Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 28
Tjörvamál frh... Þegar hér er komið sögu var þessi litla stúlka Þorbjörg Stefanía eini þálifandi afkomandi Tjörva í Straumi. Þegar Þorbjörg þessi er uppkomin giftist hún Vilmundi Gíslasyni frá Kjarnholtum í Biskupstungum, þar hófu þau búskap á vordögum 1924. Þau bjuggu í Kjarnholtum til vors 1934, en þá flytjast þau að Króki, sem er smábýli í Garðahverfi. Eg hugsaði oft til þess eftir að ég komst upp og var kominn í búskap hér eystra, að það hefir vissulega verið í „kot vísað“ að flytjasl úr Kjarnholtum í Krók. Hér var um náinn frændskap að ræða og hafa þessi óheppilegu umskipti verið mér minnisstæðari þess vegna. Móðir mín Helga fyrrum húsfreyja í Stekk og Vilmundur frá Kjarnholtum voru systkinabjörn. Þessi dapurlegu bústaðaskipti komu ekki til af góðu. Vilmundur frændi minn lenti í alvarlegum og langvarandi veikindum, fyrir þær sakir neyddust þessi ungu hjón til að hverfa frá blómlegu búi og afburða góðri bújörð, sem þar að auki var föðurleifð Vilmundar. Þau Þorbjörg og Vilmundur eignuðust tjögur börn, þau systkini og þeirra niðjar eru eina fólkið, sem eru afkomendur Tjörva fyrrum bónda í Straumi. Tjörvamál II. Þegar Tjörvi brá búi seldi hann Bjama Bjamasyni, skólastjóra jörðina og áhöfn að stærstum hluta. Ekki veit ég með vissu hvenær þau kaup gerðust. Ég tel víst að það hafi verið um 1925 eðajafnvel fyrr. Bjarni var kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar 1912 -1915 og skólastjóri við sömu stofnun 1915 - 1929. Jafnframt stundakennari öll árin 1912 - 1929 við Flensborgarskólann. Þegar Bjarni fer frá Straumi tekur hann við skólastjórastarfi að Laugarvatni og var löngum kenndur við þann stað frá þeim tímamótum. Hann var kennari og skólastjóri í sautján ár við Bamaskóla Hafnarfjarðar. Ég man ekkert eftir Tjörva sem bónda í Straumi, vissi samt strax sem smástrákur að hann hafði verið þar gildur bóndi. Aftur á móti man ég vel eftir honum í svo nefndum Tjörvabæ í Hafnarfirði. Þangað kom ég æði oft frá því að ég var smá patti og fram að því að hann lagðist banaleguna. Þá hefi ég verið rösklega tólf ára því Tjörvi andaðist 6. febrúar 1934. Við tveir Stekksbræðra, ég og Guðjón, sem var hálfu öðru ári eldri, komum oft í Tjörvabæ á þessum ámm. Oftast kallaði hann til okkar þegar hann sá til ferða okkar í námunda við bæ sinn. Þá ávarpaði hann okkur eitthvað á þessa leið „Komið hér bræður og hjálpið mér svolítið“. Þá komum við trítlandi til hans. Þá gaf hann okkur einhverjar frekari fyrirskipanir. Þetta voru að mestu leyti snúningar kringum kindur. Einu sinni átti ég að færa köttum fiskmeti upp á skemmuloft. Mér þótti hann vel birgur af köttum og raunar furðaði mig á allri þessari kattaeign. Þegar ég var orðin níu eða tíu ára og þekkti gamla manninn býsna vel, spyr ég einu sinni: „Tjörvi af hverju áttu svona marga ketti?“ þá svarar hann að bragði: „Jón, það er betra að eiga ögn af köttum en urmul af rottum“. Það má segja að hann svaraði manni að jafnaði bæði afdráttarlaust og eftirminnilega. Eftir að ég fór að snúast í kringum hann átti hann 40 - 50 kindur og einn hest, sem nefndur var Tjörva-Bleikur. Allt fóður mun hann hafa keypt í fénað sinn eftir að hann fluttist í Fjörðinn. Lítið nýja snið var á bænum sem hann bjó í, þess vegna hlýtur hann að hafa keypt hann af einhverjum þegar hann fluttist frá Straumi, en að húsabaki var fjárhús og hlaða, einnig „kattaskemman“. Það hafa sennilega verið hús sem Tjörvi hefur látið byggja. Þau voru vel viðuð og sýnilega nýleg. Skemman var engan veginn bara kattavæn því hún geymdi margt fleira því kettirnir höfðu einungis aðgang að efri hluta risins, auk einhverra smuguganga neðar í skemmunni í sambandi við einhverjar rotturyskingar. Þegar ég fer að venja komur mínar í Tjörvabæ þá er þessi uppgjafabóndi tekinn fasta að reskjast, 75 eða 76 ára. Hann átti í bæ sínum ríflegan bókakost. Las oftlega en vék að manni orði inn á milli. Fljótt varð ég þess áskynja að hann las og átti erlendar bækur í bland við þær sem geymdu móðurmálið. Þeir sem lengi höfðu þekkt Tjörva vissu að hann hafði lesið sér til gagns bæði dönsku og ensku og hafði löngum verið mikill lestrarhestur. Hann bjó á þeim tímum sem vinnuafl var bæði ódýrt og auðfengið. Meðan hann bjó í Straumi átti hann stórt fjárbú og heldur arðsamt, að þeir töldu er vel þekktu til. Þegar hann sat við lestur notaði hann lestrargleraugu en þess utan gekk hann alltaf með dökkgræn hlífðar- eða sólgleraugu. Þ.e.a.s. á efri árum. Það er eftir að ég fór að venja komur mínar til hans. Hann var að vonum orðinn nokkuð hæruskotinn, en ekki nærri hvítur fyrir hærum. Þétthærður með smá skallavott um háhvirfilinn. Hann var ábyggilega frekar vinsæll. Hafði talist nokkuð höfðingjadjarfur og ögn hortugur í svörum. Það var háttur hans þegar hann þurfti að leita eftir hjálp hjá öðrum, þá setti hann það aldrei fram í neinum bænar umbúðum. Heldur í vægum skipunartón: „Þú gerir þetta fyrir mig“. Við bræður vöndumst þessu fljótt og vel. Maður hændist vel að honum og kippti sér ekkert upp við þessa sérstæðu framsetningu og hálfgildings skipanir. Einhvern veginn skynjuðu bæði börn og fullorðnir sem umgengust hann að þetta var hans „stíll“ og maður sætti sig við það. Að jafnaði gekk Tjörvi á heimagerðum leðurskóm, en undir það síðasta var hann stundum innanbæjar í hlýlegum inniskóm. I gegningum var hann stundum í talsvert óhreinum ígangsklæðum. Slíkt taldist engan veginn til einsdæma. Þegar hann fór til kirkju eða skrapp til Reykjavíkur tók hann fram spariklæðnað sinn mógræn klæðisföt, „danska skó“ og brúnan hatt. Hann bjóst vel um eins og sagt var í gamla daga. Þessi spariföt hans voru sérlega vönduð og mér fannst þessi öldungur vera virkilega höfðinglegur þegar hann var kominn í sín ágætu spariklæði. Tjörvi var oft glettinn og gamansamur og ábyggilega Litli - Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.