Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 18
Oddviti í aldarfjórðung Sigrún Ingólfsdóttir. Bróðir Kristjáns, Sigurður, var bústjóri. Herbergisfélagar mínir á Hólum voru þeir Guðni Karlsson frá Gýgjarhólskoti og Skírnir Jónsson, bóndi á Skarði í Þingeyjasýslu. Eg var fyrir norðan í jólafríinu ásamt fleirum, sem langt áttu heim. Var það gott og fjörugt jólafrí og sama má segja um allan veturinn. Um vorið var ég í verknámi á Hólabúinu og er mér minnisstæð ferð sem ég fór, ásamt 10-12 manns öðrum, út í Drangey aðfaranótt 17. júní. Fórum við á báti frá Hofsósi. Um nóttina gerði vitlaust veður á okkur úti í eyjunni og fuku tjöldin af okkur. Komumst við til baka daginn eftir við illan leik og þótti ótrúlegt að við skyldum komast lifandi, því ekki var lendandi í Hofsósi. En það tókst samt. Eg var þarna á vörubíl, sem ég átti, og flutti ég allt fólkið heim á pallinum. Breiddi segl yfir, því það var ekki þurr þráður á neinum, enda fólkið ekki gallað til vosbúðar. Næsta vetur fór ég ekki í skóla. Vann suður á Keflavíkurflugvelli til áramóta, en leiddist. Sá þá auglýst ' eftir fjósameistara á Vífilstðöðum og fór þangað og var til vors. Þar var kátt og skemmtilegt fólk. M.a. hópur af hjúkrunarnemum, sem gaman var að heimsækja á kvöldin. Þarna var þá berklaspítali, en ríkið rak búið og afurðirnar voru notaðar á hælinu. A þessum tíma sótti ég um framhaldsdeildina á Hvanneyri, sem nú kallast búvísindadeild, og fékk inngöngu. Þangað fór ég haustið eftir, 1953, og útskrifaðist sem búfræðikandidat vorið 1955 eftir 2ggja ára nám. Við vorum 7 í deildinni, en skólastjóri var þá Guðmundur Jónsson. Meðal eftirminnilegra kennara voru til dæmis Gunnar Bjamason og Haukur Jörundsson. Gunnari þótti gaman að tala um hross og spiluðum við stundum inn á það, einkum ef við vorum illa lesnir! L-B: Hvert lá leiðin eftir Hvanneyrardvölina? Gísli: A Hvanneyri kynntumst við Inga, en hún var að vinna sem bakari við skólann. Við bjuggum fyrsta veturinn eftir að ég útskrifaðist í Reykjavík, byrjuðum okkar búskap í Skerjafirði, og þar fæddist Einar. Vann ég þá hjá Búnaðarfélagi Islands við að gera upp skýrslur sauðfjárræktar- félaganna fyrir Halldór Pálsson. Þegar leið á veturinn talaði Kristján á Hólum við mig og falaði mig sem bústjóra að Hólum. Og það varð úr að við fórum þangað vorið 1956 og vorum þar í eitt og hálft ár. Það var mjög skemmtilegur tími líka. Við kynntumst Gisli og Inga 1955 Skagfirðingum og bændunum í kringum Hóla, en það fylgdi bústjóraembættinu að vera gangnaforingi og réttastjóri í Laufskálarétt. Arið 1957 var ákveðið að setja á fót sæðingastöðina í Laugadælum (sem nú heitir kynbótastöðin), og réði ég mig að henni. Við Sigurmundur, skólabróðir minn frá Hvanneyri, byrjuðum reksturinn saman. Það voru nokkrir hreppar, austan og vestan Þjórsár, sem voru með til að byrja með, og síðan smá stækkaði starfssvæðið. I Laugadælum vorum við í eitt og hálft ár og fluttum síðan í Kjarnholt árið 1959. Keypti ég hálfa jörðina af ömmu minni Guðrúnu, og stofnaði nýbýli. En faðir minn átti aldrei nema hálfa jörðina á móti ömmu. - Jarðarpartinum fylgdu engin hús né ræktun og þurftum við að byggja allt upp frá grunni. Byrjuðum við á að byggja hænsna- og svínahús og vorum, að ég held, fyrst Tungnamanna til að vera með svín. A sama tíma innréttuðum við íbúð í risinu á íbúðahúsinu sem foreldrar mínir byggðu og var þá tiltölulega nýtt. Við vorum með hænsnin í gamla bænum, og vorum komin með um 2-300 unga þegar við fluttum þá í nýja hænsnahúsið. Það var nú hægara sagt en gert að koma þeim yfir og varð ofaná að reka þá. Lögðum við net kringum þá og smá mjökuðum þeim þannig yfir. Þarna vorum við með um 3-400 hænur í helmingnum af húsinu og gyltur í hinum hlutanum. Það gat verið meiriháttar fyrirtæki að koma gyltunum undir gölt og þurfti til að byrja með að flytja þær allt niður í Flóa. M.a. átti Stefán í Túni gölt og þurfti ég eitt sinn að fara með gyltu þangað. Tróð ég gyltunni aftur í Willisinn og var að leggja af stað, þegar vinnumaður okkar kom. Var hann að koma úr Reykjavík, góðglaður, og vildi koma með mér. Varð það úr og segir ekki af ferðum okkar fyrr en við komum suður á Skeið. Þá trylltist gyltan allt í einu og kom vaðandi yfir okkur í framsætið. Þurftum við að slást þar við hana, en komum henni að lokum aftur á sinn stað. Við þetta snar rann af vinnumanni og sagðist hann aldrei hafa orðið jafn hræddur á ævinni. Við vorumí byrjun með um 60 kindur, en smáfjölguðum fénu og vorum mest með 360 kindur á fóðrum. Byggðum við fjárhús 1962, sem reyndar er búið að rífa núna, og síðan nýtt fjárhús '68. Kýr áttum við flestar 5. Það lenti nú mest á Ingu að hugsa um búið og barnauppeldið því ég var alltaf í annarri vinnu með og hefur það eflaust oft verið erfitt fyrir hana. Ingibjörg skýtur inn í: Strákamir voru nú ekki gamlir þegar þeir fóru að hjálpa til. Og svo voru alltaf unglingar í sumarvinnu. - Eitt er allavega víst að það var verkfall hjá mér þegar Einar keyrði í fyrsta sinn á traktornum niður brekkuna frá bænum. Hann hefur varla verið meira en 6-8 ára þá, náði varla upp fyrir stýrið! L-B: Hvaða stöifum öðrum sinntirþú Gísli? Gísli: Sæðingar byrjuðu hér í uppsveitunum 1962. Sótti ég um og fékk sæðingar í Biskupstungum, Laugardal og Grímsnesi, og var í þeim þar til ég var kosinn oddviti '74. Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.