Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 3
Ritstjómargrein Koma Guðrúnar Jónsdóttur, Rúnu, frá Stígamótum, á fund Ungmennafélagsins í byrjun vetrar leiðir hugann að ungu fólki og aðstæðum þeirra heimaf yrir. Umfjöllun fjölmiðla um nýgenginn sýknudóm í máli dóttur gegn föður sínum, vegna meints kynferðisofbeldis leiðir einnig hugann að foreldrum sem leggja líf barna sinna í rúst. Sem betur fer líður flestum börnum vel á heimilum sínum. Auðvitað kljást allir við einhver vandamál, enda eru vandamálin til þess fallin að takast á við og vinna úr. Þannig þroskast maðurinn og eflist og getur stöðugt tekist á við erfiðari verkefni og vaxið með þeim. Það hlýtur alltaf að vera megin verkefni foreldra að koma börnum sínum til manns og að þroska þau þannig að þau standi vel undir eigin lífi og þeim verkefnum sem þau þurfa að takast á við í sínu lífi. Ef foreldrar eru meðvitaðir í uppeldishlutverki sínu þá gengur uppeldið oftast miklu betur, en ef lagt er af stað og ekki séð fyrir hvert skal halda. Ef við eigum mjög öflug böm þá viljum við styrkja þau jákvætt en ekki koma þeim í þá stöðu að vera neikvæð og fúllynd. Ef börnin okkar ná illa að tilenka sér eitthvert námsefni, þá er mikilvægt að styðja vel við nám þeirra. Ef þau eru lesblind þarf að verja meiri tíma í lestramám en ella, ef þau eru misþroska þarf að hvetja þau meir en önnur börn og auka þroska þeirra. Ef þau eru ofvirk og dugleg þarf meiri aga og eftirfylgni við bömin. Uppeldi barna gengur misvel og foreldrar era mishæfir í að takast á við uppeldismálin. Aðstæður og líðan foreldra er oft slæm og þá gengur erfiðar að fylgja bömunum eftir og sinna þeim. Börn kunna foreldrum engar þakkir fyrir að taka ekki á uppeldi þeirra og stýra því í þann farveg sem foreldram finnst koma þeim best og vera heillavænlegast fyrir bömin. En það er oft erfitt að taka á uppeldi bama sinna og ekki síst ef lagfæra þarf hegðun sem ekki er bömunum til góðs. Því er best að lifa eftir málshættinum „ekki er ráð nema í tíma sé tekið“ og það er nauðsynlegt að ala böm upp alveg frá því að þau era lítil. Agi er í margra huga neikvætt hugtak. Fólk á alls ekki að vera hrætt við aga. Agi er ekkert ljótt. Við verðum fyrst og fremst að beita okkur sjálf aga og þannig læra bömin aga. Fólk verður að vakna á réttum tíma á morgnanna, sinna þeim verkefnum og skyldum sem fyrir liggja og vera þannig fordæmi fyrir böm sín. En agi er sennilega alltaf vandmeðfarinn. Oft er spurt hve langt megi ganga í að beita aga í uppeldi. Umræða um ofbeldi verður oft til þess að foreldrar og uppaldendur ragla saman hugtökunum agi og ofbeldi. Hér læt ég fylgja smá sögu um aga: Piltur á uppeldisstofnun í Reykjavík var starfsfólki mjög erfiður og neitaði að mæta í skólann. Það átti ekki að láta drenginn ráða því hvort hann færi í skólann svo hann var færður útí bíl. Ekki undi hann því og öskraði hástöfum svo glumdi í öllu hverfínu „ þið beitið mig ofbeldi, hjálp ég er beittur ofbeldi..“ Starfsfólkinu fannst þetta frekar neyðarlegt og erfitt en þá var einum starfsmanni nóg boðið og kallaði á móti til bamsins: „Þetta er ekki ofbeldi, þetta er uppeldi.“ En það er ofbeldi þegar böm era notuð kynferðislega af fullorðnu fólki. Og ofbeldi af versta tagi er þegar foreldri, faðir, beitir dóttur sína kynferðislegu ofbeldi. Það er mjög slæm uppeldisaðstaða fyrir böm að þurfa að búa við þær fjölskylduaðstæður að faðir eða móðir að ég tala nú ekki um báðir foreldrar, beita hvort annað líkamlegu ofbeldi. Það er líka ofbeldi við böm á heimilum þeirra, að foreldrar neyta óhóflegs áfengis og haga sér í skjóli þess óábyrgt og hræðsluvekjandi fyrir bömin. Það skapar ofboðslegt óöryggi og er bömum mjög slæmt veganesti. Ofbeldi innan heimilanna er mjög dulið og það era bömin sem þola mest og era viðkvæmust fyrir því. Þau hjálpa til við að dylja ofbeldið en líður verst allra í því. Andlegt ofbeldi er af ýmsum toga er líka mjög dulið fólki. Geðveilum og sjúkdómum fylgir oft andlegt ofbeldi og þar era böm meiri þolendur en þeir fullorðnu enda hafa þau engar forsendur til að takast á við það að vera beitt andlegu ofbeldi. Heimilin eiga að vera griða- öryggis- og sælustaður bamanna. Leggjum öll okkar af mörkum til að svo megi verða. Bjóðum börnunum okkar uppá gott veganesti út í lífið svo þau verði sterkir einstaklingar. Styrkjum granninn að heilladrjúgri og gæfuríkri framtíð bamanna okkar. Böm verða alltaf mikilvægasti fjársjóður framtíðarinnar. Við berum öll ábyrgð á að ávaxta þann fjársjóð eins vel og við kunnum og getum. Og ef við eram hrædd um að við séum að gera rangt þá er bara að leita hjálpar þeirra sem geta séð betur og hafa lært meira. Hikum ekki við að elska. Með ósk um gleðileg jól og hamingjusama framtíð. Drífa. V________________________________________________________________________________________________________________/ Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.