112 Reykjavik - Sími 530-6000 - Fax 530-6019 E-mail limtréOlimtré.is Litli - Bergþór 31

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.