Litli Bergþór - 01.12.1999, Side 5

Litli Bergþór - 01.12.1999, Side 5
Hvað segirðu til? Að þessu sinni verður greint frá því, sem helst er fréttnæmt úr Tungunum frá júlí til nóvember. Veðurfarið hefur verið svona nokkuð upp og ofan, ef þó í flestum atriðum gott. Hlýtt hefur verið, allmargir hitadagar í sumar og engin næturfrost en stundum nokkuð svæsnir úrkomukaflar. A milli komu þó góðir þurrkar en stuttir, svo góður heyskapur byggðist á grasveðri og rúllun og plastpökkun heysins. Haustið var mjög milt, aðeins lítisháttar frost nokkrar nætur og aldrei alveg hvít jörð fyrr en í fyrstu viku nóvember. Hins vegar rigndi oft töluvert mikið. Snjóinn tók upp innan viku frá því hann féll í hlýindakafla, sem stóð fram í miðjan mánuðinn. Þá gerði vestanátt og éljaði dálítið og kom umtalsverður snjór hér um slóðir síðustu tíu dagana fyrir jólaföstu og hefur hann oft skafið síðan og verið skafinn af vegum. Að venju voru Sumartónleikar í Skálholti meginhluti menningarlífsins í sumar. Skálholtskórinn fór til Frakklands og Ítalíu í október. Var aðalerindi hans að syngja á geðlæknaþingi. Hann hélt tónleika í Skálholti fyrir ferðina og svo söngtónleika í Aratungu ásamt Söngfélagi Þorlákshafnar og Berglindi Einarsdóttur, einsöngvara, 20. nóvember. Viku síðar héldu Karlakór Hreppamanna og Karlakór Kjalamess og Kjós þar söngskemmtun. Snemma í aðventu héldu kór Menntaskólans að Laugarvatni og Skálholtskórinn sína samkomuna hvor í Skálholtskirkju. Af framkvæmdum má nefna byggingu sumarhúsa í sunnanverðu Öskjholti í landi Tjamar og á Felli. Geldneytafjós er verið að byggja í Gýgjarhólskoti og gróðurhús ýmist em nýbyggð eða í byggingu á Akri, Engi, Heiðmörk, Gufuhlíð og Espiflöt. Vélsleðaleigan Geysir hefur komið fyrir húsi á Skálpanesi vestur af Bláfelli við braut, sem lögð hefur verið vestur að Langjökli. Þar hefur verið boðið upp á ferðir á jökulinn. f Brattholti er verið að byggja hótel. Brœðumir á Kjóastöðum, Guðmundur og Magnús, Guðrún heimasæta þar og helgi í Hrosshaga ífyrstu leit. Foreldrar leikskólabarna em að smíða stiga í brekkuna milli Reykholtslaugar og leikskólans. Um þessar mundir er verið að ljúka við uppbyggingu vegarins frá Gullfossi og inn að Sandá. Nýi vegurinn verður bæði beinni á lárétta og lóðrétta vegu en sá fyrri og einnig töluvert hærri. í fyrstu leit var farið 4. september, og voru Tungnaréttir viku síðar. Þá var mildur haustdagur, margir gestir og hátíð víða um sveitina, sem endaði með réttadansleik í Aratungu. Eftirsafnarar leituðu suðurhluta afréttarins 25. og 26. september, fengu gott veður og komu með 27 kindur. I þriðjuleit var farið 8. október og voru þeir í viku að vanda. Þeir fengu gott veður flesta dagana, en nokkur snjór var kominn á innri hluta afréttarins. Þeir fundu 7 kindur. Alíka margar voru sóttar í afrétt milli leita, og skipstjóri á skotveiðum sá tvílembu skammt innan við brúna á Svartá snemma í nóvember, en ekki hafði tekist að finna hana, þegar þetta var ritað. Fé var talið í meðallagi vænt bæði úr afrétti og í heimahögum. Fyrsta dag aðventu var kveikt á 400 jólajósum á Iðubrú við hátíðlega athöfn. Brynja Ólafía Ragnarsdóttir, Vesturbyggð 5 í Laugarási, lést í september. Hún var jarðsett í Skálholti. Þórarinn Guðlaugsson, bóndi í Fellskoti andaðist í nóvember. Utför hans fór fram í Skálholtskirkju, en hann var jarðsettur á Torfastöðum. Ragnheiður Vilmundardóttir, sem bjó í Kistuholti 13 síðustu árin, sem hún hafði heilsu, lést í desember. Utför hennar fór fram í Skálholti, en hún var jörðuð á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi. A.K. Hvað œtli garðyrkjubœndur hafi tínt marga tómata? o Raflagnir - Viðgerðir Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Jens Pétur Jóhannsson Heimasími 486-8845 — Verkstæði sími 486-8984 Bílasími 853-7101 LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.