Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 27
Skálholtskór syngjandi í Suðurlöndum frh... Júlía hlustar á óskir Sigurjóns, Lindu og Steina. lá í Rómeó og Júlíugarðinn en þar eru hinar frægu Júlíusvalir sem Shakespeare spann svo listilega sögu sína um Rómeó og Júlíu, en þau bjuggu íVeróna. í sem heitir San Leonardohæð en þar var Maríukirkja reist til dýrðar Maríu Guðsmóður. Fólk kemur langar leiðir á þennan stað því sagan segir að þessi staður hafi lækningamátt. Kirkjan var notuð sem fangelsi í seinni heimsstyrjöldinni og lenti í sprengjuárás. Þegar rústimar voru athugaðar fannst styttan af Maríu Guðsmóður alheil og er hún enn í garðinum. Hjólastólaaðgengi er að henni, svo fatlaðir geti fengið bót meina sinna. Frábært útsýni er af hæðinni yfír Veróna og sést gamli virkisveggurinn vel þar sem hann liðast um borgina. Diddú ogKeli bjugguí Veróna á meðan hún var að læra að syngja og leiddu þau okkur um borgina og sögðu frá ýmsu skemmtilegu. Leiðin garðinum er stytta af Júlíu fyrir neðan svalimar og segir sagan að karlar eigi að halda um hægri brjóst hennar og óska sér, en konumar um hægri arm hennar. Þetta er greinilega vel notað því bæði brjóst hennar og armur voru gljáfægð. í hádeginu fóm Diddú og Keli með okkur á veitingastað sem er meðal elstu veitingastaða í Veróna. Þar fengum við þjóðlegar veitingar, brauð og steikt grænmeti, sem við skoluðum niður með hvítvíni og rauðvíni. Þar komust líka margir í kynni við ítölsku klósettin sem em mjög góð æfing fyrir lærvöðvana og jafnvægisskynið. Þá lá leiðin í Arena hringleikahúsið sem er reist á fyrsta árhundraði eftir Krist og enn notað, þó aðeins öðmvísi en í árdaga þar sem ljónin léku aðalhlutverkin. Nú em uppfærðar þar ópemr á sumrin. Lítill hópur kórfélaga tók sig til og söng vísur Vatnsenda- Rósu niðri á hringvellinum og sögðu þeir, sem uppi á pöllunum voru, að vel hefði hljómað. Nú var Veróna kvödd eftir allt of stuttan tíma að því er fólki fannst, og haldið út í sveit rétt fyrir utan borgina. Þar var okkur boðið til vinafólks Diddúar og Kela, í heimilisgróðurreit þeirra, litla vínekru og matjurtagarð (c.a. 1 ha) með nokkmm hænum, kanínum og fleiru matarkyns. Verður gestrisni þeirra lengi í minnum höfð, að taka á móti rúmlega 40 manns án mikils fyrirvara í mat og drykk. Lagið tekiöfyrir gestgjafann. Þegar á hótelið var komið þetta síðasta kvöld okkar á Ítalíu, beið okkar freyðivín og ball í boði hótelsins þar sem dansað var til klukkan eitt um nóttina. þá fóm allflestir til herbergja sinna en þó fundust nátthrafnar sem ekki voru til í að fara í fletin og fengu með sér yfirþjóninn og stúlku sem vinnur í lobbíinu til að fara á rúntinn. Var það góður endir á frábæm kvöldi. Miðvikudagur og allir komnir snemma á fætur þennan síðasta dag á Ítalíu. Klukkan var rúmlega 10 þegar lagt var af stað til Frakklands. Daginn áður hafði fólki verið lofað að koma við í skómarkaði og var það nú efnt. Við stoppuðum þarna góða stund, og urðu þeir sem voru fyrstir út, og biðu eftir hinum, vitni að því þegar Kalli bílstjóri nánast bað einnar konunnar í hópnum. Vinirnir Keli og Red? (ath myndin er tekin í brekku. Bónorð? Kalli gefur Möggu rós fyrir utan skómarkaðinn. Litli - Bergþór 27

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.