Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 22
Oddviti í aldarfjórðung
gjósa. Talið er að það sé hægt að gera með þrennu móti,
án þess að nota sápu:
1. Að lækka skálarbarmana um fet niður fyrir
raufarbotninn, sem nú er.
2. Setja hitara í hverinn, en það er búið að teikna það
og er hægt að koma honum fyrir rétt undir yfirborðinu,
þannig að ekki sjást nein verksummerki. Það hefur þann
kost, að þá er hægt að panta gos, þyrfti aðeins að kveikja
á hitaranum og rofinn gæti verið t.d. úti á Hóteli.
3. Þriðji möguleikinn er að bora í hverinn.
Nú, þessi skýrsla okkar var tekin fyrir á
ríkistjómarfundi og samþykkt að skipa þessa nefnd. En
síðan hef ég ekki frétt um framhaldið.
Oddvitar uppsveitanna 1985 ásamt framkvœmdastjóra SASS.
Efri röðf.v. Loftur Þorsteinsson, Gísli Einarsson, Hjörtur
Þórarinsson, Jón Eiríksson, Þórir Þorgeirsson.
Fremri röð: Arsœll Hannesson, Böðvar Pálsson, Ingólfur
Guðmundsson og Steinþór Ingvarsson.
L-B: Hvað með sameiningarmálin, hver er þín
skoðun á þeim?
Gísli: Eg er ekki í vafa um að það verður sameining.
Stefnan er á stærri einingar núna. En vandi okkar hér í
uppsveitunum er, að það er enginn afgerandi
byggðakjarni. I mínum huga er brú yfir Hvítá
grundvallaratriði og nýr vegur milli Þingvalla og
Laugarvatns.
Sameining getur leyst sum vandamál en hún býr líka
til önnur. Eg held að það sé gott að bíða, þá verður
komin reynsla frá öðrum sveitarfélögum, sem hafa
sameinast.
Ef halda á því til streitu að sameina þessa 6 hreppa,
þarf að undirbúa það vel fyrir næstu kosningar, allavega
ári fyrir kosningar. En svo er vaxandi fylgi við að
sameina alla Arnessýslu. Eftir því sem lengra líður
sýnist mér það vera vænlegri kostur. Það eru helst þeir
hreppar sem hafa góðar tekjur, sem ekki eru tilbúnir að
sameinast. En það þýðir ekki að horfa bara í budduna og
eiga nóga peninga, hrepparnir verða líka að geta boðið
uppá samfélag, sem fólk vill búa í.
En það hefur verið mikið og gott samstarf milli
hreppanna hér í uppsveitunum og það knýr því ekki eins
mikið á um sameiningu.
L-B: Segðu mér nánarfrá þessu samstarfi
hreppanna.
Gísli: Það má segja að samstarfið hafi hafist þegar
Laugarás var keyptur sem læknissetur 1923.
Læknishéraðið var þá nefnt Grímsnes-læknishérað og að
því stóðu 6 hreppar. Biskupstungur, Grímsnes,
Laugardalur. Hrunamannahreppur, Gnúpverjahreppur og
Skeið. I þá daga var reiknað með því að læknirinn væri
með búskap og jörðin því keypt sem bújörð.
Oddvitar hreppanna mynduðu stjóm og var
samstarfið í oddvitanefndinni mjög gott. Árið 1981 var
gerður samningur á milli stjórnar Laugaráshéraðs og
hreppsnefndar Biskupstungna, þar sem
Biskupstungnahreppi er falin umsjón jarðarinnar og
jafnframt var Hitaveita Laugaráss afhent
Biskupstungnahreppi til eignar.
Tekjum af Laugarásjörðinni í formi lóðaleigu er skipt
þannig að Laugaráshérað fær 60% af þeim en
Biskupstungnahreppur 40% fyrir umsjón og innheimtu.
Með breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga
1990, varð rekstur heilsugæslustöðva síðan alfarið
verkefni ríkisins og stjórnarmenn stöðvanna þá skipaðir
af ráðherra. Sveitarfélögin greiða þó áfram 15% af
stofnkostnaði og hefur Laugaráshérað greitt sín 15% í
Heilsugæslustöðinni nýju með tekjum af jörðinni.
Samstarfið hefur líka verið mjög gott á öðrum sviðum
hér í uppsveitunum. Menn hafa fundið að samvinna er
Ingibjörg og Gísli með sonarsoninn Gísla Gylfason.
nauðsynleg og það hefur verið fullt traust milli okkar
oddvitanna. Næsta samvinnuverkefni var samningur um
atvinnuuppbyggingu árið 1981, sem leiddi af sér stofnun
Límtrés á Flúðum og seinna Yleiningar hér í Reykholti.
Önnur samvinnuverkefni voru ráðning byggingarfulltrúa
og síðar ferðamálafulltrúa uppsveitanna.
L-B: Hvernig sérð þú framtíðina fyrir þér hér í
Biskupstungum ?
Gísli: Eg bind mestar vonir við þessa nýju
fjarskiptatækni og tölvutækni. Það er til fólk, sem vill
búa úti á landi, ef það fær viðunandi þjóustu. Það þarf að
huga að því. Þessi tækni gerir fólki kleift að búa hvar
sem er og stunda sína vinnu í gegnum tölvu. En hjón
þurfa bæði að hafa vinnu og það vantar fjölbreytni í
Litli - Bergþór 22