Litli Bergþór - 01.04.1999, Blaðsíða 20
Oddviti í aldarfjórðung
skipti, sem ég hef verið fyrirliði. Átti þessi ferð eftir að
verða enn sögulegri, því daginn sem við fórum frá
Hveravöllum, fórum við Halli í Einholti í Fögruhlíð og
Þverbrekkur. Það var logn og snjóföl og þegar við
komum yfir Fúlukvísl hittum við á aðra fjallmenn, mjög
slegna. Sögðu þeir frá því, að Kristján (eldri) í
Borgarholti hefði lent undir ís í Fúlukvísl ásamt hesti
sínum. í Ijós kom þó að allt var í lagi með Kristján og
klárinn, höfðu þeir komist upp undan ísnum um 200
metrum neðar. En hnakkinn vantaði og hefur hann ekki
fundist síðan. Eftir svaðilförina lagði Kristján ótrauður af
stað í Svartárbotna, en kom hestinum ekki yfir Svartá,
þar sem hún var hálflögð, enda klárinn hvekktur. Hafði
hann því riðið honum í réttina í Gránunesi og þar lá hann
sofandi þegar við komum að. Var hann holdvotur en að
öðru leyti salla rólegur. Lét ég hann hafa peysu sem ég
var í, og síðan riðum við í Svartárbotna. Eftir þetta gekk
fjallferðin stórslysalaust.
Þriðju leitir gátu ekki síður orðið sögulegar. Fyrstu
árin var farið með trússið á bíl í Hvítárnes, og þaðan farið
J áfram á hestum. Seinna fór ég að fara með farangurinn á
bíl alla leið og eldaði þá ofaní þessa 4-5 fjallmenn. Ég
tók samt alltaf leit líka, var með hestana með mér á kerru.
Síðar kom Eyja (Þórey Jónasdóttir) með mér og hjálpaði
til við eldamennsku og leitir.
Menn höfðu nú ekki mikla trú á því, til að byrja með,
að ég gæti eldað - karlmaðurinn. - Meðal annarra var Ingi
á Hvítárbakka heitinn eitthvað tortryggin á kjötbollurnar
mínar. En svo vildi til, að í fyrstu leit, fyrr um haustið,
hafði ær frá mér verið skorin á þessum slóðum, af því að
hún gekk ekki. Taldi ég Inga trú um að ég hefði hakkað
kjötið af henni og notað í kjötbollurnar. En allt var þetta
græskulaust gaman.
Gísli og Inga á góðri stund í réttunum.
Það gat oft verið
skemmtilegt í
eftirleit þótt fáir
væru og það væri
ansi þröngt í litla
kofanum í
Fossrófum.
Ég held að Jón í
Kotinu hafi byrjað
að yrkja í eftirleit og
var fyrsta vísan um
okkur Inga. En við
höfðum verið að tala
um það, að við
hlytum að finna
kindur, því hrafninn
hafði fylgt okkur um
daginn: Vísan er
svona.
Hrafninn flýgur um aftaninn,
haldinn sulti og þreytu.
Ekki fœr hann enit uin sinn,
ekki fœr Itann enn um sinn,
ýstruna stóru - ýstruna stóru og feitu.
Einu sinni varð ég eitthvað seinn á bílnum með
trússin, og náði ekki leitarmönnum fyrr en uppi á
Bláfellshálsi. Fékk ég þá þessa vísu hjá Jóni fyrirliða:
Fálátur erflokkur minn,
fer að dofna grínið.
Ekki kemur oddvitinn
enn með brennivínið.
L-B: Það hefur margt gerst á þeim 24 árum, sem þú
staifaðir sem oddviti. Gœtir þú nefnt það helsta sem þér
þykir markvert.
Gísli: Ef þú ætlar að láta mig segja frá öllu
markverðu, sem gerst hefur hér í Tungunum og í
málefnum uppsveitanna síðustu áratugina, getum við
haldið áfram í alla nótt.
En það hafa auðvitað orðið miklar breytingar á
starfinu frá því ég byrjaði. Verkefnin eru allt önnur nú.
Maður sér það best þegar skoðaðir eru gamlir pappírar.
Fyrstu árin var ég hér heima með skrifstofuna en
hreppsnefndarfundir voru haldnir í Aratungu. Stærstu
fundirnir voru fjallskilafundur og fundur um niðurjöfnun
útsvara, sem tók 2 daga.
Skólaakstur byrjaði 1968 og var auðvitað ekki
einhugur um það mál. En ráðuneytið stefndi að
skólaakstr? frekar en byggingu heimavista og varð það
því ofaná.
Með skólaakstrinum slitnaði hinsvegar sambandið við
Auðsholt. Til að byrja með greiddum við skólaakstur
barna frá Auðsholti að Flúðum, en það réði úrslitum
þegar börnin hættu að kynnast í skóla. Ábúendur fengu
að ráða því hvorum hreppnum þeir vildu tilheyra og
fluttu ekki allir heimilisfangið á sama tíma. En auðvitað
var miklu eðlilegra að Auðsholt tilheyrði
Hrunamannahrepp, þar sem auðveldara var að sækja
þjónustu þangað.
Eitt af því, sem ég tel til merkilegra viðburða, var
þegai' tókst að ná samkomulagi við Húnvetninga um
afréttarmörk á Kili. En það var gengið frá því árið 1983.
Þetta voru nokkuð erfiðir samningar og allir héldu fast á
sínu. Voru haldnir margir fundir og mörg bréf skrifuð,
en að lokum náðist sátt og við skrifuðum allir undir þama
inni á Kili. Ég held að þetta samkomulag hafi heldur
styrkt vinskap milli þessarra héraða en hitt.
L-B: Nú hefurþú verið í nefiid um skipulag
miðhálendisins. Hvernig hefurþað mál gengið?
Gísli: Já, ég var skipaður í þá nefnd af Héraðsnefnd
Árnesinga, en nefndin var þannig skipuð, að allar
héraðsnefndir, sem land áttu að miðhálendinu, skipuðu 1
fulltrúa. Voru 12 fulltrúar í nefndinni.
Umhverfisráðherra skipaði formann nefndarinnar, en
ritarinn var frá Skipulagi ríkisins. Þetta var mikil vinna
og starfaði nefndin í 5 ár. Það kom í ljós að stjórnsýsla á
miðhálendinu var mjög óljós, svo breyta þurfti lögum.
Fengum við umhverfismálaráðheiTa á fund og að okkar
tillögu var farið í að ákvarða mörk sveitarfélaga á
hálendinu. Voru tilnefndir 3 menn frá dómsmála-,
umhverfis- og landbúnaðarráðuneyti í svokallaðan
stjórnsýsluhóp og óskuðu þeir eftir 3 mönnum til
Litli - Bergþór 20