Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 9
Skipulagsmál í Biskupstungnahreppi Pétur H. Jónsson, skipulagsarkitekt. Um þessar mundir stendur yfir vinna við gerð aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012. Aðalskipulagið er unnið af Haraldi Sigurðssyni skipulagsfræðingi, Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt og Pétri H. Jónssyni skipulagsarkitekt. Samkvæmt nýjum lögum skal aðalskipulag ná til alls sveitarfélagsins en var áður aðeins bundið við þéttbýlistaði þar sem bjuggu 50 íbúar eða fleiri. Áður hefur verið gert aðalskipulag fyrir Laugarás og Skálholt, Reykholt og Geysissvæðið. Biskupstungnahreppur er um 1602 km2 og nær frá Kili í norðri að Vörðufelli í suðri og Brúará í vestri og Hvítá í austri. Ibúar voru 514 talsins árið 1998, þar af bjuggu 125 í Laugarási og 119 í Reykholti. I aðalskipulagsvinnunni er lögð mikil áhersla á samvinnu við íbúa sveitarfélagsins. í því skyni hafa verið sendir út spurningalistar til allra landeigenda og ábúenda þar sem m.a. er spurt um áform þeirra varðandi sumarbústaði og nytjaskógrækt. Þeir sem hafa áform um skógrækt eða sumarbústaði eru heimsóttir og hugmyndir þeirra færðar inn á uppdrátt. Biskupstungur eru fyrst og fremst landbúnaðarhérað og í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Hefðbundinn landbúnaður er á undanhaldi en vöxtur hefur verið í ylrækt og þá aðallega í þéttbýliskjömunum Laugarási og Reykholti. Þar er eftirspurn eftir lóðum mikil og er eitt af markmiðum skipulagsins að tryggja nægilegt framboð af lóðum undir íbúðir, garðyrkju, iðnað, verslun og þjónustu. Jafnramt er unnið að ýmsum endurbótum í þéttbýliskjörnunum s.s hraðahindrunum, lýsingu og lokun skurða. Eitt af stefnumálum í Laugarási og Reykholti er að takmarka sumarbústaðarbyggð. I Biskupstungum er mikil uppbygging í ferðaþjónustu. Eftirspum eftir sumarbústaðalóðum á svæðinu hefur verið mikil síðastliðin ár. Samkvæmt Fasteignamati ríkisins voru skráðir 564 sumarbústaðir í Biskupstungum árið 1998. í aðalskipulaginu eru núverandi og fyrirhuguð sumarbústaðarsvæði færð inn á uppdrátt og er mikilvægt að landeigendur veiti upplýsingar um áform varðandi sumarbústaðarbyggð á jörðum sínum svo ekki þurfi að koma til kostnaðarsamra og tímafrekra breytinga á aðalskipulagi síðar. Ef svæði undir sumarbústaðabyggð er staðfest í aðalskipulagi er hægt að snúa sér beint að gerð deiliskipulags. Töluverður áhugi er fyrir skógrækt í Biskupstungum enda svæðið kjörið til skógræktar. Mikilvægt er að merkja inn á aðalskipulagsuppdrátt núverandi og fyrirhuguð skógræktarsvæði þar sem landslag og ásýnd landsins mun breytast mikið þegar trjágróður fer að vaxa. I skipulaginu eru einnig merktar inn efnisnámur sem ætlaðar eru til atvinnurekstrar og er leitast við að hafa þær á svæðum sem ekki teljast viðkvæm náttúrufarslega. I samgöngumálum er m.a. gert ráð fyrir brú yfir Hvítá til Hrunamannahrepps og ýmsar endurbætur á vegakerfi eins og að leggja bundið slitlag á þá vegi sem uppá vantar. Ennfremur er gert ráð fyrir reiðstígum meðfram þjóðvegum. Einn mikilvægasti þátturinn í þessari aðalskipulagsgerð er að gera grein fyrir náttúruvemdarsvæðum. Nú þegar era þrjú svæði friðlýst í hreppnum samkvæmt náttúruverndarlögum. Þau eru: Gullfoss, Geysir og Tunguey og Pollengi. Svæði á náttúruminjaskrá eru níu talsins. Þau eru: Þjófadalir og Jökulkrókur, Hvítárvatn og Hvítárnes, Brúarhlöð, Haukadalur og Almenningur, Pollengi (ytri hluti), Brúará og Brúarárskörð, Höfðaflatir, Hrosshagavík, Skálholtstunga og Mosar. Um miðsveitina frá Geysissvæðinu og Almenningi að Brúará í Miklaholti er víðáttumikið ósnortið land sem talið er eitt stærsta samfellda votlendissvæði landsins. Á þessu svæði er mikið af vötnum og tjömum s.s. Múlatjamir, Úthlíðar- og Arnarholtsvötn, Sandvatn, Tjamartjöm, Flókatjöm, Startjarnir og Sjötjamir. Á þessu svæði er einnig fjölskrúðugt fuglalíf. I aðalskipulaginu er ráðgert að vernda þetta svæði með einhverjum hætti. Svæðið hefur ekki verið afmarkað á uppdrætti, þ.e. ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort svæðið verði verndað í heild sinni eða að hluta til. Yrði hér um að ræða svokallaða hverfisvernd, þar sem sveitarstjóm í samráði við landeigendur móta reglur um umgengni á viðkomandi svæðum með tilliti til mannvirkjagerðar, beitar, áburðargjafar, framræslu og skógræktar. Ennfremur er hugsanlegt að setja sérstakar reglur um umgengni yfir varptímann í því skyni að vemda fuglalíf. Ennfremur er í umræðunni að vernda á einhvern hátt hlíðina sem nær frá Laugarvatni að Geysi. Er hér um að ræða nær ónsortið kjarrlendi og skógi vaxið land. Á þessu svæði kemur einnig til greina hverfisvernd þar sem settar yrðu ákveðnar reglur sem tryggja náttúrulega ásýnd birkiskóganna með tilliti til mannvirkjagerðar, trjáræktar, beitar o.fl. Önnur svæði sem hugsanlega geta fallið undir hverfisvernd em Mýrarskógar, mýrar við Hvítá hjá Iðu, Vaðlar (Lónið) í Laugarási, svæði austan Reykholts við Tungufljót. I aðalskipulagi þarf jafnframt að gera grein fyrir vatnsverndarsvæðum og vemdun fornminja. Við gerð aðalskipulagsins er nauðsynlegt að skapa gmndvöll að almennri umræðu um framtíð sveitarinnar. Forsenda þess er að greina þá vaxtarmöguleika sem byggðin hefur. í fljótu bragði má segja að vaxtarmöguleikar byggðar í Biskupstungum felist í eftirfarandi: jarðhita og frjósömu landi, náttúrufegurð og veðursæld, búsældarlegum þéttbýlisstöðum, bættum samgöngum og vexti í ferðaþjónustu. Hér hefur aðeins verið komið inn á hluta þeirra fjölmörgu mála sem aðalskipulag snýst um. Nú standa yfir fundir og viðræður við jarðaeigendur og aðra hagsmunaaðila og er stefnt að því að kynna drög að aðalskipulagi Biskupstungna 2000-2012 á almennum borgarafundi 11. janúar árið 2000. Menn eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um þetta miklvæga málefni. Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.