Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 16
s Oskar og Hildur á Brekku Séð heim að Brekku. Högnhöfði í baksýn. Það er snjóryfir öllu, stillt og fagurt veður, þegar blaðamaður Litla-Bergþórs rennir í hlaðið á bœnum Brekku í Biskupstungum einn dag seint í nóvembermánuði. Húmið er að síga á, og í norðri stendur fagur fjallahringurinn þögull vörð um bœina „með Hlíðunum“ eins og byggðin hér efst í Tungunum er kólluð. Erindið er að spjalla við þau hjón, Hildi Guðmundsdóttur og Oskar Jóhannesson um búskapinn á Brekku, lífið og tilveruna. L-B: Þá erfyrst að forvitnast um œtt ykkar og uppruna. Hvaðan kemur þú Oskar? Oskar: Ja, Hildur segir að ég sé eins og keyptur á bútasölu, ég er ættaður allsstaðar að af landinu. Af Vestfjörðum, úr Þingeyjasýslu, Austfjörðum, Skaftafellssýslum og héðan úr Tungunum. Reyndar flutti föðurfólk mitt af Barðaströndinni, fyrst austur á land og síðan í Skaftafellssýsluna. Ég er fæddur 2. janúar 1919 í Reykjavík og voru foreldrar mínir þau Jóhannes Guðlaugsson, fæddur á Þverá í Skaftafellssýslu 1891 og Hólmfríður Bjamadóttir f. 1881 að Tjörn hér í Biskupstungum. Föðurfólk mitt var allt ættað úr Skaftafellssýslum í marga ættliði, nema föðurmóðir mín, Jóhanna Margrét Olafsdóttir, sem var komin af Magnúsi Ólafssyni frá Haga á Barðaströnd, seinna presti í Bjamanesi við Hornafjörð. Jóhannes faðir minn flutti 8 ára gamall ásamt Jóhönnu móður sinni, Steinunni systur sinni, Agli, hennar manni og öðm Galtalækjarfólki að Galtalæk. Komu ríðandi austan úr Skaftafellssýslu árið 1899. Steinunn og Egill á Galtalæk voru foreldrar Jóhönnu, Hermanns og Egils og þeirra Galtalækjasystkina og því tengdaforeldrar Dísu heitinnar á Króki. Hildur: Steinunn var mjög hlédræg og fór lítið af bæ. En einu sinni kom hún þó hér að Brekku. Fríða mín var þá á 1. árinu og nokkm áður hafði mig dreymt draum. Mig dreymdi að það væri risastór lús á barninu. Ég sagði Jóhannesi tengdaföður mínum drauminn og hann sagði að það væri fyrir gjöf. Og viti menn, nokkm seinna kemur Steinunn systir hans og gefur Fríðu 100 krónur. Og það var ekki lítið fé í þá daga. Óskar: Hólmfríður móðir mín var hinsvegar ættuð héðan úr Tungunum langt í ættir fram. Móðurfaðir minn, Bjarni Hallgrímsson, var bóndi á Tjörn til 1889 og síðan á Króki til 1917. Afi Bjarna þessa, afa míns, hét Magnús Guðmundsson, (fæddur 1767 í Austurhlíð) og bjó á Bóli. Kona hans hét Margrét Hallgrímsdóttir og var fædd í Böðvarsnesi í Fnjóskadal í S- Þingeyjarsýslu. Það er sagt frá því, í bókinni „Inn til fjalla“, hvemig hún kom suður. Þar segir svo: Faðir hennar „er Hallgrímur hét Jakobsson, bjó í Böðvarsnesi í Fnjóskadal. Svo er sagt að hann hafi verið í frændsemi við Þorstein sýslumann Magnússon á Móeiðarhvoli og hafði sýslumaður boðið honum barnfóstru þegar mest kreppti að í móðuharðindunum. Tókst þá Hallgrímur ferð á hendur suður í land með Margréti dóttur sína tíu vetra og ætlaði að færa hana sýslumanni. En er þangað kom, var sýslumaður látinn. Snéri Hallgrímur þá norður aftur með dóttur sína. A leiðinni kom hann að Austurhlíö Hildur og Óskar á áttrœðisafinœli Óskars 2. jan. 1999. Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.