Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 01.12.1999, Blaðsíða 29
Kvenfélagsfréttir Sæl nú öll sömul! (Karlar lesi þetta líka.) Ein villa slæddist inn í aprílblaði Litla Bergþórs. Þar er sagt að meðstjórnendur séu Aðalheiður Helgadóttir og Ingibjörg Bjamadóttir, en hið rétta er að Aðalheiður Helgadóttir og Þuríður Sigurðardóttir eru meðstjómendur Kvenfélagsins og biðjumst við velvirðingar á þeim mistökum. Afmælisfundur var haldinn í Réttinni í Úthlíð föstudaginn 23. apríl. Byrjað var á að borða gómsætan mat af hlaðborði. Á eftir var leiklestur upp úr gömlum fundargerðarbókum og skáldað svolítið með. Einnig vom símboðafréttimar teknar fyrir og að síðustu vom tekin nokkur létt dansspor við undirleik Sigfúsar Ólafssonar. Vorfundur var haldinn á Brautarhóli 21. júní (dálítið seint). Ákveðið var að vera með sölu í tjaldinu tvo laugardaga í júlí en varð ekki nema einn. Ekkert varð úr ferðalaginu norður á Dalvík eins og til stóð en í staðinn var farið mánudaginn 19. júlí til Víkur og farið í hjólabátasiglingu með Denna. Stoppað var í hellinum og þar fengum við snafs og hákarl og svo sjávarréttahlaðborð með bjór. Mikið gott og mikið gaman. Haustfundur félagsins var haldinn í Bergholti mánudaginn 1. nóvember. Ragnari sveitarstjóra (sveitó) var boðið á fundinn og vom honum afhentar 100 þús. krónur sem Kvenfélagið gefur til Aratungu og lagðar verða í nýju uppþvottavélina. Fyrirhugað er að skreppa eitthvert kvöld til Reykjavíkur í bíó og einnig verða föndurkvöld. Þið fáið að frétta af því í næsta blaði. Með bestu jólakveðju frá félaginu, Oddný formaður. Það þarfekki að vera flókið að spila í happdrœtti. Þú kemur eða hringir og velur happanúmer. * Greiðir einn mánuð i einu. * Greiðir allt árið. * Greiðir inn á bankareikning. * VISA eða EURO raðgreiðslur Allir vinningshafar fá vinninginn lagðan sjálfkrafa inn á bankareikning. Um 1,5 milljón var greidd í vinninga árið 1997 hjá umboðinu. Umboðsmaður í Biskupstungum: Sveínnn A. Sæland Espiflöt Simi: 486 8955 og 486 8813 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Litli - Bergþór 29

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.