Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 28
Skálholtskór syngjandi í Suðurlöndum frh... Ferðalagið til Frakklands tók 11 tíma með nokkrum stoppum. Sem betur fer vorum við orðin svo vön að sofa í rútunni að flestir gátu lagt sig. Það varð aðeins vart við flensu, magapestir og remmu í hálsi síðustu daga ferðarinnar, en þeir sjúklingar báru sig vel. Þegar loks var komið til Barr í Frakklandi var klukkan að verða níu um kvöldið og þar beið okkar kórinn sem tók á móti okkur í fyrra. Hefði þessi móttaka sómt sér vel sem fermingarveisla eða fimmtugsafmæli svo flott var hún. Allir sofandi? Eftir herleg veisluföng og söng gistum við á sama hóteli og í fyrra þessa síðustu nótt okkar í Frakklandi. Síðasti dagurinn rann upp fagur eins og flestallir dagarnir í þessari ferð þó ekki væri sólin alltaf mikil. Lögðum við af stað kl. hálfníu því 250 km eru frá Barr til Frankfurt. Kalli bflstjóri fylgdist með fréttum og heyrði af miklum umferðartöfum á leiðinni svo hann þræddi sveitavegi til að losna við þær. Rúmlega 50 km frá Frankfurt varð hann að fara inn á hraðbrautina og lentum við þá í umferðarteppu sem var 8 km löng. Við vorum um klukkutíma föst í henni en þá tók Kalli á það ráð að keyra neyðarveg sem er meðfram allri hraðbrautinni en hún er eingöngu fyrir sjúkra- og lögreglubfla. Ef lögreglan hefði séð til hans hefði hann fengið háa sekt. En við sluppum og græddum minnst heilar tuttugu mínútur okkur til mikillar gleði því sumir voru famir að efast um að við myndum ná flugvélinni, sem átti að fljúga kl. tvö. Kalli sá þó um sitt fólk og renndi upp að flugstöðinn rétt fyrir hálftvö. Þá átti eftir að tékka alla inn og tók það um hálftíma. Einnig hafði verið hringt á undan okkur svo við vorum nú nokkuð viss um að ekki yrði farið án okkar. Við vorum komin út í vél kl. rúmlega tvö og vélin fór í loftið hálfþrjú. Við héldum að seinkunin á brottförinni væri okkur að kenna en flugfreyjan fræddi okkur á því að vélin hefði verið sein fyrir svo þessi seinkun hefði orðið hvort sem var. Við lentum í Keflavík um hálfjögur að íslenskum tíma í íslenskri rigningu og fannst öllum gott að vera komin heim. Þegar reiknaðir voru þeir kflómetrar sem við lögðum að baki í rútunni vom þeir um 3000. I ferðasögu þeirri er Páll Skúlason skrifaði eftir síðustu reisu okkar 1998, tæpti hann á því að lfldega væru margir með brosið fast á sér eftir þá ferð. Ég vil segja það að brosið náði saman við þessa ferð og á eftir að ná saman við þá næstu sem er nú að vísu ekki ákveðin á þessum tímapunkti. En hver veit, í ferðinni kom fram tillaga um að breyta nafni kórsins í „Miðevrópukórinn“! Ég vil nota tækifærið og þakka Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Þorkatli Jóelssyni fyrir þeirra framlag í ferðinni svo og Kára Þormar sem lék undir hjá okkur af mikilli snilld. Og síðast en ekki síst þeim hjónum sem bám hitann og þungann af þessari ferð, þeim Hilmari og Hófý. Honum sem kórstjórnanda, sem allt hvfldi á og mæddi, æðrulaust og henni sem frábærum leiðsögumanni, sem kom öllu til skila á mjög svo skiljanlegan og áhugaverðan hátt. Að lokum vil ég þakka kórfélögum og mökum ásamt öðmm áhangendum kórsins fyrir frábæra samveru í jafnfrábærri ferð. Ég dáist að jákvæðni og dugnaði ykkar þrátt fyrir óvænta atburði og stranga dagskrá. Með bestu vetrarkveðjum, í nóvember 1999 Berglind Sigurðardóttir, formaður Skálholtskórs. r Múrverk Plötuslípun Hellulagnir Flísalagnir Leiga á jarðvegsþjöppu Leiga á vinnupöllum Leiga á slípivél Símar 486 8940 og 893 6737 Litli - Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.