Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 7
Hreppsnefndarfréttir
en kaupandi Svana Einarsdóttir. Hreppsnefnd samþykkir
að nýta ekki forkaupsréttar sinn.
Til kynningar, erindi frá Gunnari Hafsteinssyni,
virkjun/rafstöð í Hrútá. Að virkjuninni standa
landeigendur jarðanna Brekku og Miðhúsa í
Biskupstungnahreppi. Óskað er eftir því við hreppsnefnd
að hún samþykki deiliskipulag að rafstöðinni.
Hreppsnefnd samþykkir að óska eftir leyfi
Skipulagsstofnunar til að auglýsa skipulagið.
Hreppsnefnd gerir þann fyrirvara á samþykkt sinni að
framkvæmdir verði utan aðalsumarleyfistíma, júní til
ágúst. Við framkvæmdir verði tekið tillit til náttúru
svæðisins og að frágangi vegna verkþátta verði lokið
jafnóðum og framkvæmdum lýkur.
Til kynningar erindi frá Byggðir og bú ehf.
Erindið varðar heildarútgáfu á sögu ábúðar í Amessýslu.
Óskað er eftir styrk sem nemur um 15% af heildar-
kostnaði frá sveitarfélögunum í Arnessýslu. Samþykkt
að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar í janúar.
a) Sorpeyðingargjald á fyrirtæki og lögbýli.
Samþykkt er að sorpeyðingargjald á smáfyrirtæki og
lögbýli verði krónur 10.000.- fyrir árið 1999.
Stærri fyrirtæki greiði sama grunngjald eða krónur
10.000,-. Við það gjald bætist síðan kostnaður vegna
gámaflutninga og innvegins sorps. Þetta gjald
innheimtist eftirá í samræmi við fyrirliggjandi tölur um
kostnað sveitarfélagsins.
Þau fyrirtæki sem hafa verið að greiða þennan
kostnað sjálf beint gefst áfram kostur á því. Stefnt er að
því að bæta gámaaðstöðu sveitarfélagsins.
Kynntar voru tillögur að erindisbréfl félagsmála-
nefndar uppsveita Amessýslu og reglur um félagslega
heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð félagsmálanefndar.
Sveini A. Sæland, oddvita, verði falið að undirrita
erindisbréfið ef ekki koma fram athugasemdir fyrir 15.
des.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands þakkar
hreppsnefnd Biskupstungna fyrir samúð og hlýhug við
andlát Guðrúnar Katrínar.
Lagt fram til kynningar frístundarbyggð við
Neðra-Dal.
Hreppsráðsfundur 12. janúar 1999.
Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt að
tilraunastarf verði á Suðurlandi um meðferðarþjónustu að
lokinni greiningu skólasálfræðings fyrir börn og
unglinga.
Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 9. des.
1998 og hækkun á gjaldskrá Sorpstöðvar Suðurlands auk
fjárhagsáætlunar. Gjaldskráin hækkar um 6% að
meðaltali. Kynnt og staðfest.
Fundargerðir stjórnar SASS 2. desember 1998 og
6. janúar 1999. Lagt er til að hækkun á gjaldi til SASS
verði um 10% á árinu, eða fari í krónur 195 á íbúa.
Árgjald fyrir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands verði krónur
170 á íbúa. Auk þessa verður hækkun vegna
þjónustugjalds á skólaskrifstofu 17,5%. Kynnt og
staðfest.
Bréf frá Gylfa Haraldssyni um skipulag
hitaveitumála í sveitinni, dags. 9. des. 1998. Hreppsráð
vill þakka Gylfa fyrir áhuga hans á þessu máli. Það fé
sem sveitarstjóm hefur til framkvæmda hefur frekar farið
til vatnsleitar og vatnsöflunar. Hreppsráð mun áfram
leita hagkvæmra leiða til að hitaveita verði sem víðast.
Kaupsamningur vegna Kistuholts 4, Reykholti
(Kæribær). Kaupandi Gufuhlíð ehf seljandi
Biskupstungnahreppur. Samþykkt af hreppsráði.
Námsstefna um vatn sem auðlind. Hreppsráð
samþykkir að greiða þátttökugjald fyrir einn aðila sem
færi fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fundargerðir byggingarnefndar íþróttahúss dags.
4. og 8. janúar 1999. Rætt var um þóknun vegna starfa
byggingamefndarmanna. Með tilliti til fjölda funda (40-
50 fundir) og annarra starfa hefur orðið að samkomulagi
við sveitarstjóra að greiða Gunnari Sverrissyni og
Kjartani Sveinssyni kr. 100.000.- hvomm vegna framlags
þeirra til íþróttahúss. Fyrir fundinum liggur ósk þeirra
um að gefa til íþróttahússins þessa upphæð til tækjakaupa
í íþróttahús. Samþykkt að sveitarstjóri sendi
byggingamefnd þakkarbréf þar sem þakkað er fyrir
umrætt framlag og allt starf við byggingu íþróttahússins.
Kynnt og staðfest.
Málefni Náttúrustofu Suðurlands og
Kirkjubæjar-stofu, bréf dags 4.
janúar 1999. Hreppsráð leggur f Ég vil láta taka þátt í
til við hreppsnefnd ( Náttúrustofu.
Biskupstungna að sveitarfélagið
taki ekki þátt í ofangreindu verkefnr
Bréf aðstoðarborgarstjóra Barr í Frakklandi og
óskir um að efla vináttu milli sveitarfélaganna.
Sveitarstjóra falið að þakka hlý orð og skila kveðju
hreppsnefndar og lýsa áhuga á að viðhalda góðum A'
tengslum við Barr, Frakklandi.
Beiðni Ferðaklúbbsins 4x4 um framlengingu á
leigusamningiþeirraáArbúðum. Samþykktað
sveitarstjóri annist endurnýjun samningsins í samráði \J
við verkstjóra sveitarfélagsins. Samningurinn
verður lagður fyrir hreppsráð að því loknu.
Bréf frá formanni fjallskilanefndar Eiríki Jónssyni
um bætta aðstöðu í Svartárbotnum. Endanleg ákvörðun
um framtíðarstaðsetningu og aðstöðu Svartárbotna-
skálans verður tekin að vori er snjóa leysir. Afram er
stefnt að því að bæta aðstöðu á afréttinum fyrir gangna-
og ferðamenn. Til þess að vinna að þessu markmiði þá
skulu þær tekjur sem koma af afréttinum verða notaðar til
uppbyggingar þar.
Hreppsráðsfundur 14. janúar 1999.
Tekið var fyrir uppgjör byggingafulltrúa uppsveita
Árnessýslu vegna síðasta árs. Kynnt og staðfest.
Tekin var fyrir fjárhagsáætlun Biskupstungna-
hrepps fyrir árið 1999 og rædd ítarlega. Lokið var við að
fara yfir alla gjalda og tekjulið áætlunarinnar.
Vegna þess að umræðum um fjárhagsáætlun vegna
ársins hefur verið flýtt, er ekki hægt að byggja á
Litli - Bergþór 7