Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 30

Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 30
Litið um öxl við rætur Bjamafells Kristófer Arnfjörð Tómasson Það er gæfa að hafa notið þess að eiga Biskupstungur að baklandi þann hluta sem liðinn er af æviskeiðinu, en það fer að nálgast hálfan fjórða áratug. Af því tilefni að mínu hlutverki hér í sveit er að öllum líkindum lokið, um sinn að minnsta kosti er ástæða til að líta um öxl og leiða hugann að liðnum stundum Mínum bamskóm hafði ég naumast slitið þegar stefnan var tekin á að stunda búskap á arfleifðinni við rætur Bjarnarfells. Römm er sú taug. Þegar kom að því að hrinda þeim draumum í framkvæmd var framleiðslustýring orðin að veruleika í hefðbundnum búgreinum og því öllum lokum fyrir það skotið að hægt væri að hasla sér völl á þeim vettvangi, sauðfjárrækt var reyndar nokkur í Helludal en ekki var af því lífvænlegt sökum smæðar. Það varð því fyrir valinu að leita á vit tækifæranna í óheftri svínaræktinni. Það var árið 1986 að ég hóf uppbyggingu í þeirri grein með viljann og bjartsýnina að vopni auk óbilandi trúar á íslenskan landbúnað. Átthagatryggðin var ef til vill það sem mestu réði um það að áform mín urðu að veruleika. Á þessum tíma var svínarækt í sókn, neyslan jókst gríðarlega milli ára og skilaverð til framleiðenda var hátt um leið og fóðurverð var hagstætt. Búskapartíð mín spannar ellefu ár. Þau voru í heildina litið nokkuð stormasöm, sveiflur voru tíðar í svínaræktinni, maður upplifði góða tíma og aðra erfiðari, sum árin bar maður lítið úr bítum en önnur meira. Þau ár voru fleiri en eitt og fleiri en tvö sem ég greiddi býsna stórar upphæðir til samfélagsins. Eg get því verið stoltur af því að hafa lagt eitthvað af mörkum við að byggja þetta sveitarfélag upp. Þegar líða fór á búskapartíð mína fór ég að kenna mér meins, lengi vel vildi ég ekki kyngja þeirri staðreynd en fyrir rest varð það ekki umflúið að bregða búi og finna sér ný viðfangsefni. Það var býsna erfitt að sætta sig við það, þar sem öll framtíðaráform mín miðuðu að því að búskapurinn yrði mitt ævistarf. En erfiðleikar eru til að sigrast á þeim og læra af þeim, ekki til að leggjast í kör. Heilsan verður að hafa forgang, aðrir þættir skipta minna máli. Það þekkja þeir best sem þurft hafa að horfast í augu við heilsubrest af einhverju tagi. Það virðist því miður vera svo að vissir einstaklingar vilji ekki trúa því að heilsa mín hafi bilað og kenni um öðrum ástæðum. Svo sem skussahætti eða áhugaleysi jafnvel gjaldþroti. Slíkar meiningar eru ekki sanngjarnar og verða að vera vandamál þeirra sem þannig hugsa. Litli - Bergþór 30 ------------------------- Upp til hópa býr hið besta fólk hér í Tungunum, en það er hart að þurfa að segja það að oft virðist einstaka fólk hafa meiri áhuga á að ræða það sem miður fer og draga úr jákvæðri umræðu. Það sem mér finnst ekki síður miður er að dæmi finnast um fólk sem er tamt að draga sveitunga sína í dilka og eyða jafnvel ekki orðum á þá sem ekki ná þeim takmörkum sem uppfylla þarf að þeirra mati til að teljast fólk. Eg ítreka það að hér er um mjög lítinn hóp fólks að ræða. Þetta rekur maður betur augun í þegar maður er orðin hálfgerður gestur á svæðinu. Það sem stendur upp úr þegar ég legg mat á það hvað hafi verið ánægjulegast við þann tíma sem ég hef stundað búskap í Biskupstungum er tvímælalaust sú mikla reynsla sem maður öðlaðist og ekki síður þau ánægjulegu kynni sem ég hef haft af mínum sveitungum. Eg hef náð að kynnast þeim býsna vel á þessum árum. Maður er manns gaman án vina og kunningja er lífið snautt. Samskipti mín við aðra Tungnamenn hafa í langflestum tilfellum verið jákvæð og heilsteypt og fyrir það er ég þakklátur. Eg vona sannarlega að framhald verði þar á þó allt sé eins líklegt að ég velji mér búsetu utan Tungnanna. Eg tók nokkum þátt í félagsmálum hér í sveit var meðlimur í Lionsklúbbnum í mörg ár, var ritari Búnaðarfélagsins í 9 ár og var um skeið forðagæslumaður ekki er ég að státa mig af því, en þessi félagslegu störf veittu manni tækifæri til að njóta samvista við sveitungana. Ég hef komið á hvem einasta bæ í sveitinni og em þar með talið í öll útihús, nokkur garðyrkjubýli em þama undanskilin en þau eru ekki mörg. Það er sjóður útaf fyrir sig. Það er gangur lífsins að fæðast og deyja og hefur maður séð á eftir mörgum kæram og ógleymanlegum sveitungum og vinum á þessum ámm, sem maður hefur eytt hér í sveit. Ég vil í því sambandi nefna nokkra einstaklinga sem ég leiði oft hugann til með söknuð í huga. Jóhann í Austurhlíð var nánast af sömu kynslóð og ég, við áttum ómetanleg kynni, við voram af svipuðu sauðahúsi og voru skoðanir okkar á lífinu og tilvemnni nokkuð áþekkar. Hann var vel greindur, heilsteyptur og fölskvalaus persónuleiki. Engum sem kynntist nöfnunum á Gýgjarhóli, Helgunum Karlsdóttur og Tómasdóttur gleymdi þeim. Rammíslenskari manneskjur vom vandfundnar. Við Helga Tómasdóttir áttum mikið samneyti frá því ég man eftir mér þar til hennar jarðvist lauk, það var farsælt. Hún fræddi mig margt frá fomri tíð

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.